
Öllum meðlimum Líknarfélags Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og stúlkum sem verða 18 ára á árinu 2025 er boðið að taka þátt í trúarsamkomu og staðbundnum vitnisburðarsamkomum til að minnast tilgangs og stofnunar Líknarfélagsins, þann 17. mars 1842.
Öldungur Dale G. Renlund í Tólfpostulasveitinni, sem talar frá Havaí, ásamt aðalforsætisráði Líknarfélagsins – Camille N. Johnson forseta, systur J. Anette Dennis og systur Kristin M. Yee, í Rauðsteinsbúðinni í Nauvoo, Illinois – munu flytja boðskap á trúarsamkomu sem streymt verður sunnudaginn 16. mars 2025, klukkan 18:00 að Fjallatíma (MST-tíma).
Líknarfélög í stiku eða deild eru hvött til að koma saman að kvöldi 16. mars til að horfa á þessa 40 mínútna löngu trúarsamkomu. Að lokinni trúarsamkomunni, gefst Líknarfélögum kostur á að halda staðbundinn vitnisburðarfund, þar sem systurnar geta miðlað trú sinni á Jesú Krist.
Á þeim stöðum þar sem takmarkanir gera samansöfnun erfiða á þessum tíma, gætu Líknarfélög óskað eftir að koma saman á öðrum tíma. Leiðtogar eru líka hvattir til að streyma trúar- og vitnisburðarsamkomunni til þeirra sem ekki geta mætt í eigin persónu.
Öllum fullorðnum vinkonum kirkjunnar er boðið og velkomið að taka þátt og fylgjast með samkomunni. Fyrir færslur á samfélagsmiðlum um viðburðinn og skilaboð sem deilt er, notið vinsamlega myllumerkið #JesúsKristurErLíkn.
Horfa á útsendinguna
Frá og með fimmtudeginum 13. mars verður upptaka frá trúarsamkomunni aðgengileg til niðurhals í Gospel Library, fyrir þá sem vinna að þessum viðburði. Horfið á beint streymi samkomunnar 16. mars eða síðar eftir þörfum á Broadcasts.ChurchofJesusChrist.org, Gospel Library, Gospel Media, Gospel Stream-appinu (enska, spænska, portúgalska og franska) og YouTube-rás kirkjunnar fyrir innblásið efni.
Útsendingin verður tiltæk á eftirtöldum tungumálum á Norður-Evrópusvæðinu:
Breskt táknmál (BSL), enska, danska, finnska, íslenska, norska, portúgalska (Portúgal), rússneska, spænska, sænska, úkraínska.
Einnig er hægt að horfa á útsendinguna á eftirtöldum tungumálum:
Bandarískt táknmál (ASL), kantónska, cebuano, franska, þýska, ítalska, japanska, kóreska, mandarín, portúgalska (Brasilía), samóska, tagalog og tongíska. Textarás verður tiltæk á ensku í studdum tækjum.
Sendið netpóst til worldwideeventsupport@churchofjesuschrist.org með hugmyndum og ábendingum.