Aukin trú fyrir stöðuga elsku Krists

Boðskapur svæðisleiðtoga

Europe Area President
Öldungur Patrick Kearon, Stóra-Bretlandi forseti Evrópusvæðisins

Frelsarinn er fullkomið dæmi um kærleika í hugsun, orði og verki. Ritningarnar kennar okkur um hans kærleiksríka eðli. Þegar frelsarinn laugaði fætur postula sinna, sagði hann: „Nýtt boðroð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.“ [1] Kristur býður okkur að leita leiða til að sýna og upplifa aukinn kærleika í lífi okkar.


Þessi einfalda áætlun gerir okkur kleift að læra um frelsarann og kærleika hans. Þessi þrjú skref leiða okkur nær honum og kenningum hans.


Í fyrsta lagi, komið með vin. Frelsarinn elskar sérhvert barn Guðs. Við getum lært að sjá okkur sjálf og aðra með hans augum. Verið sannir vinir. Stutt textaboð eða símhringing geta haft mikið að segja fyrir aðra. Bjóðið vini að koma út að ganga, borða og koma í kirkju með ykkur. Þið munuð þá kynnast þeim vini betur, gleði hans og þörfum, og fá tækifæri til að sýna hina hreinu ást Krists.[2]


Í öðru lagi, verðið andlega og stundlega sjálfbjarga. Þegar opinberun berst, bregðist þá skjótt við. Opinberun getur bæði verið vegna andlegra og stundlegra þarfa. Auka má andríki með því að lesa ritningarnar oftar og fasta af ríkari tilgangi. Þið gætuð hlotið innblátur um að auka við menntun ykkar, sækja um betri atvinnu eða leggja meira fyrir.  Þegar þið verið meira sjálfbjarga, þá getið þið betur styrkt aðra. 


Í þriðja lagi, finnið áá. Með því að leita áa, getið þið uppgötvað meira um ykkur sjálf og uppruna ykkar. Sú þekking mun jafnvel leiða til aukins skilnings á lífsstefnu ykkar. Þegar þið tengist áum ykkar, munið þið vita betur að þið eruð ástkær dóttir eða sonur Guðs.


Ef þið vinnið stöðugt að þessum þremur atriðum, og setjið markmið fyrir hvert þeirra, munið þið brátt hljóta þá umbun sem þeim er heitið sem keppa að réttlæti, já, frið í þessum heimi og eilífu lífi í komandi lífi.[3] Ef þið vinnið stöðugt að slíkum markmiðum af kristilegum kærleika, mun þakklæti ykkar aukast fyrir gæsku fagnaðarerindisins og þrá ykkar til að miðla því.[4]



[1]  Jóhannes 13:34

[2] Moróní 7:47

[3] Kenning og sáttmálar 59:23

[4] Alma 34:4