Musterisnærklæði og trúarlegur klæðnaður

Lærið meira um heilagan klæðnað og trúarbrögð

Síðari daga heilagir klæðast musterisnærklæðum sem daglega áminningu um trúarlega skuldbindingu sem gerð er í musterinu.
Síðari daga heilagir klæðast musterisnærklæðum sem daglega áminningu um trúarlega skuldbindingu sem gerð er í musterinu.

Í aldanna rás hefur fólk úr ýmsum trúarbrögðum notað heilagan klæðnað sem tákn um trúrækni sína gagnvart Guði. Heilagur klæðnaður er mjög fjölbreyttur í hinum mismunandi menningum og trúarbrögðum - til að mynda búningur nunnunnar prestshempan, bænarsjal gyðinga, kollhúfa múslima og skikkja búddamunksins. Fyrir trúrækna Síðari daga heilaga þá tilheyra musterisnærklæðin, sem og musterisklæði, sem er notuð innan mustera Síðari daga heilagra þeirra heilaga klæðnaði.

Hvað eru musterisnærklæði?

Musterisnærklæði eru einungis notuð af fullorðnum meðlimum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem hafa gefið heilög loforð um tryggð gagnvart fagnaðarerindi Jesú Krists í helgum musterum. Musterisnærklæðin eru svipað hönnuð og hefðbundin hæversk nærföt. Þau eru hvít, tvískipt og þeim er klæðst daglega, undir hefðbundnum klæðnaði.

Fyrir Síðari daga heilaga sem klæðast musterisnærklæðum þá eru þau stöðug áþreifanleg áminning um andlega skuldbindingu (sjá “To the Point,” Liahona, sept. 2012, 47). Síðari daga heilagir trúa því að musterisnærklæðin séu „áminning um heilaga sáttmála sem gerðir eru við Drottinn í hans heilaga húsi, verndandi lag fyrir líkamann og tákn fyrir hæverskan klæðaburð og lífstíl sem ætti að vera lýsandi fyrir líf allra auðmjúkra fylgjenda Krists“ (Carlos E. Asay, “The Temple Garment: ‘An Outward Expression of an Inward Commitment,’” Ensign, ág. 1997, 20). Það að hæðast að helgum musterisklæðnaði eða að kalla það „töfranærföt“ er mjög særandi fyrir Síðari daga heilaga.

Hvað er musterisfatnaður?

Ólíkt musterisnærklæðunum, sem trúfastir Síðari daga heilagir klæðast bæði dag og nótt, þá eru musterisklæðin einungis notuð innan mustera Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Þetta er einnig kallað klæði hins heilaga prestdæmis, musterisklæði eru einungis notuð fyrir æðsta sakramenti trúarinnar.

Hin hvítu musterisklæði tákna hreinleika. Það eru engin tignarmerki eða stöðumerkingar á musterisklæðunum, karlar og konur klæðast áþekkum klæðnaði og klæðin eru eins fyrir alla frá nýjasta meðliminum til hins háttsettasta kirkjuleiðtoga. Musterisklæðin eru einföld klæði sem sameina trúarlega táknræna merkingu við bergmál prestlegrar hefðar, eins og hún er skráð í Gamla testamentinu (sjá 2 Mósebók 35:19, 21; 40:13).

Hvernig get ég lært meira?

Síðari daga heilagir trúa því að musterin séu meðal helgustu staða jarðarinnar. Þau eru hús Drottins og staðir friðar, skjóls og lærdóms. Til að læra meira um musteri Síðari daga heilagra og trú þeirra, heimsækið mormon.org.

Mikið af þessari grein er útdráttur úr 'Temple Garments' á heimasíðu Mormon Newsroom. Skoðið vinsamlega þessa grein til að finna frekari upplýsingar um klæðnað sem er Síðari daga heilögum, heilagur.