Boð til allra: 12. alþjóðlega listaverkakeppni kirkjusögusafnsins

Sögusafn Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu heldur 12. alþjóðlegu listaverkakeppnina og sýninguna vorið 2022. Listamönnum er boðið að senda inn listaverk um þemað „Allir eru líkir Guði“ á tímabilinu 1. febrúar til 1. júní 2021.  

Hinni alþjóðlegu dómnefnd listaverkakeppninnar er ætlað að hvetja Síðari daga heilaga til vandaðrar listsköpunar og sýna fjölbreytileika í stíl, tækni, miðlun og röddum.  

„Með list er hægt að tjá eigin tilfinningar og sannfæringu,“ sagði Christian Fingerle, Evrópusvæðisstjóri kirkjusögudeildarinnar. „Þegar þið tjáið hæfileika ykkar frá Guði með hjartanu, munið þið geta tjáð eitthvað sem raunverulega skiptir máli.“

Keppnin er opin öllum meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu yfir 18 ára aldri. Til að taka þátt, þurfa listamenn að senda inn stafræna mynd af listaverkum sínum með því að nota til þess netverkfæri safnsins til innsendingar. 

Safnið tekur fagnandi á móti ýmsum menningarlegum og fagurfræðilegum hefðum, stíl og listrænni miðlun. Miðlun getur falið í sér málverk, teikningu, textílist, ljósmyndun, prentmyndagerð, skúlptúr, gler, leir, keramik, tré, leður, stein, málm, hefðbundna og þjóðlega myndlist, blandaða miðlun margmiðlun, myndbönd, kvikmyndir og fleira. 

Dómnefndarferlið verður í umsjá fimm dómara sem eru fulltrúar fjölbreyttrar og fagurfræðilegrar þjálfunar og sérþekkingar. Í fyrstu lotu verður hvert sent framlag metið á stafrænum myndum, með yfirlýsingu frá listamanninum. Í annarri lotu verður síðan hin raunverulegu listaverk metin og ákveðið hvaða verk verða valin fyrir sýninguna.

Dómnefndin munu leggja mat á listaverkið út frá þemasamhæfingu, nýsköpun og listgildi. 

Þau listaverk sem verða verðlaunuð verða valin af dómurum og áhorfendum. Önnur verk verða keypt í þeim tilgangi að bæta við muni safnsins. 

Sögusafn kirkjunnar, sem staðsett er í Salt Lake City í Utah, var stofnað með það að marki að endurspegla alþjóðlega aðild Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Safnið hefur haldið hina alþjóðlegu listaverkakeppni á þriggja til fjögurra ára fresti frá 1987. 

Kirkjusögusafnið
Kirkjusögusafnið

Laura Howe, safnvörður Kirkjusögusafnsins, vonar að þessi keppni hjálpi einstaklingum að finna að þeir séu hluti af stærri fjölskyldu og að sérstök sjónarhorn þeirra og bakgrunnur verði metin að verðleikum.

„Það er mikilvægt að öll börn Guðs líti á sig sem hluta af fjölskyldu Jesú Krists,“ sagði Howe. „Þessi listaverkakeppni er leið til þess að hjálpa fólki að skynja að það er hluti af kirkjunni og sögu hennar.“ 

Öllum meðlimum kirkjunnar sem hafa áhuga á að miðla list sinni, er boðið að taka þátt í keppninni og koma saman með fjölbreyttan listrænan stíl og menningarlegan bakgrunn til að tilbiðja Guð. 

„Hér eru listaverk allra velkomin,“ sagði Fingerle. „Þið þurfið ekki að vera sigurvegari fyrri listaverkakeppna, þekkt eða atvinnumenn. Þið þurfið bara að hafa ástríðu og einsetja ykkur að miðla mikilvægum skilaboðum.“

Listaverkasýningin stendur yfir í mars til og með október 2022. 

Til frekari upplýsingar um keppnina, almennar reglur, dómnefndarferlið og verðlaun, farið þá á https://history.churchofjesuschrist.org/content/museum/competition-details