Þjóna hinum fátæku og þurfandi á tíma COVID-19

Frá Ítalíu

Á tíma neyðar getur hver hjálpað einn og sér eða í sameiginlegu átaki margra. Hvort sem þörfin er mikil eða lítil, leita meðlimir um 1.400 safnaða Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Evrópu að leiðum til að hjálpa öðrum: Einn og sér og í sameiningu.

„Sem kristnir menn lítum við á Jesú Krist sem fullkomið dæmi um að þjóna öðrum,“ sagði öldungur Gary B Sabin, forseti Evrópusvæðis kirkjunnar. „Að lyfta byrðum fátækra og þurfandi er það sem hann myndi búast við að við gerðum.“   

Undanfarið hafa áhyggjur af COVID-19 heimsfaraldri sett álag á einstaklinga og samfélög. Söfnuðir í samvinnu við samtök sveitarfélaga og oft með stuðningi Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, hafa brugðist við til að uppfylla brýna þörf fyrir matvæli og forða af persónulegum hlífðarfatnaði.

Eftirfarandi skýrslur eru dæmi um þá þjónustu sem veitt er í 180+ verkefnum, sem 800.000 manns nutu góðs af, í 20 Evrópulöndum, á þessum áður ófyrirséða tíma.

Santiago-eyja, Grænhöfðaeyjum

Heimsfaraldurinn leiddi til þess að margir íbúa Santiago-eyju á Grænhöfðaeyjum, urðu tekjulausir og án brýnustu nauðsynja. Kirkjan brást við með því að sjá samfélagssamtökunum Nos Saude fyrir matvælum og hreinlætisvörum, sem komu þessum brýnu nauðsynjum í hendur 300 fjölskyldna. Verkefnið var styrkt með fjármagni frá Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og yfir 1700 manns nutu góðs af því, vegna hinna mannmörgu fjölskyldna á hverju heimili.    

Fjölskyldur fengu brýn matvæli og hreinlætisvörur
Fjölskyldur fengu brýn matvæli og hreinlætisvörur

„Við þökkum stofnun ykkar fyrir fjármögnun þessa verkefnis, til að draga úr áhrifum COVID-19, þar sem 300 fjölskyldur í neyð frá Santiago-eyju nutu góðs af körfum með matvælum og hreinlætisvörum,“ sagði Raimundo Monteiro, forseti Nos Saude.

Auk þess að sjá íbúum fyrir matvælum, gaf kirkjan líka Heilbrigðisnefnd Santa Catarina þriggja mánaða byrgðir af hreinlætis- og hreinsivörum, til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þessar vörur stuðluðu að öryggi og verndun um 90 starfsmanna heilsugæslustöðvar þar á eyju.  

Slóvakía

Þegar stjórnvöld í Slóvakíu kröfðust þess að fólk notaði persónlegan hlífðarbúnað og grímur til að hægja á útbreiðslu veirunnar, tóku Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og samfélagssamtök á staðnum höndum saman um að útvega nauðsynlegar birgðir. Átakið beindist að verndun heilbrigðisstarfsmanna, félagsráðgjafa og starfsfólks á hjúkrunarheimilum sem, höfðu ekki fjármagn fyrir persónulegan hlífðarbúnað.

Saumavélar voru keyptar til notkunar í félagsmiðstöðvum, þar sem starfsmenn bjuggu til andlitsgrímur úr efni sem gefið var á staðnum. Á stuttum tíma voru 2500 grímur búnar til og þeim dreift til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra stofnana í 13 aðskildum samfélögum. 

Saumavélar voru keyptar til notkunar í félagsmiðstöðvum
Saumavélar voru keyptar til notkunar í félagsmiðstöðvum

Níu hjúkrunarheimilum var einnig fært, hlífðarföt, andlitsgrímur, hanskar, hitamælar og hreinsivörur.  Ein miðstöð í Horňa, þar sem birgðum var komið til, ritaði: „Hjálp ykkar kom sem mikil himnasending. [Starfsmennirnir] færa ykkur þakkir . . . og fela ekki tár sín. Þeir senda ykkur [þakklætiskveðjur] frá [sínum] hjartarótum.“

Maria Andričíková, í forsvari einna samstarfssamtakanna, lýsti einnig yfir þakklæti sínu og sagði: „Ég þakka Guði fyrir að hafa leyft mér, á lífsleið minni, að kynnast kirkjunni ykkar í gegnum trúboða mannúðarstarfs og á þann hátt breyta lífi mínu og fjölskyldu minnar.“

Róm, Ítalíu

Eins og í öðrum heimshlutum voru margir án atvinnu í Róm vegna COVID-19 og áttu erfitt með að útvega sér og fjölskyldu sinni lífsnauðsynjar. Þegar dregið var úr takmörkunum á útgöngubanni kom margt ungt fullorðið fólk frá Eystristiku Rómar (biskupsdæmi) saman til að hjálpa til.

Ungir Síðari daga heilagir pakka inn matvælum fyrir hina nauðstöddu
Ungir Síðari daga heilagir pakka inn matvælum fyrir hina nauðstöddu

Þau innpökkuðu vandlega 300 matarkössum, sem voru afhentir fjölskyldum í neyð af öryggis- og almannavarnadeild umdæmis Rómarborgar. Vörur í pökkunum voru gerðar tiltækar með fjárveitingu frá Hjálparstofnun Síðari daga heilagra.

