Í aðdraganda aðalráðstefnu: Andlegur boðskapur 15 postula á 15 dögum

Russel M. Nelson forseti á aðalráðstefnu í apríl 2019
Russel M. Nelson forseti á aðalráðstefnu í apríl 2019

FRANKFURT — Frá og með 23. september geta meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu horft á myndbandsbrot og hlýtt daglega á einn postula frá síðustu aðalráðstefnu, fram að næstu aðalráðstefnu, 5. og 6. október. Meðlimir geta á þennan hátt búið sig betur undir 189. síðla árs aðalráðstefnuna.

Eitt stutt myndbandsbrot verður sent út á samfélagsmiðlana, á tuttugu og einu tungumáli, á hverjum degi í fimmtán daga. Þessum myndböndum er ætlað að vekja tilhlökkun hjá meðlimum eftir að hlýða aftur á nútíma postula á aðalráðstefnu í október.

„Við vonum að þessi myndbönd veki löngun áhorfenda til að taka að fullu þátt í aðalráðstefnu; að þeir búi sig andlega og tímanlega undir ráðstefnuna, verði viðbúnir með spurningar og horfi á alla ráðstefnuhlutana,“ segir Stuart Timon, framleiðslustjóri stafræns fjölmiðlaefnis í útgáfudeild kirkjunnar á Evrópusvæðinu.

Kirkja Jesú Krists hinna Síðari hinna Síðari daga heilögu er skipulögð með leiðandi spámanni, tveimur ráðgjöfum hans og tólf postulum. Trúfastir kirkjumeðlimir líta á alla fimmtán sem nútíma postula, eða „sérstök vitni“ Jesú Krists. Á ráðstefnunni munu þátttakendur styðja Æðsta forsætisráðið, postulana tólf og aðra valdhafa kirkjunnar.

Ráðstefna þessi er meðlimum kirkjunnar mikilvægur viðburður, því þá gefst þeim tækifæri til að hlýða á þessa kirkjuleiðtoga, sem þeir trúa að hljóti leiðsögn beint frá Guði.

Þessi 189. síðla árs aðalráðstefna verður send út 5. og 6. október frá Salt Lake City, Utah. Æðsta forsætisráðið, Tólfpostulasveitin og aðrir aðalvaldhafar og leiðtogar munu miðla andlegum boðskap á þessum tveimur dögum.