Öldungur Neil L. Andersen vígir Lissabon-musterið í Portúgal

Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vígir Lissabon-musterið í Portúgal 15. september 2019. Hann kom í fylgd með konu sinni, Kathy Andersen og öldungi José A. Teixeira úr forsetisráði hinna Sjötíu ásamt konu hans Filomena Teixeira.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu vígir Lissabon-musterið í Portúgal 15. september 2019. Hann kom í fylgd með konu sinni, Kathy Andersen og öldungi José A. Teixeira úr forsetisráði hinna Sjötíu ásamt konu hans Filomena Teixeira.

LISSABON – Öldungur Neil L. Andersen, meðlimur í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, vígði Lissabon-musterið í Portúgal, í þremur athöfnum, á sunnudaginn, 15. september 2019. Hver athöfn var send út til meðlima kirkjunnar um allt landið.

Öldungur Andersen sagðist njóta þess innilega að fá tækifæri til að koma til Portúgal og vígja Lissabon-musterið í Portúgal, sem var sérstakt verkefni úthlutað af Æðsta forsætisráðinu.


Það er nánast ekki hægt að gera sér í hugarlund hversu mikilvægt þetta musteri er fyrir framtíð verksins hér í Portúgal. Meðlimirnir virkilega vita núna að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mun stofnsett í Portúgal þar til frelsarinn kemur aftur. Enginn myndi byggja hús Drottins ef það myndi ekki vera réttlátt fólk hér til að taka á móti Drottni Jesú Kristi þegar hann kemur.

Öldungur Neil L. Andersen

Við hina hefðbundnu hornsteinsathöfn naut öldungur Anderson aðstoðar öldungs José A. Teixeira, í forsætisráði hinna Sjötíu; öldungs Kevin R. Duncan af hinum Sjötíu og framkvæmdastjóri Musterisdeildar kirkjunnar; öldungs Gary B. Sabin, forseta Evrópusvæðis kirkjunnar; og öldungs Joaquims Moreira, svæðishafa Sjötíu.

Öldungur Teixeira útskýrði hvers vegna musterið er svo mikilvæg fyrir meðlimi kirkjunnar.


Lissabon musterið er musteri sem hefur upp sálir okkar. Þetta er glæsilegt musteri sem minnir okkur á Drottin. Þetta musteri er bókstaflega tákn trúar meðlimi kirkjunnar síðastliðin 40 ár. Ég finn fyrir mikilli gleði í hjarta mínu við að sjá þetta musteri hér í Lissabon og ég er viss um að þessi gleði finnist einnig meðal allra meðlima kirkjunnar í Portúgal.

Öldungur José A. Teixeira

Musterið var fyrst tilkynnt af Thomas S. Monson forseta í október 2010. Fyrsta skóflustunga var tekin í desember 2015. Byggingar musterisins eru staðsettar í Avenida Dom João II, í borgarhverfinu Parque das Nações, í Lissabon, Portúgal.

Laugardaginn 14. september var haldin trúarleg æskulýðssamkoma í aðliggjandi samkomuhúsi við musterið. Trúarsamkoman var send út um allt musterisumdæmið.

Í ágúst 2019 var musterið opið almenningi til að skoða innviði þessarar helgu byggingar og kynna sér betur ástæðu þess að kirkjan reisir musteri. Yfir 18.000 manns skoðuðu musterið á þessum tíma og einn þeirra var forseti Portúgal, Marcelo Rebelo de Sousa.

Musteri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru frábrugðin samkomuhúsunum eða kapellunum þar sem meðlimir koma saman til tilbeiðslu á sunnudögum. Musterin eru álitin hús Drottins, þar sem kenningar Jesú Krists eru staðfestar með skírn og öðrum helgiathöfnum sem sameina fjölskyldur um eilífð. Í musterinu læra kirkjumeðlimir meira um tilgang lífsins og gera sáttmála um að fylgja Jesú Kristi og þjóna samferðafólki sínu.

