Hjálparstofnunar SDH heitir nú Hjálparstofnun Síðari daga heilagra

Konan við brunninn

Hið opinbera nafn og auðkenni hjálparstarfs Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, er nú Latter-day Saint Charities [Hjálparstofnun Síðari daga heilagra] (áður aukennt LDS Charities [Hjálparstofnun SDH]). Þessi breyting gerir heiminum kunnungt að hjálparstarf Síðari daga heilagra er mögulegt sökum örlætis Síðari daga heilagra og velunnara kirkjunnar, sem vilja hafa jákvæði áhrif á heiminn.  Breytingin endurspeglar líka rétt nafn meðlima hinnar endurreistu kirkju Jesú Krists og skuldbindingu þeirra til að fylgja Jesú Kristi.

Hjálparstarf kirkjunnar hófst formlega árið 1985, þegar Ezra Taft Benson forseti kallaði eftir sérstakri föstu til fjársöfnunar vegna mikillar hungursneyðar í Eþíópíu. Hjálparstarf Síðari daga heilagra hefur upp frá því komið milljónum til aðstoðar í 195 löndum.

Fjölskylduþjónusta SDH verður nú Fjölskylduþjónusta

LDS Family Services [Fjölskylduþjónusta SDH], sem veitir tilfinningarlegan og atferlislegan heilsufarsstuðning, til að styrkja einstaklinga, fjölskyldur og hjón, hefur verið endurnefnd The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints—Family Services [Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu – Fjölskylduþjónusta]. Ráðgjafar Fjölskylduþjónustunnar veita líka ráðgjafaþjónustu til að hjálpa kirkjuleiðtogum að skilja betur þarfir og áskoranir þeirra sem þeir þjóna og ákveða hvaða gögn og þjónusta er fyrir hendi.

Ráðgjafar Fjölskylduþjónustunnar eru 430 um heim allan og yfir 3.700 trúboðar kirkjunnar þjóna við fjölskylduþjónustu í 114 skrifstofum í 17 mismunandi löndum.