Ungt fullorðið fólk frá Finnlandi og Ítalíu verður í sviðsljósinu í útsendingu sem nær til þúsunda um alla Evrópu

Önnur útsending ,Upprennandi kynslóðar‘ verður send út á samfélagsmiðlum
Önnur útsending upprennandi kynslóðar með Öldung Helmut Wondra, svæðishafi Sjötíu frá Vínarborg, og konu hans, Julia Wondra

Næsta beina útsending ‚Upprennandi kynslóðar‘ í Evrópu verður send út 28. ágúst kl. 19:00 CEST (18:00 í Bretlandi), í boði ungs fullorðins fólks úr Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og verður athyglinni beint að því hvernig ungir Evrópubúar geta skipt sköpum í samfélagi sínu. Meðal annars verða svæðisbundnar fréttir á dagskrá, spurningar og svör, tónlist og margt fleira. 

Önnur útsending sumarsins fyrir hina ‚Upprennandi kynslóð‘ – ungdóminn, gifta eða einhleypt fullorðið fólk – verður send út á 22 tungumálum á Facebook síðum kirkjunnar í hverju landi, ásamt Instagram og YouTube. Þema útsendingarinnar er ‚Farið og gjörið gott.‘

Í útsendingunni verður að finna kynningarmyndbönd með ungum hjónum frá Finnlandi og Ítalíu. Þá mun sérstakt tónlistarmyndband frá París með systurtrúboðum kirkjunnar verða sýnt. Ungt fólk sem þjónar í trúboði annarstaðar í Evrópu mun einnig taka þátt í útsendingunni. 

Systurtrúboðar að syngja
Systurtrúboðar frá París að syngja

Kynnar dagskrárinnar eru Irène Kabongo frá Belgíu (búsett í París) og Ben Warner frá Kent, Bretlandi.

Irène sagðist hlakka til þess að fá að tengjast öllum þeim sem taka munu þátt í þessari netútsendingu. „Við viljum tengjast ykkur, veita ykkur innblástur og vera innblásin af ykkur.

Við hlökkum til að heyra hvernig trúboðarnir og unga fólkið í Evrópu tengjast á skapandi hátt yfir sumarið,“ bætti hún við.

„Ef þið horfið með vinum eða fjölskyldu, þá væri gott fyrir fólk að ræða um nokkra hluti sem þá langar til að prófa eða gera öðruvísi. Hvernig ‚fer [fólk] og gjörir gott‘ á sinn einstaka hátt?“

Brosandi ungt fólk

Ben minntist á að hann er spenntur fyrir því að vera þátttakandi í þessum stóra hóp ungs fullorðins fólks: „Við erum svo hrifin af því góða sem þið eruð að gera, þrátt fyrir þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir um alla Evrópu í dag. Við sjáum góðvild ykkar og þrá til að lifa eftir og miðla fagnaðarerindinu. Þið megið vita að það verður alltaf pláss fyrir ykkur í samfélagi kirkjunnar þar sem þið getið átt ykkur stað, dafnað og lagt af mörkum.“

 

Öldungur Helmut Wondra, svæðishafi Sjötíu frá Vínarborg, og Julia Wondra, verða sérstakir gestir Irène og Ben. Kynnar þáttarins munu spyrja Wondra hjónin um sjálfstraust, þjónustu og hamingju innan fagnaðarerindisins. Sérstaklega munu þau spyrja hvernig við getum viðhaldið gleði okkar þrátt fyrir þá erfiðleikatíma sem við erum stödd í.

'Upprennandi kynslóð að 'gera góðverk'

Öll ungmenni, fastatrúboðar kirkjunnar og ungt fullorðið fólk er hvatt til að taka þátt í þessum netviðburði þann 28. ágúst og vera virk í starfi og þjónustuverkefnum sem geta veitt andlegan, líkamlegan og vitsmunalegan þroska.

Útsendingin ‚Upprennandi kynslóð‘ veitir þátttakendum tækifæri til að bjóða vinum sínum, hverrar trúar sem þeir eru, að horfa á útsendinguna og taka þátt í þjónustu annarra.

 

Mamma og lítið barn