Æðsta forsætisráðið tilkynnir breytingar á aðalráðstefnu

Laugardagskvöldhluti verður aflagður; ekki verður mögulegt að koma á októberráðstefnu 2021 í eigin persónu

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur tilkynnt breytingar á aðalráðstefnum kirkjunnar, sem haldnar eru í apríl og október ár hvert. 

Frá og með aðalráðstefnu októbermánaðar verður laugardagskvöldhluti aflagður og verður svo framvegis. Áður var haldin laugardagskvöldhluti fyrir konur (október) eða prestdæmishafa (í apríl). Þessi breyting er gerð þar sem allir hlutar aðalráðstefnu eru nú aðgengilegir öllum sem vilja horfa eða hlusta á. 

Hvað varðar aðalráðstefnuna í október 2021 (sem haldin verður 2.-3. október), þá mun framvinda ráðstefnunnar eiga sér stað frá áheyrendasal Ráðstefnuhallarinnar í Salt Lake City. Enn og aftur verður Ráðstefnuhöllin lokuð almenningi. 

Aðalráðstefna veitir meðlimum kirkjunnar og vinum um allan heim tækifæri til að meðtaka boðskap um frelsarann, Jesú Krist, frá lifandi spámönnum og postulum, með stöðugt háþróaðri tækni.