Ræðumenn á hinni heimslægu ráðstefnu hvetja til endurnýjaðrar skuldbindingar um að fylgja Jesú Kristi

Musteristorgið fyllt Síðari daga heilögum, frá mörgum löndum, á leið á 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.
Musteristorgið fyllt Síðari daga heilögum, frá mörgum löndum, á leið á 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.

Salt Lake City – Í ræðum og tilkynningum á síðla árs aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu var lögð áhersla á aukna þátttöku kvenna, eflingu ungmenna og endurnýjaða, persónulega skuldbindingu um að fylgja Jesú Kristi.

Fimm ráðstefnuhlutar voru haldnir 5. og 6. október 2019, í hinni 21.000 sæta Ráðstefnuhöll í Salt Lake City í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Ætla má að ræðumenn hafi náð til milljóna víða um heim fyrir tilstilli gervihnatta, útvarps, sjónvarps og Alnets, sem og með prentuðum texta.

Þjónusta kvenna höfð í hávegum

Réttlátar konur í kirkjunni tala og kenna með krafti og valdi frá Guði, sagði Russell M. Nelson, forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Konur sem kenna kenningu Krists og starfa í ráðum kirkjunnar eru nauðsynlegar og aldrei til skrauts, sagði hann ennfrem ur.

Aðalvaldhafar og aðalembættismenn kirkjunnar komu saman fyrir aðalhluta ráðstefnunnar til að hlýða á kennslu og leiðbeiningar Æðsta forsætisráðsins. Russell M. Nelson forseti miðlaði þeim nýrri reglu varðandi vottun helgiathafna í framvindu skírna bæði í kapellum og musterum. Þessum breytingum er ætlað að auka þátttöku fjölskyldna í helgiathöfnum, útskýrði Nelson forseti á ráðstefnunni.

Nelson forseti tilkynnti í fyrsta sinn um byggingu áætlaðra mustera á kvennafundi ráðstefnunnar. Tilkynnt var um byggingu fjögurra nýrra mustera í Bandaríkjunum og eitt á hverjum stað í Síerra Leóne, í Papúa Nýju-Gíneu, á Filippseyjum og í Gvatemala, sem gerir fjölda mustera, starfræktra, tilkynntra og í byggingu, 217 að tölu um heim allan.

Styrking ungmenna

Öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni og systir Bonnie H. Cordon, aðalforseti Stúlknafélagsins, gerðu grein fyrir stefnubreytingum til styrktar ungmennum.

Biskupar á heimasvæðum munu í auknum mæli leiða og fræða ungmennin sjálfir, sagði öldungur Cook. Forsætisráð Piltafélagsins, sem skipuð eru fullorðnum karlmönnum sem leiða piltana á sviði heimasafnaðar, eru aflögð. Í yfir eina öld hefur stúlkum í Stúlknafélaginu verið skipað í þrjá aldurskipta námsbekki. Upp frá þessu, mun skipulag námsbekkja byggjast á sérstökum þörfum hvers safnaðar, útskýrði systir Cordon.

Fylgja Jesú Kristi

Síðari daga heilagir, líkt og aðrir fylgjendur Jesú Krists, leita stöðugt leiða til að aðstoða, uppörva og elska aðra, sagði Nelson forseti við áheyrendur. Meðal annarra verkefni, þá liðsinnir kirkjan flóttafólki, útskýrði hann. Á árinu 2018 sá kirkjan flóttafólki í 56 löndum fyrir neyðarbirgðum. Auk þess bjóða margir kirkjumeðlimir sig fram við að hjálpa flóttafólki að aðlagast nýjum samfélögum.

Sannir lærisveinar Jesú Krists elska Guð og börn hans, án þess að vænta nokkurs í staðinn, sagði öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni. Systir ​Reyna I. Aburto, annar ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, hvatti áheyrendur til að fylgja í fótspor frelsarans og vera samúðarfyllri. Öldungur Hans T. Boom, af hinum Sjötíu, bauð áheyrendum að koma úr myrkrinu yfir í ljósið og sagði ljós fagnaðarerindisins ylja og lækna.

Nýlegar breytingar og tilkynningar í kirkjunni, ætti að skoða sem samræmt starf til að hjálpa meðlimum að hafa Jesú Krist að undirstöðu, útskýrði Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni.

Leiðtogar

Meðal þeirra breytinga sem kynntar voru á leiðtogastöðum á aðalráðstefnu, var aflausn öldungs Wolfgangs Pilz, sem svæðishafa Sjötíu og köllun hans sem forseta Frankfurt-musterisins í Þýskalandi. Eiginkona hans, Karin Pilz, mun þjóna sem ráðskona musterisins.

Síðari daga heilagir á Musteristorginu, á leið á 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.
Síðari daga heilagir á Musteristorginu, á leið á 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.
Russell M. Nelson forseti talaði til kvenna í kirkjunni á aðalfundi kvenna, á 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.
Russell M. Nelson forseti talaði til kvenna í kirkjunni á aðalfundi kvenna, á 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.
Kór Síðari daga heilagra frá Provo, Utah, í Bandaríkjunum, syngur og gerir táknmál á laugardagssíðdegishluta 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.
Kór Síðari daga heilagra frá Provo, Utah, í Bandaríkjunum, syngur og gerir táknmál á laugardagssíðdegishluta 189. síðlaárs aðalráðstefnu, 5. október 2019.