Hugsið ykkur hve leiðigjarnt líf okkar yrði ef við værum öll eins. Sem betur fer eru öll börn Guðs ólík.
Við getum verið vingjarnlegri. Við getum verið kærleiksríkari. Við getum verið heilskiptari er við sjáum hvert annað eins og Guð sér okkur.
Hvaða merkingar sem settar eru á okkur - þá sér Guð okkur eins og við í raun erum og elskar okkur hvað sem á dynur.
Guð skapaði allt og alla á ólíkan hátt. Við getum verið mismunandi og samt verið saman. Við þurfum ekki að vera eins til að vera eitt.
Jesús þjónaði öllum á sama hátt. Kenningar hans gagnast körlum og konum á sama hátt, samkvæmt sömu reglum, óháð kyni.
Tvær stórar og afar ólíkar ár sameinast og verða að endingu hið mikla Amason-fljót - á sama hátt og kenningar Krists sameina fólk.
Allir eru einstakir, við erum miljarðar ólíkra einstaklinga. Hann sem skapaði okkur og gaf okkur þennan heim, elskar augljóslega fjölbreytileika.