Vöxtur Mormónakirkjunnar um allan heim

Yfirlit yfir hve hratt kirkjan vex á jörðunni

Tveir trúboðar sitja á bekk

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu (Kirkja SDH eða Mormónar) hófst með sex meðlimum í Bandaríkjunum árið 1830 og telur nú meira en 15 milljónir meðlima um allan heim og fleiri ganga í kirkjuna árlega (Sjá „Tölfræði heimsins,“ mormonnewsroom.org/facts-and-statistics). Lítum á fleiri upplýsingar um starfsemi og vöxt kirkjunnar um allan heim.

Hvað gerir Mormónakirkjan?

Meðlimir kirkjunnar koma saman í yfir 30,000 söfnuðum víða um heim. Söfnuðir hittast vikulega á sunnudögum í svæðiskapellum sínum til að tilbiðja Guð og læra um fagnaðarerindi hans. Kirkja Jesú Krists starfrækir einnig 4,918 ættfræðimiðstöðvar í 153 löndum, þar sem bæði kirkjumeðlimir og þeir sem ekki tilheyra kirkjunni, geta fundið upplýsingar um forfeður sína. Frá árinu 1985 hefur kirkjan sinnt hjálparstarfi, þar með talið neyðarhjálp á hamfarasvæðum og flóttamannahjálp, í um 189 löndum. Hún fjármagnar einnig og hefur forgöngu að verkefnum sem til að mynda tengjast hjólastólum og bólusetningum (Sjá „Hjálparstarf og grunnatriði velferðarþjónustu: Hvernig framlög og úrræði eru nýtt“ mormonnewsroom.org/ article/humanitarian-aid-welfare-services-breakdown-donations-costs-resources and “Tölfræði heimsins,” mormonnewsroom.org/facts-and-statistics). Menntun er einnig forgangsverkefni fyrir kirkjuna, sem rekur fjóra háskóla og er með yfir 407,900 framhaldsskólanemendur­–skráða í trúarskóladagskrá fyrir æskufólk.

Hvað gera trúboðar mormóna?

Mikið af vexti kirkjunnar má rekja til þeirrar vinnu sem Mormónatrúboðar leysa af höndum. Mormónatrúboðar eru einn þekktasti þáttur útbreiðslustarfs kirkjunnar Í raun hefur kirkjan yfir 74,000 starfandi trúboða út um allan heim (Sjá „Trúboðsstarf,“ mormonnewsroom.org)! Ef þið hafið einhvern tíma velt því fyrir ykkur hverjir Mormónatrúboðarnir eru í raun, þá eru þeir almennir meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sem velja að nýta 1.5 til 2 ár í að kenna öðrum í sjálfboðavinnu og keppa að því að vera þjónar Jesú Krists. Megin tilgangur þeirra er að hjálpa fólki að koma til Krists með því að kenna því hið endurreista fagnaðarerindi hans. Mormónatrúboðar verja ekki bara tíma sínum í að kenna fólki um Jesú Krist heldur fylgja þeir einnig fordæmi Krists með því að verja tíma í að þjóna í samfélagi sínu.

Hvað eru Mormónamusteri?

Auk kapellanna, sem eru notaðar fyrir reglubundna tilbeiðslu á sunnudögum, þá tilbiðja Síðari daga heilagir í musterum um allan heim. Thomas S. Monson, forseti kirkjunnar, sagði við þegna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu: „Musterið er helgasti staður jarðar. Það er hús Drottins“ („Blessings of the Temple.“ Ensign, Oct. 2010, 13).

Á síðustu áratugum hefur fjöldi Mormónamustera vaxið mjög hratt til að aðlagast hinum mikla vexti kirkjunnar í heiminum. Um mitt árið 1981 var kirkjan einungis með 19 starfandi musteri, en nálægt lokum ársins 2000 voru þau orðin 100 (sjá Gordon B. Hinckley, “This Great Millennial Year,” Ensign, nóv. 2000, 68). Í febrúar 2017 voru 155 starfandi musteri Síðari daga heilagra á jörðu og 11 musteri í byggingu, ásamt því að tilkynnt hafði verið um 11 musteri til viðbótar, án þess að hafist hefði verið handa við byggingu þeirra. Þau 11 musteri sem voru í byggingu voru í Paris, Frakklandi; Tucson, Arisóna; Meridian, Idaho; Cedar City, Utah; Róm, Ítalíu; Concepción, Chile; Barranquilla, Kólumbíu; Kinshasa, Lýðræðislega Lýðveldinu Kongó; Durban, Suður Afríku; Fortaleza, Brasilíu; and Lissabon, Portúgal (sjá „Mormon Temples Currently Under Construction,“ mormonnewsroom.org). Sjá má lista yfir starfandi musteri á temples.lds.org.

Hvernig get ég lært meira?

Miljónir manna um allan heim hafa fundið frið, vináttu og svör við spurningum sínum í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Komast má að því hvernig hægt er að hitta Mormónatrúboða á þínu svæði með því að fara á mormon.org.

Tveir trúboðar og lamadýr
Fjölskylda við bæn
Trúboðar kenna fjölskyldu