8 milljarða nafna!

Anne Paulsen
Anne með tvær ættarsögubóka sinna

FamilySearch, heimsins stærsta ættfræðiþjónusta, náði þeim einstaka áfanga að hafa átta milljarða nafna tiltæk til leitar. Það er næstum núverandi íbúafjöldi jarðar, sem sumir hver gætu verið skyldmenni ykkar. Heimildirnar eru næstum frá öllum löndum. 

„Það er fólk frá öllum heimsálfum sem rekur ættir sínar aftur til Evrópu,“ segir Torsten Kux, svæðisstjóri Evrópu í Ættarsögudeildinni, „og nú hefur það fleiri leiðir til að uppgötva áa sína en nokkru sinni fyrr.“

Þessum áfanga var þó aðeins náð, „vegna tækni sem þróuð hefur verið, samstarfs við aðrar stofnanir og aðstoðar og samvinnu nærri hálfrar milljóna sjálfboðaliða á netinu.“ 

Aðalættfræðingur FamilySearch, David Rencher, bendir á að „með hverri nýrri heimild eykst möguleikinn á því að finna hlekk sem vantar í ættartréð. Það veitir mikla sálarfullnægju.“ 

Hugtak sem Anne Mette Broberg Paulsen uppgötvaði af eigin raun. Árið 1985 gerðist hún meðlimur í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, kirkju sem leggur mikla áherslu á fjölskylduna og trúir að mögulegt sé að binda hana saman – eða innsigla – með loforðum og helgiathöfnum musterisins. Árið eftir fór Anne 600 kílómetra með vinum sínum til að vera við opnun og vígslu musterisins í Stokkhólmi í Svíþjóð. Það var í fyrsta skipti sem hún fór í musteri og þar hlaut hún sterka löngun til að þekkja arfleifð sína. 

Anne öfundaði vini sem áttu ættarsögubók frá fimmtándu öld og samstarfélaga sem átti stórbrotnar andlitsmyndir af áum á veggjum á heimili sínu. Hún vissi mjög lítið um föðurfólkið sitt; aðeins að eftirnafn hans var Broberg, sænskt nafn, og að hann kom upphaflega frá Grænlandi. Hún þráði að þekkja arfleifð sína. Hún þráði að vita hverjir áar hennar væru, hvaðan og hvernig þeir væru, hvort hún væri eitthvað lík þeim.

Hún byrjaði með mjög litlar upplýsingar, en tók smám saman að uppgötva arfleifð sína. Henni tókst að finna sex Broberg-kynslóðir á Grænlandi, en svo ekkert meira. Samkvæmt skjalasöfnunum á Grænlandi, fæddist langafi hennar, Nils Wilhelm Broberg, í Svíþjóð um það bil 1741. Árið 1774 flutti hann til Grænlands með eiginkonu sinni og fimm börnum, þar sem hann lést árið 1820. En hvaðan í Svíþjóð var hann kominn?

Í mörg ár reyndi Anne að finna fæðingarstað Nils. Í ágúst 2013, eftir að sonur hennar, Sebastian, fór til að starfa sem sjálfboðaliði í trúboð kirkjunnar, féll Anne í þunglyndi. Hún rökræddi í huganum og sagði að loks við sjálfa sig: „Þú getur annað hvort vorkennt þér eða leitað að Nils Wilhelm Broberg í fartölvunni þinni.“ Hún valdi það síðara.
Þegar hún leitaði í tölvunni fann hún skyndilega hjartað taka kipp. Hún trúði ekki því sem hún sá. Beint fyrir framan hana, svart á hvítu, stóð skýrum stöfum hvert hið sænska heimili Nils Wilhelm Broberg var. Þetta var ótrúlegt! Hún gleymdi þegar raunum sínum og hóf leit að sínum löngu týndu ættmennum. Hún vissi ekki að þetta var aðeins toppurinn á ísjakanum. Með hjálp sænsks sagnfræðings, fann hún heimildir margra áa, sumir sem voru vinir Karls XII Svíakonungs. Draumur hennar um að finna eigið ættartré hafði loks ræst. 

„Með milljónum nýrra nafna og heimilda sem bætast safni FamilySearch í hverri viku, er það ykkar að uppgötva meira um áa ykkar,“ segir Kux. 

Hvað getur maður lært um eigin arfleifð sína? Eins og Anne komst að, þá borgaði þrautseigjan sig. Slíka könnunarferð er hægt að hefja með því að fara inn á FamilySearch.org, stærsta ættarsöguvef í heimi, með meira en 8 milljarða heimilda.

Öldungur Paulsen og Anne
Öldungur Paulsen og Anne með mynd af forföður hennar í ellefta ættlið, Balthasar Moser von Filseck