Fjölskyldukvöld: Hefð mormóna

Lærið meira um það hvernig Síðari daga heilagir verja tíma sínum með fjölskyldum sínum

Fjölskylda í almenningsgarði
Fjölskylduhefð mormóna felst í að verja tímanum sínum saman.

Mormónar, eða meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (kirkju SDH), trúa því að Guð hafi gefið okkur fjölskyldur til að hjálpa okkur að verða þeir einstaklingar sem hann vill að við verðum. Mormónar trúa því að fjölskyldan sé vígð af Guði og að hann vilji að við séum saman með fjölskyldum okkar á himnum, jafnvel eftir að við deyjum. Þar af leiðandi er það ekki ótrúlegt að mormónar trúi því að tími með fjölskyldunni eigi að vera forgangsatriðið hér á jörðu.

Hvað er fjölskyldukvöld?

Síðari daga heilögum er ráðlagt að taka frá tíma, eitt kvöld í hverri viku, til að læra og leika saman sem fjölskylda. Þessi stund kallast fjölskyldukvöld. Fjölskyldukvöld eru hefð Síðari daga heilagra sem hefur verið við lýði í meira en eina öld (sjá “100 Years of Family Home Evening,” Liahona, apr. 2015, 80). Hefðbundið er að fjölskyldukvöld séu haldin á mánudagskvöldum, en það má halda þau hvaða kvöld vikunnar sem er.

Hvað gera fjölskyldur mormóna á fjölskyldukvöldi?

Fjölskyldukvöld er stund til að styrkja tengslin meðal fjölskyldumeðlima. Það er stund fyrir fjölskyldur mormóna til að tengjast traustari böndum. Samverustundir fjölskyldukvölda geta verið eins einfaldar eða skipulagðar eins og fjölskyldur óska sér, en það sem er mikilvægast er verja tíma saman við að gera eitthvað ánægjulegt. Á fjölskyldukvöldum njóta margar fjölskyldur þess að spila spil saman, taka þátt í íþróttum, syngja, þjóna öðrum, borða hressingu og deila hæfileikum. Mormónar trúa því að fjölskyldukvöld geti fært tilfinningu friðar, einingu og kærleika inn á heimilið.

Mormónar eru kristnir, og fjölskyldur mormóna trúa því einnig að fjölskyldukvöld séu tími fyrir foreldra til að kenna börnum sínum um fagnaðarerindi Jesú Krists. Mormónar trúa á kenningar Biblíunnar um að foreldrar eigi að ala börn sín upp í „aga og umvöndun Drottins“ (sjá Efesus 6:4). Viðbótarritningargrein mormóna kennir að foreldrar eigi að „ kenna börnum sínum að biðja og ganga grandvör frammi fyrir Drottni“ (sjá K&S 68:28). Í samræmi við það, þá hefja og ljúka fjölskyldur Mormóna fjölskyldukvöldum sínum með bæn. Á fjölskyldukvöldunum lærir fjölskyldan einnig orð Guðs í sameiningu og ræðir spurningar og áhyggjur sem fjölskyldumeðlimir gætu haft um umræðuefni fagnaðarerindisins.

Hvernig get ég lært um áætlun Guðs varðandi fjölskyldu mína?

Eruð þið forvitin að læra meira um trú mormóna varðandi fjölskyldur og þrá Guðs varðandi ykkar fjölskyldu? Til að læra meira um áætlun Guðs varðandi fjölskyldur, heimsækið mormon.org.

Tvö hlægjandi börn
Fjölskyldukvöld mormóna eru skemmtileg.
Fjölskylda fer að veiða
Fjölskyldur Síðari daga heilagra gera ýmislegt saman.