Aðlögun kirkjunnar þegar hömlunum verður aflétt vegna COVID-19

Musterið í Kaupmannahöfn
Musterið í Kaupmannahöfn

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fylgir leiðsögn stjórnvalda og heilbrigðisfagfólks víða um heim, þar til óhætt telst að taka upp fyrri venjubundna starfsemi, sem farið hefur úr skorðum af völdum COVID-19.

Kirkjan fikrar sig áfram af mikilli varúð á öllum heimssvæðum og fer vandlega eftir leiðbeiningum stjórnvalda, til að sporna gegn útbreiðslu heimsfaraldursins. „Við munum ávallt hafa öryggi og velferð ykkar í algjöru fyrirrúmi,“ sagði Russell M. Nelson, spámaður og forseti kirkjunnar, 6. maí 2020.

Hvaða starfssemi kirkjunnar hefur hafið aðlaganir í áföngum?

 • Trúboðsstarf
  Verkefnaúthlutun fyrir trúboða í trúboðum í heimalöndum þeirra, er á góðri leið og þeir eru farnir að meðtaka hin nýju verkefni sín.
 • Musteristilbeiðsla
  Opnun mustera er hafin að nýju í áföngum. Sjá einnig stöðu hvers musteris .

Hvaða starfssemi kirkjunnar er enn tímabundið í biðstöðu eða lokuð almenningi?

 • Smásöluverslanir dreifingarstöðva kirkjunnar
 • Fræðsludeild kirkjunnar
 • Sögustaðir kirkjunnar
 • Verslanir Deseret Industries
 • Hátíðarsýningar (hátíðarsýningum 2020 aflýst)
 • RootsTech London (ráðstefnu 2020 aflýst)
 • Sakramentissamkomur og stikuráðstefnur
 • Musteristorgið
 • Laufskálakórinn á Musteristorginu (Arfleifðarferð 2020 færð til 2021) (Arfleifðarferð 2020 hefur verið endurskipulögð og vikulegar útsendingar eru lokaðar almenningi.
 • Ungmennabúðir, ráðstefnur og ferðalög

Smásöluverslanir dreifingarstöðva kirkjunnar (Uppfært 10. apríl)

Tímasetningu nýs musterisskrúða, sem upprunalega átti að vera 31. mars 2020, hefur verið frestað vegna faraldursins. Kirkjan mun hafa hinn nýja musterisskrúða tiltækan í netverslun og smásöluverslunum síðar.

Flestar smásöluverslanir dreifingarstöðva kirkjunnar eru lokaðar. Eftirfarandi dreifingarverslanir á Evrópusvæðinu eru áfram opnar, þar sem hamlanna vegna COVID-19 er ekki krafist af stjórnvöldum.

 • Praia, Grænhöfðaeyjum
Musterið í Frankfurt
Musterið í Frankfurt
Musterið í Stokkhólmi
Musterið í Stokkhólmi