Aðalráðstefnan í apríl 2021 verður aðeins send út á rafrænu formi

Aðalráðstefnan í apríl 2021 verður aðeins send út á rafrænu formi

Vegna yfirstandandi áhyggja um lýðheilsu í heiminum, hefur Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu tilkynnt að aðalráðstefnan apríl 2021 verði aðeins send út á rafrænu formi.

Framvindan í apríl verður hina sama og á aðalráðstefnunni október 2020: Útsendingin verður frá Leikhúsi Ráðstefnuhallarinnar á Musteristorgi og aðeins ræðumenn hvers hluta og makar þeirra verða viðstaddir og tónlistin er upptekin frá fyrri aðalráðstefnum.

„Sem heimslæg samtök, ber okkur skylda til að vera góðir borgarar og gæta allrar varúðar á hinum einstaka vettvangi aðalráðstefnu, þar sem venjan er að þúsundir gesta hvaðanæva að úr heimi komi til Salt Lake City,“ er haft eftir Æðsta forsætisráðinu.

Allir hlutar apríl aðalráðstefnunnar verða sendir út beint á broadcasts.ChurchofJesusChrist.org. Hlutana verður líka hægt að finna á Gospel Library, the Latter-day Saints Channel, í útvarpi, sjónvarpi, með gervihnetti og á öðrum stafrænum rásum. Sjá 5 Ways to Watch or Listen to October 2020 General Conference Live [5 leiðir til að horfa eða hlusta á aðalráðstefnuna frá október 2020] fyrir frekari upplýsingar.