Leiða vin til hans

Elder_Herbertson_200x250.jpg
Öldungur Clifford T. Herbertson svæðishafi Sjötíu, Stóra-Bretlandi

Í Suður-London trúboðinu í Englandi (þar sem stikuforsetar, trúboðsforsetar og svæðishafar Sjötíu ráðgast saman), hefur skapast sú hefð að hefja hverja samkomu á því að horfa á myndkynningu af öllum þeim meðlimum sem skírst hafa á þremur síðastliðnum mánuðum.  Á ljósmyndunum eru þessir nýju meðlimir oft klæddir hvítu og með þeim eru fjölskyldumeðlimir, trúboðar og þeir sem framkvæmdu skírnina.

Á nýlegri samkomu hreifst ég einkum að einni ljósmyndinni!  Á henni var minn kæri vinur Clive, klæddur í hvítt þétt við hlið annars manns, á sama hátt og ég hafði staðið við hlið hans á annarri ljósmynd fyrir nær tuttugu árum síðan.

Árið 1998 höfðu nokkrar upplifanir vakið andlegt hungur hjá Clive. Eftir að hann hafði fengið eintak af Mormónsbók frá vinnufélaga, ákvað hann að hjóla til samkomuhúss Slough-deildarinnar, til að sækja þar kirkju. Hann gekk inn um dyrnar fullur áhuga og lærdómsfús.  Ég tók þar á móti Clive sem biskup og gladdist yfir að því að hann vildi læra um kirkjuna.  Tveir trúboðar voru þar til staðar og af mikilli áhugasemi voru þeir þessum nýja vini sínum innan handar. Eftir einhverjar áskoranir og talsverðar breytingar, lét Clive skírast nokkrum vikum síðar og hóf þar með ferð sína í trú og skuldbindingu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Nú, mörgum árum síðar, er hann býr í annarri deild og annarri stiku, hafði Clive gefið sér tíma til að ræða um kirkjuna við vinnufélaga sinn. Eftir nokkrar viðræður og sterkan innblástur, þá gaf hann vini sínum eintak af Mormónbók (sem hann hafði skrifað vitnisburð sinn í).

Nokkur tími leið er Clive var staddur í deildinni sinni og lesin var upp hin þríþætta áætlun svæðisins:  „Koma með vin,“ „verða andlega og stundlega sjálfbjarga“ og „finna áa.“  Clive sat þar og varð hugsað um vin sinn sem hann hafði gefið Mormónsbókina. Hann snéri sér að eiginkonu sinni og sagði: „Ég á vin sem ég gæti boðið að koma í kirkju.“ 

Clive fór eftir innblæstrinum og hringdi í vin sinn. Hann bauð honum að koma í kirkju og sagðist hitta hann fyrst á bílastæðinu áður en hann kæmi inn fyrir. Sunnudagur rann upp og vinur hans kom og naut samkomunnar og fann sig heimkominn. Vinur hans var síðar kynntur fyrir trúboðunum, sem kenndu honum lexíurnar.  Getið þið séð fyrir ykkur gleði Clive, þegar vinur hans bað hann nokkrum vikum síðar að skíra sig? Það var fyrirspurn sem hann þáði með þökkum!

Ljósmyndin var frá þeim atburði og hreif hjarta mitt.

Jesús Kenndi: „Og fari svo, að þér erfiðið alla yðar daga við að boða þessu fólki iðrun og leiðið, þó ekki sé nema eina sál til mín, hversu mikil skal þá gleði yðar verða með henni í ríki föður míns!“

Clive upplifði þessa gleði af því að hann fylgdi leiðsögn svæðisforsætisráðsins og bauð vini sínum að koma í kirkju.  Þótt hann hefði áður átt nokkrar viðræður við vin sinn um fagnaðarerindið og gefið honum eintak af Mormónsbók – sem er dásamlegt að gera, þá kom hin sanna gleði þegar hann fylgdi innblæstri andans og setti fram boðið.  Boðið sjálft var svo mikilvægt og afgerandi, því án þess hefði vinur hans ekki komið í kirkju og loks snúist til trúar á fagnaðarerindi Jesú Krists.

Ég er sannfærður um að hið innblásana boð, sem okkur öllum er gefið – um „að leið vin til hans“ – er nokkuð sem við getum öll sett fram og tileinkað okkur.  Fordæmi Clives er eitt af mörgum sem vitna um gleðina sem hlýst af því að setja fram slíkt boð. Ég hef bæði verið vitni að slíku fordæmi og sýnt það sjálfur.

Megum við öll leita innblásturs um að setja fram slík boð til vina okkar. Megum við líka hafa trú og vilja til að fylgja boði okkar eftir, til að upplifa þessa sömu gleði.