Hjálparstofnun Síðari daga heilagra hefur lagt til 20 milljón dollara til stuðnings heimsátaki UNICEF gegn KÓVÍD–19

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra er stærsti einkaaðilinn fram að þessu til að styðja verkefni UNICEF ACT Accelerator og COVAX.

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, sem fellur undir mannúðarsvið Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, tilkynnti í dag að 20 milljóna dollara framlag hefði verið veitt til að styrkja heimsátaksverkefni UNICEF, Access to COVID-19 Tools (ACT) [Aðgangur að úrræðum gegn Kóvíd-19], sem er hröðunar- og bólusetningarsvið ACT verkefnisins er kallast COVAX Facility.

Þessi styrkur er viðbót við 3ja milljón dollara framlag kirkjunnar árið 2020, til að greiða fyrir bráðaátaki UNISEF vegna KÓVÍD–19 og sjá fólki fyrir vatni og sótthreinsis- og hreinlætisþjónustu.

Þessi nýi styrkur er veittur til stuðnings hinu merka, leiðandi átaki UNICEF við öflun bóluefna og að sjá rúmlega 196 COVAX þátttökulöndum og hagkerfum fyrir 2 miljörðum KÓVÍD-19 bóluefnaskömmtum fyrir lok ársins 2021. Fyrstu 2 milljaða skammtarnir eru ætlaðir til að verja heilbrigðisstarfsfólk í framlínu og starfsfólk í félagsþjónustu, sem og einstaklinga sem eru veikir fyrir og í áhættuhópum. 

Framlagið mun einnig styrkja starf UNICEF við að efla kæli- og birgðakeðjur landa, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk, til að árétta misvísandi upplýsingar og efla tiltrú á bólusetningum og heilbrigðiskerfinu að baki þeirra.

„KÓVID–19 er fyrsta raunverulega heimsváin sem við höfum séð í lífi okkar. Hvar sem við búum, þá hefur faraldurinn áhrif á hverja manneskju, þar á meðal börn. Það hefur aldrei verið brýnni þörf á að allir starfi saman. Þessi styrkur frá Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, sem er fyrir þetta mikilvæga hlutverk okkar í COVAX, er stærsta framlagið sem við höfum hlotið frá samstarfsaðila í einkageiranum fram að þessu,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Við vonum að örlæti þeirra virki hvetjandi á önnur samtök, fyrirtæki og einstaklinga til að aðstoða okkur við að tryggja sanngjarnan aðgang að KÓVID–19 bóluefni.“

Í gegnum aðstöðu COVAX – í samstarfi við  Gavi, Vaccine Alliance, WHO og CEPI – er UNICEF að nýta sína einstöku reynslu í öflun og útbreiðslu bóluefna og styrk sinn og áhrifamátt til að virkja samfélagið og stuðla að eftirspurn og viðurkenningu bóluefna. Markmið átaksins er að flýta fyrir endalokum heimsfaraldursins og lágmarka umrót á lífi barna með því að vernda starfsfólk heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu um allan heim, þar með talda kennara og umönnunaraðila.

„Við þökkum teymi og samtökum UNICEF.  Þau hafa gert svo margt til að annast börn og fjölskyldur þeirra og uppfylla grunnþarfir þeirra og möguleika,“ sagði Gerald Caussé, Yfirbiskup kirkjunnar. „Eftir því sem fleira fullorðið fólk í viðkvæmum samfélögum er bólusett, mun bráðaþjónusta, næringar- og kennsluþjónusta barna geta hafist á ný. Við höfum von í hjarta, ekki bara að sigrast á faraldrinum, heldur líka að sjá bjartari framtíð fyrir öll börn og fjölskyldur þeirra.“

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og UNICEF í Bandaríkjunum hófu samstarf árið 2013 við að styðja börn og fjölskyldur þeirra á sviðum bólusetningar, bráðaþjónustu og menntunar- og þroskaþörfum flóttafólks.

Maður sýnir sendingu af bóluefni
Starfsfólk UNICEF sýnir kassa með fyrstu sendingunni af KÓVID–19 bóluefni, sem dreift var af COVAX Facility í Accra, Gana þann 24. febrúar, 2021.

Um UNICEF

UNICEF er með starfsemi á sumum erfiðustu svæðum heimsins, til þess að geta náð til bágstöddustu barnanna. Við störfum fyrir hvert barn hvarvetna í yfir 190 löndum og á ýmsumsvæðum, til að byggja betri heim fyrir alla. Frekari upplýsingar varðandi UNICEF og starf þess má finna á www.unicef.org. Frekari upplýsingar varðandi KÓVID-19 má finna á www.unicef.org/coronavirus

Um aðstöðu COVAX

COVAX er máttarstólpi bóluefnastarfs Access to COVID-19 Tools (ACT) Accelerator, sem er tímamóta samstarf til að auka þróun, framleiðslu og sanngjarnan aðgang að KÓVID–17 sýnatökum, meðferðum og bóluefnum. COVAX er leitt af Gavi, Coalition for Epidemic Preparedness Innovations (CEPI) og WHO. Markmið þess er að ýta undir þróun og framleiðslu bóluefnis fyrir KÓVID–19 og tryggja sanngjarnan aðgang að því fyrir öll lönd í heiminum. UNICEF leiðir átakið við öflun og dreifingu bóluefna fyrir KÓVID–19 fyrir COVAX, í samstarfi við PAHO sem er snúningssjóður.

Um Hjálparstofnun Síðari daga heilagra

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra er mannúðarstarf Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og hefur fram að þessu stutt við 1.050 neyðaraðstoðarverkefni í 152 löndum vegna KÓVID–19. Hjálparstofnun Síðari daga heilagra sér þekktum alþjóðlegum bólusetningaraðilum fyrir fjármagnsstuðningi, til að afla og dreifa bóluefnum, fylgjast með sjúkdómum, bregðast við faröldrum, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og þróa áætlanir til upprætingar og útrýmingar sjúkdóma. Niðurstöðurnar eru fleiri bólusett börn og færri dauðsföll vegna mislinga, rauðra hunda, stífkrampa hjá barnshafandi konum eða nýbura, mænusóttar, niðurgangs, lungnabólgu og gulu.

Bólusetning
Hjálparstofnun Síðari daga heilagra hefur stutt við heimsátak í bólusetningu sem leitt er af UNICEF og WHO. Kona bólusett í Chad.