Hvernig verða á stundlega sjálfbjarga

Boðskapur svæðisleiðtoga

Elder Christopher Charles, Great Britain
Öldungur Christopher Charles, Stóra-Bretlandi svæðishafi Sjötíu

Þann 6. apríl ár hvert byrjar nýtt tekjuár í Bretlandi.  Sú dagsetning hefur því ekki aðeins andlega merkingu fyrir fjármálaráðgjafa sem sestur er í helgan stein. Ég minnist allrar vinnunnar við að lágmarka skattgjöld viðskiptavina og tryggja að gengið væri frá málum þeirra áður en annað tekjuár rynni í garð. Þetta var stöðug og samstillt vinna allan ársins hring, sem krafðist undirbúnings.

Á sama hátt, þá er það stöðug og samstillt vinna að verða stundlega sjálfbjarga, en ekki stutt skorpuvinna. Ef aðeins væri hægt að leggja hart að sér í einn dag á ári í þessum tilgangi og síðan bíða þess næsta!

Þannig getur það ekki verið! Að verða stundlega sjálfbjarga, sem er hæfni til að sjá fyrir okkur sjálfum, fjölskyldu okkar og öðrum, er ævilangt starf. Það krefst mikillar vinnu, bæna, lærdóms og ígrundunar. Það krefst einbeitingar og kannski aðallega trúar og sjálfsstjórnar.

Í þessari grein fjalla ég um fjármál, sem er einn þáttur þess að verða andlega sjálfbjarga.

Okkur er sagt: „Séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast.“[1] Við öðlumst trú með því að hlusta á leiðtoga okkar og reiða okkur á innblástur þeirra og dómgreind. Þeir hafa t.d. hvatt okkur til að forðast skuldir (greiða fljótt upp skuldir okkar) með því að lifa innan tekjumarka og greiða tíund og föstufórnir, svo að Drottinn geti lokið fyrir okkur upp gáttum himins.[2]

Ég hef leiðbeint mörgum meðlimum í fjárhagserfiðleikum. Það er ekki ósvipað því að fara í megrunarkúr. Í fyrstu fer fólk vel af stað, en gefst alltof fljótt upp og nær því ekki árangri. Aðeins fáeinir tileinkuðu sér hinar kenndu reglur nægilega lengi til að sjá virkni þeirra. „Orð þín eru hörð, harðari en við fáum borið.“[3]

Framkvæmdastjóri lítils fyrirtækis, sem gekk mjög vel og ég sá um fjármálin fyrir, keypti sér £70,000 BMW þvert á það sem ég ráðlagði. Þegar allt kom til alls, þá átti nágranni hans einn slíkan! Ég benti á að hann setti sig sjálfan í mun verri fjárhagsstöðu og svo hyrfi nýjabrumið fljótt af bílnum. Hann hringdi í mig nokkru þar á eftir.

 „Þú hafðir rétt fyrir þér, Chris,“ sagði hann, „þetta er bara málmklumpur og nú eigum við ekki fyrir afborgunum þennan mánuðinn.“

Fyrirtækið fór í gjaldþrot, en sorgarsagan var sú að það þurfti ekki að gerast.

Við reynum að ganga í augu samferðafólks okkar með því að kaupa okkur ímynd út á við!  Ég segi það vera að „skuldsetja sig fyrir aðra.“ Dramb, sjálfsdekur, hvað sem þið kallið það, getur haft alvarlegar afleiðingar.

Saga „Níski Nick“ frá Portúgal, sem fór til Englands til að vinna, var allt önnur. Hann var giftur, á þrítugsaldri. Ég sá um hans fyrstu veðsetningu. Hann lagið hart að sér, en var af félögum sínum talinn nískur og smásálarlegur. Hann fór aldrei í frí með eiginkonu sína eða færði henni gjafir. Hann bara vann og vann og vann.

Innan fárra ára hafði hann greitt upp lánið og lagt nægilega mikið fyrir til að fara aftur til Portúgals og byggja hús fyrir fjölskylduna og tvær íbúðir sem hann leigði út. Ég frétti síðast af því að Nick hefði stofnað annað fyrirtæki. „Níski Nick“ var ekki nískur! Hann hafði framtíðarsýn, hann setti sér markmið og fórnaði til að tryggja öryggi fjölskyldu sinnar. Hann keypti aðeins það sem hann þurfti; þarfir hans sátu á hakanum.

Hvað með okkur hin? „Skuldsetjum við okkur fyrir aðra?“ Erum við nægilega þolinmóð til að sýna biðlund, svo við skuldsetjum okkur ekki, nema fyrir nauðsynjum – hugsanlega menntun, húsakaupum og hógværum bílakaupum – og greiðum síðan skuldir upp fljótt og vel. Okkur ber að greiða tíund og föstufórnir.  Ég ber vitni um að blessanir Drottins eru raunverulegar og við munum njóta farssældar, ef við erum hlýðin. Ég veit það af eigin reynslu.[4]

Ef við erum föst í veraldlegum hlutum, sem við ráðum ekki við að greiða af, þá skulum við breyta því snarlega. Lán ætti aðeins að taka fyrir ofangreindum nauðsynjum, jafnvel þótt sófasettið sé orðið slitið! Gerið upp huga ykkar, setjið markmið og gerið fjárhagsáætlun til að keppa að því sem vilji ykkar setndur til. Biðjist fyrir og leggið hart að ykkur. Þetta er forskrift að farsæld!



[1] K & S 38:10

[2] 2 Mal 3:10

[3] 1 Ne 16:1