Að sigrast á lyfjafræðilegri fátækt 

Lyfin eru merkt fyrir notkun lyfjabúra góðgerðarstofnanna eingöngu.
Lyfin eru merkt fyrir notkun lyfjabúra góðgerðarstofnanna eingöngu.

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, mannúðarsamtök kirkjunnar sem starfa á heimsgrundvelli, hafa á undanförnum þremur árum unnið í samstarfi við Banco Farmaceutico, bæði fjárhagslega og með sjálfboðavinnu, við að sigrast á lyfjafræðilegri fátækt á Ítalíu.

„Við þökkum öllum vinum okkar í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fyrir alla þá aðstoð sem þeir hafa veitt okkur við að aðstoða fátæka á Ítalíu,“ sagði Sergio Daniotti læknir, forseti Banco Farmaceutico.  „Samstarf kirkjunnar og Banco Farmaceutico hefur séð fátækum innflytjendum og flóttamönnum fyrir nauðsynlegum lyfjum.

Mikilvæg lyf hafa verið gefin á hverju ári síðan 2013, þau skráð og þeim dreift. Núna nýlega hafa 420 lyfjaver þjónað sem söfnunarstaðir í landinu, sem séð hafa 125 hjálparstofnunum fyrir nauðsynlegum lyfjum.  Fjárframlag kirkjunnar og sjálfboðaliðar aðstoðuðu við útvíkkun þessa verkefnis á landsvísu. Taflan sýnir vöxt verkefnisins með endurheimtun lyfja, verðgildi þeirra og það ár sem þessu lauk,“ segir öldungur Bob Gale, mannúðartrúboði er þjónar á Ítalíu.

Fjöldi lyfja

„Annan febrúar á hverju ári aðstoðuðu yfir fjögurhundruð sjálfboðaliðar frá kirkjunni, ásamt Banco Farmaceutico, við Lyfjasöfnunardag.  Þessi átaksdagur var til viðbótar við viðvarandi söfnunarátak sem stóð allt árið.

Á þessu ári, í efni af 20 ára afmæli stofnunar Banco Farmaceutico, var söfnunarátakið framlengt í heila viku í febrúar. Þátttaka borgaranna var mjög góð,“ tilkynnti Daniotti, læknir.  Það er hvetjandi að mörg lyfjafyrirtæki taka áfram þátt í að leggja fram framlög og nú eru birgðir töluvert meiri en undanfarin ár.“

Lyfin eru merkt fyrir notkun lyfjabúra góðgerðarstofnanna eingöngu.
Lyfin eru merkt fyrir notkun lyfjabúra góðgerðarstofnanna eingöngu.

„Þetta verkefni er áþreifanlegt og varanlegt tákn baráttunnar gegn heilsufátækt sem hefur orðið tilfinnanlegri á síðasta áratug. Núverandi kórónufaraldur hefur ekki einungis áhrif á þá sem veikastir eru fyrir, heldur neyðast margir í samfélagi okkar til að spara í heilbrigðismálum,“ segir Filippo Ciantia læknir, framkvæmdastjóri Banco Farmaceutico.  „Við erum himinlifandi yfir því að vera þátttakendur í þessu verkefni, að þjóna og uppfylla þarfir annarra, eins og frelsarinn kenndi,“ bætti öldungur Bob Gale við.

Borgarar gefa lyfjaverum ónotuð lyf og lyfjasalar skanna hentugleika lyfjanna sem gefin hafa verið.
Borgarar gefa lyfjaverum ónotuð lyf og lyfjasalar skanna hentugleika lyfjanna sem gefin hafa verið.