Fögnum páskum í Evrópu með því að syngja „Messísas“ með kórnum Tabernacle Choir

Messías er eitt þekktasta, ástsælasta og oftast flutta kórverkið í allri vestrænni tónlist.

Óratórían, samin af George Frideric Handel, árið 1742, á aðeins 24 dögum með ritningartexta sem unnin var af Charles Jennens, segir söguna um líf Krists í þremur hlutum, frá fæðingu hans til dauða hans og að lokum upprisu.

Í ár býður Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu öllum að fagna páskum með Messíasi eftir Händels, flutt af Tabernacle Choir og Orchestra at Temple Square í beinu streymi, sunnudaginn 4. apríl 2021, klukkan 09:00, á opinberum Facebook síðum og vefsíðum landa.

Þessi sérstaki flutningur á Messíasi var tekinn upp og streymdur um allan heim páskana árið 2018, með hinum þekktu gestaeinsöngvurumAmöndu Woodbury, Tamöru Mumford, Tyler Nelson og Tyler Simpson. Honum var aftur streymt árið 2020 og þessi streymisflutningur gerir einstaklingum og fjölskyldum um allan heim kleift að komast nær Jesú Kristi á heimilum sínum, með tónlist og texta Messíasar.

Hvernig auðga má Messíasar-áhorfsupplifun ykkar

Hér er meira efni til að auðga áhorf ykkar á Messísar-flutningi kórsins og hljómsveitarinnar, samkvæmt eftirspurn (hlekkir munu beinast að efni á ensku).

Annað efni um Messías eftir Handel

Vefsíða Tabernacle Choir (tabchoir.org/messiah) hefur að geyma fjölda athyglisverðra bakgrunnsupplýsinga um Handel, ritsmíð Messíasar, ræður um Messías eftir leiðtoga Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og fleira. Þetta efni er hægt að nota áður eða eftir að hlustað er á streymið á heimili sínu. Sumt þetta efni er einnig fáanlegt á frönsku, þýsku, portúgölsku og spænsku.