Hið alþjóðlega verkefni „Ljós fyrir heiminn“ skilar af sér framlögum til góðgerðamála

Ein af 10 gjafavélum
Ein af 10 gjafavélum

Nærri 159.000 hlutir hafa verið keyptir af almenningi í alþjóðlegu verkefni á vegum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Verkefnið Ljós fyrir heiminn: Einum í senn, sem gerir mögulegt að gefa í þágu hinna þurfandi á jólatímanum 2019, hófst formlega 1. desember og lauk um áramótin. Þetta er fjórða ár verkefnisins.

Opnunarviðburðir voru haldnir við hinar vinsælu gjafavélar, sem settar hafa verið upp á 10 stöðum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Filippseyjum.

Gjafavélarnar auðvelda framlög til alþjóða hjálparstofnana, eins og UNICEF, Church World Service, WaterAid, Water For People og International Medical Corps.

Fram að þessu hafa næstum 3.9 milljónir dollara safnast fyrir góðgerðarsamtökin með rauðu vélunum. Gefendur hafa rennt kreditkortunum sínum í gegnum vélarnar yfir 100.000 sinnum.

Greitt hefur verið fyrir um 63.000 hænur, um 1,6 milljón máltíðir, um 955.000 bóluefni, yfir 3.500 skópör og yfir 7.200 glasapör.

Í Bandaríkjunum eru vélar þessar í Gilbert, Arisóna; San Jose, Kaliforníu; Denver, Kólóradó; Laie, (Oahu), Havaí; Las Vegas, Nevada; New York City; og Orem og Salt Lake City, Utah. Um heiminn eru vélarnar í London, Englandi; og Manila, Filippseyjum.

Flytjendur víða um heim hafa tekið þátt í verkefninu með því að miðla boðskap með tónlist.

Verkefnið Ljós fyrir heiminn hefur einnig vakið athygli fjölmiðla undanfarnar vikur og m.a. fengið umfjöllun í miðlum á borð við Daily Mail í London.

Sérstök guðsþjónusta á sunnudegi

Söfnuðir hvarvetna í kirkjunni höfðu sérstaka jólasamkomu sunnudaginn 22. desember. Almenningi var boðið að koma á einar klukkustundar samkomu með Krist að þungamiðju. Finna mátti stað- og tímasetningar þessara samkoma Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu með því að fara í meetinghouse locator á ChurchofJesusChrist.org.

Myndband um opnun gjafavélar í Manila, Filipseyjum, má sjá hér.

Gjafavélarnar voru mjög vinsælar
Götulest í Hong Kong