Þeir sem eru yfir 70 ára í Æðsta forsætisráðinu og Tólfpostulasveitinni fá bólusetningu við Kóvíd-19

Kirkjan hefur hjálpað við bólusetningar um 117 milljón manns frá 2002

Eerste Presidium en apostelen boven de 70 krijgen COVID-19-vaccin © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.

Átta háttsettir leiðtogar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fengu sinn fyrsta skammt af Kóvíd-19 bóluefni á þriðjudagsmorgni í Salt Lake City. Þessir leiðtogar uppfylla skilyrðin fyrir bóluefninu í Utah, þar sem þeir eru eldri en 70 ára. Heilbrigðisstarfsfólki, fyrstu viðbragðsaðilum og öðrum forgangshópum í fylkinu gafst kostur á bólusetningu á undanförnum vikum.

Allir þrír meðlimir Æðsta forsætisráðsins og fimm meðlimir Tólfpostulasveitarinnar voru bólusettir, sem og flestir makar þeirra: Russell M. Nelson forseti og eiginkona hans, Wendy; Dallin H. Oaks forseti og eiginkona hans, Kristen; Henry B. Eyring forseti; M. Russell Ballard forseti; öldungur Jeffrey R. Holland og eiginkona hans, Patricia; öldungur Dieter F. Uchtdorf og eiginkona hans, Harriet; öldungur Quentin L. Cook og eiginkona hans, Mary; og öldungur D. Todd Christofferson og eiginkona hans, Kathy.

President Russell M. Nelson and his wife, Wendy, and President Dallin H. Oaks and his wife, Kristen. © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.

Yfirlýsing Æðsta forsætisráðisins um bólusetningar

Æðsta forsætisráðið sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu á þriðjudag um mikilvægi bólusetninga og ónæmi gegn sjúkdómum sem unnt er að koma í veg fyrir:

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur um kynslóðir stutt bólusetningar í orði og verki. Mannúðarmál eru mikilvægur þáttur í starfi kirkjunnar og hún hefur fjármagnað, dreift og gefið lífsbjargandi bóluefni um heim allan. Bólusetningar hafa hjálpað við að stemma stigum við eða útrýma hræðilegum smitsjúkdómum, svo sem lömunarveiki, barnaveiki, stífkrampa, bólusótt og mislingum. Bólusetningar sem framkvæmdar eru af til þess bæru heilbrigðisstarfsfólki viðhalda heilbrigði og varðveita líf.

Þegar þessi heimsfaraldur breiddist út um heiminn aflýsti kirkjan þegar í stað samkomum, lokaði musterum og takmarkaði aðra starfsemi, því við viljum vera góðir heimsborgarar og leggja okkar af mörkum til að berjast gegn heimsfaraldrinum.

Margir hafa lagst á eitt við þróun Kóvíd-19 bóluefnanna, beðist fyrir og fastað vegna þeirra og sum er þegar verið að veita. Samkvæmt leiðbeiningum sem gefnar voru út af heilbrigðisyfirvöldum á staðnum, var heilbrigðisstarfsfólki, fyrstu viðbragðsaðilum og öðrum forgangshópum fyrst boðið bólusetningar. Sökum aldurs, tóku æðstu leiðtogar kirkjunnar, yfir sjötugu, fagnandi því tækifæri að verða bólusettir.

Þegar viðeigandi tækifæri gefst, hvetur kirkjan meðlimi sína, starfsfólk og trúboða til að vera góða heimsborgara og leggja sitt af mörkum við að vinna bug á heimsfaraldrinum með því að vernda sig sjálfa og aðra með bólusetningu. Einstaklingar bera sjálfir ábyrgð á að taka ákvarðanir um bólusetningu. Við þá ákvörðunartöku mælum við með því, sé það mögulegt, að þeir ráðfæri sig við hæfan heilbrigðisstarfsmann um eigin aðstæður og þarfir.

3 © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.

Langvarandi stuðningur kirkjunnar við bólusetningar

Kirkja Jesú Krists hefur í áratugi viðurkennt mikilvægi bólusetninga og ónæmisaðgerða. „Við hvetjum meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu til að vernda börn sín með bólusetningu,“ sagði Æðsta forsætisráðið árið 1978.

Frá árinu 2002 hefur kirkjan hjálpað við fjármögnun 168 verkefna í 46 löndum til að blessa um 116.819.870 manns með mannúðarstarfi sínu í gegnum Hjálparstofnun Síðari daga heilagra. Hjálparstofnun Síðari daga heilagra sjá þekktum alþjóðlegum bólusetningaraðilum fyrir fjármagnsstuðningi, til að afla og dreifa bólusetningarefnum, fylgjast með sjúkdómum, bregðast við faröldrum, þjálfa heilbrigðisstarfsfólk og þróa áætlanir til upprætingar og útrýmingar sjúkdóma. Árangur þess eru fleiri bólusett börn og færri dauðsföll sökum mislinga, rauðra hunda, stífkrampa móður og nýbura, lömunarveiki, niðurgangspesta, lungnabólgu og gulusóttar.

Athyglisverðar nýlegar velgengnissögur eru meðal annarra útrýming sjúkdóma um alla Afríku. Árið 2019 aðstoðuðu Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og samstarfsaðilar eins og UNICEF USA og Kiwanis International við útrýmingu stífkrampa móður og nýbura í Tsjad og Lýðveldinu Kongó. Þökk sé UNICEF og samstarfsaðilum eins og Hjálparstofnun Síðari daga heilagra að mænusótt var útrýmt í Afríku síðla árs í fyrra. Svo og má nefna að til að bregðast við mislingafaraldri í Tsjad árið 2019, hjálpuðu UNICEF og samstarfsaðilar þeirra við bólusetningu 653.535 barna á aldrinum sex mánaða til níu ára á rétt rúmri viku.

„Ég er feginn að röðin er komin að okkur í þessari bólusetningu,“ sagði Oaks forseti að morgni þriðjudags. „Við erum afar vongóðir um að almenn bólusetning jarðarbúa hjálpi okkur að ná tökum á þessum hræðilega heimsfaraldri. Það vekur von og er líkt og ljósið við enda ganganna. Við fyllumst létti og þakklæti til þeirra sem fundu upp bóluefnið og þeirra sem hafa séð til þess að það sé almennt fáanlegt í skynsamlegu forgangskerfi.“

4 © 2021 by Intellectual Reserve, Inc. All rights reserved.