Örugg andleg undirstaða á erfiðum tíma

Gildi trúarbragða verða mikilvægari er Kóvíd-19 geisar í Evrópu

Family Study © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.
Þjónusta er hinum kristnu ritningarlegt boð og mikilvæg leið til að sýna himneskum föður hollustu okkar.

Persónulegum og opinberum úrræðum er beitt til hins ýtrasta á þessum tíma áskorunar og kreppu af völdum núverandi heimsfaraldurs. Einstaklingar og fjölskyldur hafa áhyggjur af heilsu ástvina og standa frammi fyrir verulegri efnahagslegri óvissu. Stjórnvöld og heilbrigðiskerfi Evrópu standa frammi fyrir miklum prófraunum.

Enginn er ónæmur fyrir erfiðleikum.

Í heimi sem er yfirfullur af vandamálum hefur þó gildi trúarlegs lífs líklega aldrei verið meira viðeigandi. C. S. Lewis skrifaði: „Ég trúi á kristni á sama hátt og ég trúi að sólin hafi risið ekki aðeins til þess að ég sjái hana, heldur til þess að ég sjái allt annað.“

Ljósið frá Jesú Kristi lýsir upp persónulegar leiðir okkar, jafnvel þótt við skiljum það ekki fyrr en við höfum stigið fyrstu skrefin. Sú útgeislun getur einnig lyft byrðum annarra og hjálpað við að lýsa upp líf þeirra. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu kennir að okkur ber að reyna að feta í fótspor frelsarans í daglegu lífi og sameinast öðrum við að gera góðverk.

„Sem kristin trú, þá er þjónusta það sem við gerum,“ sagði Paul Corre biskup við útvarpskynni BBC, eftir að Duston-söfnuður hans á Northampton-svæðinu í Bretlandi hafði sameinast nærsamfélaginu í þjónustu í desember.

Viðbrögð safnaðarins við þörfum fórnarlamba flóðanna í nágrenninu voru meðal annars að setja upp Kóvíd-öruggan gegnum-akstur, þar sem sjálfboðaliðar dreifðu neyðarpökkum með nauðsynlegum birgðum.

Duston Ward Flood Dropoff © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.
Viðbrögð Dunston-safnaðarins við þörfum fórnarlamba flóðanna voru meðal annars að setja upp Kóvíd-öruggan gegnum-akstur, til að afhenda nauðsynlegar birgðir.

„Á tímum sem þessum . . . höfum við aðgerðaáætlun til að bregðast hratt við og nota byggingu okkar og tengslanet til góðs fyrir samfélagið,“ bætti Corre biskup við. „Mér finnst yndislegt að hafa séð svo marga koma saman og leggja sitt af mörkum.“

Asian Girl © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.
Ljós Jesú Krists upplýsir persónulega leið okkar.

Margt gott fólk, af öllum og engum trúarbrögðum, lætur þjónustu af hendi rakna. Fyrir hina kristnu er þjónusta ritningarlegt boð og mikilvæg leið til að sýna hollustu við himneskan föður okkar. Benjamín konungur, spámaður í Mormónsbók, kenndi: ‚Þegar þér eruð í þjónustu meðbræðra yðar, eruð þér aðeins í þjónustu Guðs yðar‘ (Mósía 2:17).

Trú færir raunveruleg verðmæti fram á sviðið. Prófessor Craig Calhoun, fyrrverandi forstöðumaður London School of Economics, benti á að trúarbrögð gegna mikilvægu hlutverki í framlagi til samfélagsins ‚vegna þess að þau hvetja þá sem aðild eiga að þeim‘ og ‚samfélög og tengslanet‘ gera þeim kleift að grípa til aðgerða.[1] Að auki ,vekja trúarhópar athygli bæði meðlima og annara á mikilvægum málum og spurningum“ fjölmargra umræðuefna, meðal annars ‚siðferði fjármála og fólksflutninga, mikilvægi hæversku og siðferðis í fjölmiðlum‘ og ‚eðli samfélagsins.‘

Duston Ward 2 © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.
Neyðarpökkum með nauðþurftum var safnað saman í samkomuhúsi Dunston-safnaðarins.

Hagnýtur og andlegur ávinningur af trúarfylltu lífi er mikill. Við vöxum persónulega á andlegri ferð okkar og við hjálpum öðrum í því ferli. Líkt og spámaðurinn Joseph Smith kenndi: „Maður sem er uppfullur af elsku Guðs lætur sér ekki nægja að blessa einungis fjölskyldu sína, heldur leitar út um allan heiminn og er umhugað að blessa allt mannkyn.“


[1] Craig Calhoun, How Does Religion matter in Britain’s secular public square?, LSE BPP, 17. júní 2016, https://blogs.lse.ac.uk/politicsandpolicy/how-does-religion-matter-in-britains-secular-public-sphere/

Madagascar Father and Daughter © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.
Hagnýtur og andlegur ávinningur trúarfyllts lífs er mikill.