Hvíldardagurinn á heimilinu

Boðskapur svæðisleiðtoga

Öldungur Alessandro Dini-Ciacci, Ítalíu
Öldungur Alessandro Dini-Ciacci, Ítalíu Svæðishafi Sjötíu

Í aðalráðstefnuræðu í apríl 2015, „Hvíldardagurinn er feginsdagur,“ bauð öldungur Russell M. Nelson okkur „að meta tilfinningar [okkar] til hvíldardagsins og breytni [okkar] á þeim degi.“1

Hann útskýrði hvernig við getum leitað innblásturs til að halda hvíldardaginn heilagan og sagði: „Ég lærði í ritningunum að breytni mín og viðhorf á hvíldardegi væri teikn á milli mín og himnesks föður. Ég hafði þann skilning … og þegar ég þurfti að taka ákvörðun um hvort eitthvað væri viðeigandi eða ekki á hvíldardegi, þá spurði ég sjálfan mig einfaldlega: „Hvaða teikn vil ég gefa Guði?“2

Þessi orð fengu mig og eiginkonu mína, Söru, til að íhuga hvaða teikn3 við sýndum Guði með því sem við gerðum á sunnudögum. Okkur varð ljóst að við þurftum ekki að gera miklar breytingar, en fannst við þurfa að gefa hina smáa meiri athygli.  Við fórum þegar í kirkju alla sunnudaga.  Við unnum ekki á sunnudögum, stunduðum hvorki íþróttir né skólanám eða gerðum nokkuð sem ylli því að aðrir þyrftu að vinna á degi Drottins.  Við leituðum því innblásturs til að skilja hvað við þyrftum að gera til að fylgja þessu boði lifandi postula.

Sunnudag einn báðu börnin okkur að spila eitt af uppáhaldsborðspilunum þeirra. Spilið gekk út það að við svöruðum eins mörgum spurningum rétt og við gátum. Spurningarnar voru alltaf svo erfiðar að börnin gátu ekki svarað þeim, en raunveruleg ástæða þess að börnin vildu spila var hið skæra ljós og háværa hljóð stórrar bjöllu sem hver spilari fékk í hendur.

Ég ætlaði að leggja til að við gerðum eitthvað annað, þegar Sara sagði að við gætum spilað leikinn sem börnunum langaði að spila, að uppfylltum tveimur skilyrðum: (1) Hún myndi spyrja allra spurninganna; (2) við myndum ekki nota spurningarnar í spilinu, heldur hygðist hún búa til fjóra nýja flokka sem allir fjölluðu um fagnaðarerindið. Þegar allt var til reiðu, hugsaði ég með mér hvernig Sara gæti komið upp með svo margar trúarlegar spurningar, svarað þeim öllum rétt og gætt þess að hver spurning félli að vitsmunastigi hvers barns. Auk alls þessa, þá þurfti hún að gera þetta allt eftir hendinni. Ég hugsaði með mér að stórslys væri fyrir höndum. Þegar við hófum spilið, varð mér þó brátt ljóst að löngun móður til að leyfa börnum sínum að spila og þrá dóttur himnesks föður til að hlíta því boðorði hans að halda hvíldardaginn heilagan, gaf heilögum anda kost á að innlása foreldri til að finna leið til að bæði helga dag Drottins og gera hann að feginsdegi fyrir börn hennar.

Hvíldardagurinn á heimilinu
Sunnudag einn báðu börnin okkur að spila eitt af uppáhaldsborðspilunum þeirra.

Ég var þá minntur á orð sem Nefí mælti: „Og svo bar við, að ég, Nefí, sagði við föður minn: Ég mun fara og gjöra það, sem Drottinn hefur boðið, því að ég veit, að Drottinn gefur mannanna börnum engin fyrirmæli án þess að greiða þeim veg til að leysa af hendi það, sem hann hefur boðið þeim.“4 Þegar Drottinn býður okkur að gera eitthvað, hvort heldur sjálfur eða með leiðtogum okkar, þá höldum við stundum að við getum það ekki, en ef við biðjum um innblástur og erum fús til að bregðast við, þá mun hann búa okkur leið sem við sáum ekki sjálf.

Sunnudagur er dagur sem við hlökkum til. Á þessum sérstaka degi styrkjum við samband okkar við Guð og frelsarann, með því að fara í kirkju og meðtaka sakramentið. Á þessum sérstaka degi styrkjum við fjölskyldu okkar, með því að taka þátt í heilbrigðri dægrastyttingu, sem eflir tengsl okkar og færir okkur nær Guði. Að verja saman tíma á sunnudögum, hefur gert okkur kleift að heiðra Guð og minnast þess að hann hefur hjálpað okkur að gera þennan daga að raunverulegum „feginsdegi.“5


[1]Russell M. Nelson, „The Sabbath Is a Delight,“ Ensign eða Liahona, maí 2015.

[2]Ibid

[3]2 Mós 31:13.

[4]1 Ne 3:7.

[5]Jes 58:13.