Þetta er fagnaðarerindi vonar

Boðskapur svæðisleiðtoga

Sólsetur
Öldungur Thomas Hänni
Öldungur Markus Zarse, Þýskalandi Svæðishafi Sjötíu

Í lok september 2019 datt faðir minn illa og braut á sér lærlegginn. Röng greining og óviðeigandi meðferð á sjúkrahúsinu urðu til þess að ástand hans versnaði og við óttuðumst um líf hans. Þar sem ég er læknir, sá ég til þess að hann var fluttur á sjúkrahúsið þar sem ég starfa, því ég var alveg staðráðinn í að lækna hann. Mínir brjóstgóðu og hjálpsömu samstarfsmenn gerðu á honum aðgerð og veittu honum sérstaka aðhlynningu, en heilsa föður míns varð ekki merkjanlega betri. Um miðjan nóvember sagði móðir mín mér frá ákveðnu samtali sem hún hafði átt við föður minn. Hún sagði við hann: „Það er erfitt fyrir þig að liggja í rúminu hérna.“ — „Já!“ — „Ég veit hve mikið þú naust þess að þeytast um musterið og koma ýmsu í verk.“ — „JÁ!“ — „Þú þarft ekki að dvelja hér áfram mín vegna. Viltu fara?“ Hann lifnaði allur við og sagði ljómandi: „Já!“ Hann tók síðan um hönd móður minnar og sagði: „Við tilheyrum alltaf hvort öðru, hvar sem við erum!“[i]

Ég er svo þakklátur fyrir von föður míns. Hann þekkti aldrei sinn jarðneska föður og þegar trúboðarnir kenndu honum að hann ætti himneskan föður og lausnara sem elskuðu hann afar heitt, varð sú vitneskja honum lífsins leiðarljós. Ég er engu síður þakklátur fyrir von móður minnar. Persónulegt samband hennar við himneskan föður, og þekking hennar á gildi eilífra fjölskyldna, er vandlega rótfest í hjarta hennar. Bæði vonast þau eftir „betri heimi, já, jafnvel samastaðar til hægri handar Guði.“[ii] Bæði voru meðvituð um eigin misbresti og annmarka, en það dró þó ekki úr von þeirra og trausti á miskunn og gæsku lausnara okkar. Spámaðurinn Eter vissi líka hve mikilvæg vonin er hinum iðrandi mönnum og því kenndi hann á síðustu dögunum fyrir tortímingu Jaredítanna, að „von … er sálum mannanna sem akkeri, er gjörir þá örugga og trúfasta og ætíð ríka af góðum verkum, Guði til dýrðar.“2 Eter notar hér orðið „gjörir,“ því að á þessum tíma trúði fólkið þessu ekki.[iii] Eiga börn okkar, unglingar og hinir ungu fullorðnu slíka von, sem gerir þeim kleift að koma sjálfsörugg að hásæti Guðs?[iv] Þessi von hefur ekkert að gera með raunveruleika-afneitun orðtaksins: „Vonin slokknar síðust.“ Nei, hún er hinn guðlegi kraftur sem leiðir okkur aftur í návist Guðs. Satan veit líka af þessu og viðleitni hans til að tortíma „Æskulýðssveit Drottins,“ „Von Ísraels,“ hefst á henni. Öldungur Klebingat sagði: „[Satan] mun … reyna að ná að hjarta ykkar til að telja ykkur trú um það sem ósatt er – að himneskur faðir sé vonsvikinn með ykkur, að friðþægingin nái ekki til ykkar, að hún sé ekki áreynslunnar virði, að aðrir standi ykkur framar, að þið séuð óverðug og ótal annað af sama meiði illskunnar.“ Russell M. Nelson forseti varaði okkur við því að slík áreitni muni aukast á ógnarhraða.[v] Drottinn verndar okkur þó með því að innblása spámenn okkar tíma. Allar breytingar í kirkjunni, og hið nýja áætlun fyrir börn og unglinga, eru til þess gerðar að vekja okkur og æskufólki okkar þessa von – um að Jesús muni vera við hlið okkar og hjálpa okkur að sigrast á erfiðleikum.[vi] Gefist aldrei upp á því að bera börnum ykkar vitni um hina óumbreytanlegu elsku frelsarans, nú þegar nú búum okkur undir páskana. Hann hefur unun af því að sýna miskunn, einkum þeim sem hafa villst langt frá og vænta hennar ekki[vii]. Ég á einnig þá varanlegu von um að faðir okkar á himnum muni dag einn, fyrir gæsku sína, miskunn og elsku, taka okkur opnum örmum. Í nafni Jesú Krists, amen

 


[i] Persónuleg samskipti

[ii] Eter 12:4

[iii] Eter 12:4

[iv] Aðalráðstefna, október 2014, Jörg Klebingat, „Koma örugg að hásæti Guðs.“

[v] Aðalráðstefna október 2018, Russell M. Nelson, „Upphafsorð.“

[vi] Í návígi, með öldungi Gong, 17. nóvember 2019.

[vii] Jeffrey R. Holland („Verkamenn í víngarðinum,“ aðalráðstefna, apríl 2012).