Persnenskumælandi meðlimir kirkjunnar hafa í fyrsta sinn geta tekið þátt í musterisþjónustu á sínu móðurmáli

    Lítill hópur meðlima við Stokkhólm musterið

    Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er þekkt fyrir musteri sín — fallegar byggingar sem eingöngu eru aðgengilegar meðlimi sem eru reiðubúnir að hljóta kennslu um og gangast inn í eilífa sáttmála við Guð, til að mynda hinn eilífa hjúskaparsáttmála sem gerir ráð fyrir að hjónabandið sem gengið er inn í í musterinu heldur gildi sínu jafnvel eftir að dauðinn skilur hjónin að. Á norðurlöndunum hefur kirkjan þrjú musteri, þar á meðal í Västerhaninge, sunnan Stokkhólms í Svíþjóð.

    Marcus Karlsson, forstöðumaður safnaðar kirkjunnar í Eskiltuna greinir frá:

    “Laugardaginn 14. mars [2020] ók lítill hópur meðlima frá Eskilstuna til Västerhaninge til að taka þátt í heimssögulegum viðburði.” Hann greinir enn fremur frá því að fjórir meðlimanna frá Eskilstuna voru persnenskumælandi og í fyrsta sinn hafi persnenskumælandi meðlimir fengið möguleikann til að fá að taka þátt í kennslu musterisins og gangast inn í sáttmála við Guð á persnesku. Hópurinn litli frá Eskilstuna fékk góða og trústyrkjandi upplifun í musterinu. Þetta var mögulegt, þökk sé írönskum meðlimi kirkjunnar í Stokkhólmi sem fékk það verkefni í fyrra að þýða það sem sagt verður í musterinu á persnensku.

    Marcus segir frá: “Írönsk kona í Los Angeles sem hjálpaði við að þýða fyrir nokkrum árum síðan yfir Skype, útskýrði fyrir mér... að ‘þegar Íranir vita hvað sé rétt í kringum þá, þá halda þeir sig við það — og þeir halda sig fast við það, hvað sem öðru líður.’ Ég hef virkilega séð þetta og ég gleðst yfir trú þeirra og mikla fordæmi þeirra fyrir mig. Ég undrast yfir því hvernig þeir halda fast við trú sína í gegnum árin — þrátt fyrir þann langa tíma í byrjun þegar þeir skildu varla orð af því sem sagt var á sunnudögum. Drottinn hefur í visku sinni og í eilífri ætlun sinni sett þessa stórkostlegu einstaklinga og fjölskyldur á stað þar sem fagnaðarerindið var aðgengilegt og þar sem andinn hvíslaði að þeim að þetta væri gleðiboðskapurinn sem þeir höfðu leitað að í lífi sínu. Þeir voru móttækilegir og brugðust við þeim innblæstri sem þeir fengu. Ég veit að þeir gleðjast yfir því frelsi sem þeir nú hafa, að geta iðkað trú sína, og að það er forsjá Guðs sem gerði allt þetta mögulegt.”