RootsTech verður gjaldfrjáls og send út á netinu árið 2021

Það eru aðeins nokkrir dagar þar til stærsta ættarsöguráðstefna heims birtist á skjá heimila. RootsTech Connect mun fara fram 25.-27. febrúar 2021, í fyrsta sinn sem netviðburður. Ráðstefnan sem er hýst af FamilySearch, góðgerðarsamtökum á vegum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, er algjörlega gjaldfrjáls og öllum opin.

Á undanförnum árum hafa tugþúsundir komið til Salt Lake City í Utah-ríki Bandaríkjanna til að taka þátt í ráðstefnunni. Samtökin útvíkkuðu alþjóðamörk sín og héldu ráðstefnu í London í október 2019. Vegna yfirstandandi kóvíd-19 faraldursins, þá verður RootsTech Connect 2021 einungis á netinu.

Aðalfyrirlesarar frá Ítalíu og Bretlandi auk námskeiða sem boðið er upp á, ensku, spænsku, portúgölsku, frönsku, þýsku, ítölsku, rússnesku og 35 öðrum tungumálum munu gera þriggja daga viðburði þessa árs sem áhugaverðasta fyrir þátttakendur í Evrópu.

Fjölskyldumynd á spjaldtölvu

„Námsbekkir hafa verið skipulagðir á hverjum stað fyrir sig á fjölda evrópskra tungumála, af evrópskum ættarsögufræðingum,“ útskýrði Paulo Pereira, markaðsstjóri FamilySearch í Evrópu. „Þetta er ómetanleg reynsla sem nær yfir allan heiminn. Þetta er hannað til að hvetja einstaka þátttakendur frá hverju landi, menningu og tungumáli.“

Yfir 200.000 þátttakendur hafa þegar skráð sig, frá yfir 200 löndum og svæðum, þar af yfir 15.000 frá 43 Evrópulöndum.

RootsTech Connect 2021 mun bjóða upp á blöndu af efni bæði í beinustreymi og samkvæmt eftirspurn, til að koma á móts við áhorfendur um heim allan vegna mismunandi tímasvæða. Að auki verða fundir gerðir aðgengilegir til áhorfs samkvæmt eftirspurn eftir lok viðburðar.

Alla ráðstefnuna geta þátttakendur haft samskipti við kynningarfólk, sýningarfólk og aðra þátttakendur í gegnum netspjall og einnig í umræðufundum þar sem verða spurningar og svör.

„Þetta verður hátíð á heimsmælikvarða fyrir fjölskyldur, menningu og hefðir frá hverju svæði heimsins. Þar verða sérstök tónlistaratriði, mataruppskriftir, menning og sögur sem notendur um allan heim og þó einkum frá Evrópulöndum leggja til,“ sagði Pereira. „Takið þátt með hundruðum þúsunda um allan heim í þessum ógleymanlega netviðburði. Þið munuð ekki sjá eftir því.“

Meðal frummælenda ráðstefnunnar eru Nick Vujicic, metsöluhöfundur  New York Times  og alþjóðlegur hvatningarfyrirlesari, hin margverðlaunaða BBC leikkona, Sunetra Sarker, og Francesco Lotoro, ítalskur píanóleikari, tónskáld, hljómsveitarstjóri og safnari tónlistar sem samin var af fólki í haldi meðan á Helförinni stóð. Aðrir frummælendur koma frá Ástralíu, Indlandi, Úrúgvæ, Mexíkó og Bandaríkjunum.

Sem hluti af hátíðarhöldunum, mun Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu standa fyrir „Discovery Day [Uppgötvunardegi],“ sem öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni og eiginkona hans, Patricia, sjá um. Þau munu fjalla um mikilvægi þess að tengjast fjölskyldu sinni, heimalandi og forfeðrum.

Ennfremur munu öldungur David A. Bednar, öldungur Gary E. Stevenson og öldungur Dale G. Renlund, sem líka eru í Tólfpostulasveitinni, leiða kennslufund leiðtoga musteris- og ættarsögustarfs, sem verður andleg veisla öllum þátttakendum. Ungmennum og ungu fullorðnu fólki á aldrinum 11 til 35 ára er einnig boðið að taka þátt í sérstöku verkefni sem hefur yfirskriftina „Our Quest for Connection [Leit okkar að samböndum].“

Lærið meira og skráið ykkur á RootsTech Connect 2021 gjaldfrjálst á RootsTech.org