Áhrif COVID-19 á trúboðskóla

Trúboðsskólinn í Provo, Utah

Frá og með 16. mars 2020 munu allir trúboðar sem áætlað er að fari í trúboðskólann í Provo, Utah eða Preston, Englandi, hljóta fjarþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað.

https://newsroom.churchofjesuschrist.org/article/covid-19-mtc-adjustment

Æðsta forsætisráð og Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sendu frá sér eftirfarandi bréf miðvikudaginn 11. mars 2020, ætlað meðlimum kirkjunnar um allan heim. Æðstu leiðtogar tilkynntu þó nokkrar breytingar á starfsemi í trúboðsskólum í Provo, Utah, og Preston, Englandi. (Sjá einnig tvö önnur bréf frá Æðsta forsætisráðinu, send út á miðvikudaginn, sem greina frá mikilvægum breytingum á fyrirkomulagi aðalráðstefnu apríl 2020 og takmörkunum á öðrum fjölmennum samkomum meðlima.)

Kæru bræður og systur,

Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er afar annt um heilsu og öryggi trúboða okkar og þeirra sem þeir eiga persónuleg samskipti við. Við höfum átt samráð við leiðtoga stjórnvalda, kirkna og heilbrigðisyfirvöld víða um heim um útbreiðslu COVID-19. Við höfum ígrundað af kostgæfni þessar síbreytilegu aðstæður og erum að taka frekari skref til í trúboðsskólum til að vernda trúboða og hindra hugsanlega útbreiðslu veirunnar.

Frá og með 16. mars 2020 munu allir trúboðar sem áætlað er að fari í trúboðskólann í Provo, Utah eða Preston, Englandi, hljóta fjarþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað. Aðrir trúboðsskólar munu halda áfram að starfa eins og verið hefur, en þeir mun ekki taka á móti neinum trúboðum frá svæðum þar sem stjórnvöld eru að takmarka viðburði. Trúboðar frá þeim svæðum munu líka hljóta fjarþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað.

Við teljum að þetta tímabundna þjálfunarfyrirkomulag muni búa trúboða undir akurinn og jafnframt lágmarka smithættu sjúkdómsins. 

Allir trúboðar munu fá sérstakar leiðbeiningar varðandi lengd þjálfunar, dagskrá og annað er varðar málið er nær dregur upphafsdögum hans eða hennar. Þegar trúboðar hafa lokið netþjálfun sinni, munu þeir rakleiðis ferðast til trúboðssvæða sinna.

Við munum áfram fylgjast náið með þróun mála og gera allar nauðsynlegar frekari breytingar.

Trúboðarnir og fjölskyldur þeirra eru okkur kær og við erum þakklátir fyrir fúsleika þeirra til að þjóna Drottni. Við vonum að þeir muni nýta sér þessa sérstöku þjálfun til að búa sig undir dásamlegt tímabil kristilegrar þjónustu.

Virðingarfyllst,

Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin