Öldungur Ulisses Soares í Tólfpostulasveitinni og eiginkona hans, Rosana, munu deila boðskap sérstaklega sniðnum að ungu fólki á aldrinum 18 til 30 ára. Nýverið hafa öldungur og systir Soares kennt hvernig ungt fullorðið fólk getur hlotið persónulega leiðsögn frá Guði, byggt upp trú og búið sig undir eilíft hjónaband og fjölskyldu. Trúarsamkoman í febrúar er enn eitt tækifæri til að hlýða á postula Jesú Krists og finna fyrir andanum.
Ungt fullorðið fólk er hvatt til að mæta með vinum og síðar ræða hvernig lifa á eftir því sem það lærði á trúarsamkomunni.
Leiðbeiningar um áhorf
Útsendingin verður aðgengileg á nokkrum evrópskum tungumálum á broadcasts.ChurchofJesusChrist.org, frá og með 24. febrúar.
Tungumálin eru:
Albaníska, armenska, búlgaríska (textað), króatíska (textað), tékkneska, danska (textað), hollenska (textað), eistneska (textað), finnska (textað), franska, þýska, gríska (textað), ungverska (textað), íslenska (textað), ítalska, lettneska, litháíska, norska (textað), pólska, rúmenska (textað), serbneska (textað), slóvakíska, slóvenska, spænska, sænska (textað) og úkraínska.
Horfið síðar á steymi eftir eftirspurn í Gospel Library.