Kirkjan sendir hjálpargögn til Kína til að takast á við Kórónaveiruna

Nelson forseti býður fram aðstoð

Kórónavírusinn hófst í Kína

Þar sem áhyggjur af öndunarfærasjúkdómi Kórónaveirunnar halda áfram að aukast, sendi Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, fyrirspurn til langtíma vina sinna í Kína um hvar ríkasta þörfin lægi.

Fyrir þá viðleitni komst kirkjan að því að þörf væri á hlífðarbúnaði á barnaspítalanum í Sjanghæ, þar sem birgðir hefðu tæmst vegna faraldursins í Wuhan. Í samstarfi við Project HOPE er verið að gera áætlanir um að dreifa nauðsynlegum birgðum.

Í samstarfið við Project HOPE er unnið að því að leigja flugvél frá Salt Lake City, til að flytja hjálpargögn frá aðalforðabúri biskups í kirkjunni í Salt Lake City. Önnur sending verður send frá forðabúri kirkjunnar í Atlanta. Alls verða 220.000 öndunargrímur, 870 hlífðargleraugu og yfir 6.500 hlífðarsamfestingar send á 79 brettum af hlífðarhjúkrunargögnum.

Í Shanghai vonast sjálfboðaliðar Síðari daga heilagra til að aðstoða við móttöku og dreifingu birgða til þeirra sem eru í neyð.


Ég hef átt samskipti við hið góða fólk í Kína í áratugi. Þau eru okkar kæru bræður og systur og það eru okkur forréttindi að geta boðið fram örlitla hjálp. Við biðjum fyrir þeim og vitum að Guð mun blessa þau.


Nelson forseti, heimsþekktur hjartaskurðlæknir mestan hluta ævi sinnar, uns hann var kallaður postuli kirkjunnar árið 1984, er þekktur fyrir að hafa framkvæmt hjartaaðgerðir, meðal annars í Kína, þar sem hann framkvæmdi lokaaðgerð sína árið 1985. Á starfsferli sínum og með þjónustu sinni við kirkjuna hefur hann stofnað til varanlegra vináttutengsla. „Ég hef átt samskipti við hið góða fólk í Kína í áratugi. Þau eru kæru bræður okkar og systur,“ sagði Nelson forseti, „og það eru okkur forréttindi að geta boðið fram örlitla hjálp. Við biðjum fyrir þeim og vitum að Guð mun blessa þau.“

Kóronavírusinn var fyrst greindur í Hubei-héraði í Kína, þar sem fjöldi sýktra er kominn upp í um 6.000 manns og tugir fleiri hafa verið staðfestir sýktir utan meginlands Kína. Ríkisstjórnir og borgarar um allan heim eru að efla varúðarráðstafanir til að hefta útbreiðslu veirunnar.