„Markmiðið var að sjá fjölskyldum í erfiðleikum fyrir raunverulegri hjálp. Með þessu vildum við fá unga fólkið í kirkjunni til þátttöku og láta þau finna að þau væru hluti af þessu verkefni,“ sagði Andrea Rondinelli forseti Eystristiku Rómar.

Engand

Í West Yorkshire á Englandi kölluðu sjúkrahús á staðnum eftir óhreinatauspokum og öðrum persónulegum hlífðarbúnaði, til að hefta útbreiðslu COVID-19. Heilbrigðisstarfsmenn þurftu pokana til að fara með mengaðan sjúkrahúsfatnað og einkennisbúninga heim til þvottar. Annað sem óskað var eftir voru ennisbönd til að krækja andlitsgrímur í og sjúkrahúsfatnaður.

Síðari daga heilagir frá söfnuðum i Horbury, Dewsbury og Meltham, í Huddersfield-stikunni (biskupsdæmi) og vinir þeirra brugðust við með því að gefa efnið, hnappana og tvinnann sem þurfti til verkefnisins. Fyrirtæki á staðnum bauðst einnig til að vera söfnunarstaður fyrir birgðirnar.

Karen Sutton saumar óhreinatauspoka, til að gefa heilbrigðisstarfsfólki
Karen Sutton saumar óhreinatauspoka, til að gefa heilbrigðisstarfsfólki

Sjálfboðaliðar gáfu síðan af tíma sínum og hæfileikum til að sauma vörur til dreifingar á sjúkrahús og hjúkrunarheimili. Í heildina voru búnir til 237 óhreinatauspokar, 267 ennisbönd og átta sett af fullbúnum sjúkrahúsfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

„Þó að það hafi verið erfiður tími í upphafi lokunarinnar, þá gátum við uppfyllt þörf,“ sagði Karen Sutton, forseti Líknarfélagsins (kvenfélag kirkjunnar) í Dewsbury. „Það var mjög gefandi að vinna með öðrum sjálfboðaliðum, jafnvel í fjarlægð. Þetta var okkar litla framlag, sem við gátum gert á þessum tíma, ásamt því að vera heima og gæta að öryggi annarra.“ 

Portúgal

Í þeirri viðleitni að lágmarka áhrif atvinnumissis af völdum COVID-19, lagði Braga-söfnuður Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fram um eitt tonn af matvörum til samtakanna Discípulos de Emaús, sem veita félagslegan stuðning.

Samkvæmt forsvarsmanni góðgerðarfélagins, þá verður framlagið notað til að fæða um 50 nauðstaddar fjölskyldur í einn mánuð.  Innan einnar klukkustundar frá afhendingu matvælanna, bárust um sex símtöl með beiðnum frá fjölskyldum sem höfðu verið matarlausar, sumar í meira en tvo daga. 

Ricardo Lima (lengst til hægri) með herra Filipe Aguiar og öðrum fulltrúum „Disciples of Emmaus“
Ricardo Lima (lengst til hægri) með herra Filipe Aguiar og öðrum fulltrúum „Disciples of Emmaus“

Framlagið var mögulegt vegna stuðnings Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra og var persónulega afhent herra Filipe Aguiar og öðrum fulltrúum góðgerðarfélagsins af Ricardo Lima og Ricardo Matos, sem eru ábyrgir fyrir kirkjusöfnuðinum í Braga. 

Lima biskup ráðgerir að halda þessu samstarfi áfram við staðarfélagið, sem liðsinnir nauðstöddum fjölskyldum.  Hann sagði: „Ég trúi að við þurfum að vera umhyggjusöm og liðsinna þessum bræðrum okkar, börnum Guðs, á þessum erfiða tíma.“

-----------------------

Um Hjálparstofnun Síðari daga heilagra

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra er mannúðarstarf Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Tilgangur hennar er að líkna þjáðum, stuðla að sjálfbærni og veita tækifæri til þjónustu.  Hjálparstofnun Síðari daga heilagra býr að einstöku stuðningskerfi og hefur aðgang að úrræðum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, svo sem fjármagni og stuðningi sjálfboðaliða á staðnum. Yfir ein milljón dagsverk eru innt af hendi af sjálfboðaliðum sem vinna að velferðarverkefnum á hverju ári.

Í COVID-19 heimsfaraldrinum hafa yfir 2.600.000 evrur verið gefnar af kirkjumeðlimum í Evrópu til mannúðarstarfs. Af þessum fjármagni fór 40 prósent í persónulegan hlífðarbúnað (grímur, hanska, sloppa, sótthreinsivökva, andlitshlífar); 25 prósent í mataraðstoð; 22 prósent í kaup á lækningatækjum (öndunarvélum, gjörgæslurúmum, skönnum, hreyfanlegum heilsugæslustöðvum svæfingarstöðvum, COVID prófum) og 13 prósent fóru í grunnnauðsynjar (rúmföt, teppi, skó, bleyjur, skólabirgðir).

Hjálparstofnunin vinnur að líknar- og þróunarverkefnum í 195 löndum og svæðum og veitir liðsinni án tillits til kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Hjálparstofnunin er að mestu rekin af sjálfboðaliðum og starfar bæði sjálfstætt og í samstarfi við önnur góðgerðarfélög og stjórnvöld.