Án þeirra getum við ekki orðið fullkomin

Boðskapur svæðisleiðtoga

David P. Homer
David P. Homer, Bandaríkjunum Svæðishafi Sjötíu

Á síðustu mánuðum lífs síns, þá ígrundaði spámaðurinn Joseph Smith oft mikilvægi staðgengla-helgiathafna fyrir hina dánu.    Hann áleit í raun að starfið í þágu áa okkar væri af slíku mikilvægi að hann kenndi: „Þeirra sáluhjálp er nauðsynleg og óhjákvæmileg fyrir vora sáluhjálp, . . . því að án þeirra getum við ekki orðið fullkomin, né heldur geta þau orðið fullkomin án okkar.“

Það er auðvelt að skilja hvernig starfið í þágu áa okkar gerir þeim kleift að fullkomnast, því án okkar gætu þau ekki tekið á móti þeim helgiathöfnum sem nauðsynlegar eru til sáluhjálpar.  Það sem hins vegar gæti verið erfiðara að skilja er hvernig „okkar dánu“ geti hjálpað okkur að fullkomnast.   Þótt hér gæti verið um að ræða almenna skírskotun í látna áa allra lifandi manna, þá getur merkingin líka verið persónulegs eðlis, þar sem sérhvert okkar er hvatt til að finna „okkar [eigin] dánu,“ því það stuðlar að framþróun okkar.  

Að finna áa, laðar að anda Elía, sem fágar og eflir okkur.  Ég veit það af eigin reynslu.  Það hefur verið fjölskyldu minni mikil áskorun að sökkva sér niður í ættfræði til að finna áa svo hægt sé að framkvæma fyrir þá helgiathafnir musterisins.  Nýlega naut ég aðstoðar vinar, sem er sérfræðingur í ættarsögu, við að finna áa sem áður hafði ekki fundist.  Mér gæti reynst erfitt að lýsa líðan minni þann daginn.  Þegar við skráðum nafnið hennar fyrir musterisverk, þá fylltist ég andanum.  Svo virtist sem hún hefði lengi beðið eftir þessu.  Ég fann fyrir hreinsandi áhrifum andans.  Mér fannst ég umbreytast í hjarta, líkt og þeir sem hlustuðu á orð Benjamíns konungs.   Ég vildi verða betri maður.  Ég þráði að vera trúfastur, svo ég gæti einhvern daginn hitt hana og þakkað henni fyrir að hafa haft áhrif á líf mitt.

Þegar við leitum áa okkar og lærum um þá, þá gerum við líka heimfært líf þeirra upp á okkar.  Veturinn 1847 var Russel King Homer meðal hinna stritandi heilögu í Vetrarstöðvunum, sem bjó sig undir að fara með Brigham Young til Utah síðar sama ár.  Þremur dögum áður en hópurinn átti að leggja af stað, kom öldungur Heber C. Kimball, sem var meðlimur Tólfpostulasveitarinnar, til Russel og bað hann að sýna fórnarlund.  Russel átti að verða eftir og þess var beiðst að hann gæfi eftir vagninn sinn, teymið og birgðirnar, svo aðrir gætu farið í hans stað.   

Það hlýtur að hafa reynst Russel erfitt að sjá aðra taka eigur hans og halda af stað.   Hann lét þetta þó ekki draga úr sér kjark og treysti því að allt færi á besta veg, fremur en að streitast á móti og harma eigið hlutskipti.  Á þeim fáu árum sem á eftir komu, hjálpaði hann þúsundum heilögum að búa sig undir að fara yfir slétturnar til Utah.  Loks, árið 1859, fór hann sjálfur vestur, í forystu handvagnahóps, nam þar land með fjölskyldu sinni og bjó þar til æviloka.  

Þegar lífið færir mér vonbrigði eða krefst þess að ég takist á við erfiðleika, þá minnist ég langa-langafa míns Russels King.  Ég get verið hugdjarfur eins og hann var og treyst því að allt fara á besta veg, fremur en að streitast á móti og harma eigið hlutskipti.  Lífsreynsla hans getur hjálpað mér að bæta eigið líf, á afar áþreifanlegan hátt.