Æðsta forsætisráðið sendir samúðarkveðjur við andlát hans heilagleika Frans páfa

pope

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu hefur gefið út eftirfarandi yfirlýsingu:

„Við syrgjum ásamt heiminum andlát hans heilagleika Frans páfa. Hugrekki hans og samúð sem leiðtoga hefur blessað ótal mannslíf. Við sendum öllum þeim innilegustu samúðarkveðjur sem litu til hans eftir innblæstri og leiðsögn. Þegar heimurinn staldrar við til að minnast fordæmis hans um fyrirgefningu og þjónustu, finnum við til innilegs þakklætis fyrir gæskuríkt líf hans og fögnum í voninni um dýrðlega upprisu sem gerð er möguleg fyrir friðþægingarfórn Jesú Krists.“

Árið 2019 átti Russell M. Nelson forseti fund með Frans páfa í Vatíkaninu og var þetta fyrsti slíki fundurinn. Nelson forseti sagði um þann fund: „Við áttum afar hjartanlega og ógleymanlega upplifun með hans heilagleika. Hann var afar auðmjúkur, hlýr og vingjarnlegur. Hve ljúfur og yndislegur maður hann er og hve lánsamir kaþólikkar eru að eiga slíkan auðmjúkan, umhyggjusaman, ástríkan og hæfan leiðtoga.

Fleiri heimildir

Spámaðurinn á fund með Frans páfa í Vatíkaninu