Öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mun tala í sérstakri útsendingu, Kenna að hætti frelsarans, sunnudaginn 12. júní, 2022.

Þessi einstaki viðburður er ætlaður öllum meðlimum kirkjunnar sem kenna, annað hvort í köllunum sínum eða á heimilum sínum
Öldungur Uchtdorf mun miðla reglum sem er ætlað að hjálpa öllum meðlimum að finna gleði og farsæld í kennslu fagnaðarerindisins og auka hæfni þeirra til að kenna að hætti frelsarans.
Staðarleiðtogar eru hvattir til að ákveða áhorfsdag og tíma sem best hentar kirkjumeðlimum á þeirra svæði. Það gæti verið tilvalið að horfa á útsendinguna á kennararáðsfundum.
Möguleikar til áhorfs
Frá og með 12. júní verður útsendingin aðgengileg til áhorfs á ýmsum tungumálum á:
- Gervihnattakerfi kirkjunnar (á skipulögðum tímum)
- Broadcasts.ChurchofJesusChrist.org (aðgengilegt í tvær vikur)
- YouTube (í beinni útsendingu og streymt eftir þörfum)
- Latter-day Saints Channel (í beinni útsendingum og streymt eftir þörfum)
- Gospel Library (í beinni útsendingu og streymt eftir þörfum, einnig sem hljóðskrá og ritaður texti á 39 tungumálum)
Fyrir upplýsingar um útsendingar, streymi þar meðtalið og textarás fyrir heyrnarskerta, sjá þá útsendingartímar.
Fyrir aðstoð með gervihnattarútbúnað og streymi útsendingar ættu tæknimenn stiku að kynna sér mhtech.ChurchofJesusChrist.org.