Kenna að hætti frelsarans,  útsending með öldungi Dieter F. Uchtdorf

Salt Lake City, Utah

Öldungur Dieter F. Uchtdorf í Tólfpostulasveit Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu mun tala í sérstakri útsendingu, Kenna að hætti frelsarans, sunnudaginn 12. júní, 2022.

Elder Dieter F. Uchtdorf of the Quorum of the Twelve Apostles
Elder Dieter F. Uchtdorf of the Quorum of the Twelve Apostles

Þessi einstaki viðburður er ætlaður öllum meðlimum kirkjunnar sem kenna, annað hvort í köllunum sínum eða á heimilum sínum

Öldungur Uchtdorf mun miðla reglum sem er ætlað að hjálpa öllum meðlimum að finna gleði og farsæld í kennslu fagnaðarerindisins og auka hæfni þeirra til að kenna að hætti frelsarans.

Staðarleiðtogar eru hvattir til að ákveða áhorfsdag og tíma sem best hentar kirkjumeðlimum á þeirra svæði. Það gæti verið tilvalið að horfa á útsendinguna á kennararáðsfundum.

Möguleikar til áhorfs

Frá og með 12. júní verður útsendingin aðgengileg til áhorfs á ýmsum tungumálum á:

Fyrir upplýsingar um útsendingar, streymi þar meðtalið og textarás fyrir heyrnarskerta, sjá þá útsendingartímar.

Fyrir aðstoð með gervihnattarútbúnað og streymi útsendingar ættu tæknimenn stiku að kynna sér mhtech.ChurchofJesusChrist.org.