Meðlimir kirkjunnar í garði Lissabon-musterisins í Portúgal, á milli vígslusamkoma sem áttu sér stað 15. september 2019.
Meðlimir kirkjunnar í garði Lissabon-musterisins í Portúgal, á milli vígslusamkoma sem áttu sér stað 15. september 2019.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni við hyrningasteinsathöfninni sem var hluti af fyrstu vígslusamkomu Lissabon-musterisins í Portúgal sem haldin var 15. september 2019.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni við hyrningasteinsathöfninni sem var hluti af fyrstu vígslusamkomu Lissabon-musterisins í Portúgal sem haldin var 15. september 2019.
Kór tekur þátt í hyrningasteinsathöfninni sem var hluti af fyrstu vígslusamkomu Lissabon-musterisins í Portúgal sem haldin var 15. september 2019.
Kór tekur þátt í hyrningasteinsathöfninni sem var hluti af fyrstu vígslusamkomu Lissabon-musterisins í Portúgal sem haldin var 15. september 2019.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt konu sinni Kathy Andersen og öldungi José A. Teixeira úr forsætisráði hinna Sjötíu með konu sinni Filomena Teieira, heilsa upp á kirkjumeðlimi við komu sinnar til Lissabon-musterisins í Portúgal þann 15. september 2019.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt konu sinni Kathy Andersen og öldungi José A. Teixeira úr forsætisráði hinna Sjötíu með konu sinni Filomena Teieira, heilsa upp á kirkjumeðlimi við komu sinnar til Lissabon-musterisins í Portúgal þann 15. september 2019.
Börn undirbúa þátttöku sína í hyrningasteinsathöfninni sem var hluti af fyrstu vígslusamkomu Lissabon-musterisins í Portúgal sem haldin var 15. september 2019.
Börn undirbúa þátttöku sína í hyrningasteinsathöfninni sem var hluti af fyrstu vígslusamkomu Lissabon-musterisins í Portúgal sem haldin var 15. september 2019.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt konu sinni Kathy Andersen, heimsækja hugvekju ungmenna sem haldin var daginn fyrir vígslu Lissabon-musterisins í Portúgal.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, ásamt konu sinni Kathy Andersen, heimsækja hugvekju ungmenna sem haldin var daginn fyrir vígslu Lissabon-musterisins í Portúgal.
Öldungur José A. Teixeira úr forsætisráði hinna Sjötíu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og heimamaður Portúgals, talar til rúmlega 600 ungmenna sem söfnuðust í samkomuhúsi í tilefni nýs musteris í Lissabon, Portúgal. Samkoman var haldin 14. september 2019 og var hún undanfari musterisvígslunnar næsta dag.
Öldungur José A. Teixeira úr forsætisráði hinna Sjötíu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og heimamaður Portúgals, talar til rúmlega 600 ungmenna sem söfnuðust í samkomuhúsi í tilefni nýs musteris í Lissabon, Portúgal. Samkoman var haldin 14. september 2019 og var hún undanfari musterisvígslunnar næsta dag.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heilsar upp á suma af eldri meðlimum kirkjunnar í Portúgal sem gengu í kirkjuna fyrir rúmlega 40 árum síðan. Fundurinn með frumherja kirkjunnar í landinu var á undan vígslu Lissabon-musterisins í Portúgal.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, heilsar upp á suma af eldri meðlimum kirkjunnar í Portúgal sem gengu í kirkjuna fyrir rúmlega 40 árum síðan. Fundurinn með frumherja kirkjunnar í landinu var á undan vígslu Lissabon-musterisins í Portúgal.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, talar til fyrstu meðlima kirkjunnar í Portúgal í samkomu sem haldin var daginn áður en Lissabon-musterið í Portúgal var vígt. Samkoman var haldin í samkomuhúsi við hliðina á musterinu.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, talar til fyrstu meðlima kirkjunnar í Portúgal í samkomu sem haldin var daginn áður en Lissabon-musterið í Portúgal var vígt. Samkoman var haldin í samkomuhúsi við hliðina á musterinu.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, talar til fyrstu meðlima sem gengu í kirkjuna í Portúgal á samkomu í kapellu við hliðina á Lissabon-musterinu í Portúgal þann 14. september 2019. Lissabon-musterið í Portúgal var vígt daginn eftir.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, talar til fyrstu meðlima sem gengu í kirkjuna í Portúgal á samkomu í kapellu við hliðina á Lissabon-musterinu í Portúgal þann 14. september 2019. Lissabon-musterið í Portúgal var vígt daginn eftir.
Kór ungmenna við hugvekju sem var undanfari víglsu Lissabon-musterisins í Portúgal. Samkoman var haldin í samkomuhúsi sem er hluti af byggingasamstæðu musterisins.
Kór ungmenna við hugvekju sem var undanfari víglsu Lissabon-musterisins í Portúgal. Samkoman var haldin í samkomuhúsi sem er hluti af byggingasamstæðu musterisins.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni heilsar upp á meðlimi í lok samkomunnar með fyrstu meðlimum kirkjunnar í Portúgal þann 14. september 2019.
Öldungur Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni heilsar upp á meðlimi í lok samkomunnar með fyrstu meðlimum kirkjunnar í Portúgal þann 14. september 2019.
Verkfæri sem notuð voru til að innsigla tímahylki Lissabon-musterisins í Portúgal, sem var hluti af fyrstu vígslusamkomunni, haldin sunnudaginn 15. september 2019.
Verkfæri sem notuð voru til að innsigla tímahylki Lissabon-musterisins í Portúgal, sem var hluti af fyrstu vígslusamkomunni, haldin sunnudaginn 15. september 2019.
Útsýni yfir garðinn og samkomuhúsið við Lissabon-musterið í Portúgal, í 'Parque das Nações' hverfinu í Lissabon. Musterið var vígt 15. september 2019 af öldungi Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.
Útsýni yfir garðinn og samkomuhúsið við Lissabon-musterið í Portúgal, í 'Parque das Nações' hverfinu í Lissabon. Musterið var vígt 15. september 2019 af öldungi Neil L. Andersen úr Tólfpostulasveitinni Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.