Um okkur

Om os

Upplýsingar og tölfræði

Meðlimafjöldi samtals: 277
Ættfræðisöfn: 1
Söfnuðir: 2


Kirkjan á Íslandi

Þórarinn Hafliðason og Guðmundur Guðmundsson snérust til trúar á kirkjuna meðan þeir voru við nám í Kaupmannahöfn og skírðust árið 1851. Þeir fóru til Íslands sama ár og hófu að boða fagnaðarerindið í Vestmannaeyjum, þar sem nokkur fjöldi gekk til liðs við kirkjuna.

Þegar fleiri trúboðar komu til Íslands árið 1853, þá vígði Johann P. Lorentzen Guðmund Gudmundsson sem öldung, skírði fleiri sem meðtóku trúnna og stofnaði kirkjugrein (fámennur söfnuður) þann 19. júní árið 1853. Nokkru eftir það fluttu nær allir meðlimirnir til Bandaríkjanna.

Árið 1879 var bæklingur frá kirkjunni þýddur, prentaður í Danmörku og honum dreift á Íslandi. Íslenskt trúboð var skipulagt í skamman tíma, frá um 1894 og eitthvað fram eftir 1900. Trúboðið var lagt af árið 1914 og hófst ekki aftur fyrr en árið 1975, þá undir stjórn Kaupmannahafnartrúboðsins í Danmörku, og byggt var á starfi Síðari daga heilagra sem voru í herþjónustu og höfðu aðsetur á Íslandi.

Kirkjugrein var stofnuð í Reykjavík 8. ágúst 1976, með einungis 10 meðlimum. Árið síðar voru meðlimir orðnir yfir 40. Mormónsbók: Annað vitni um Jesú Krist var þýdd yfir á íslensku árið 1980. Um árið 1986 höfðu meðlimum fjölgað í 180.

Skóflustunga var tekin að fyrsta samkomuhúsinu í mars 1999, sem var vígt fullbúið í júlí 2000.


Evrópa

Meðlimafjöldi samtals: 511.491
Trúboð: 44
Söfnuðir: 1.452
Musteri: 12
Ættfræðisöfn: 767

Heimslæg tölfræði

Meðlimafjöldi samtals: 15.882.417
Trúboð: 422
Fastatrúboðar: 70.946
Trúboðsþjálfunarskólar: 15
Musteri: 156
Söfnuðir: 30.304
Háskólar og framhaldsskólar: 4
Skráðir nemendur í trúarskóla yngri deilar: 404.270
Skráðir nemendur í trúarskóla eldri deildar: 357.760
Ættfræðisöfn: 5.003
Fjöldi landa með ættfræðisöfn: 138
Lönd sem þegið hafa hjálparstarf (frá 1985): 189
Trúboðar í velferðarþjónustu (þ.m.t. trúboðar í hjálparstarfi): 10.238
Útgefin tungumál: 188