Notkun söguverkfæris eininga

tool

Söguverkfæri eininga er nýtt verkfæri sem hannað er til að hjálpa leiðtogum safnaða Síðari daga heilagra að skrá og varðveita sögu heimaeininga sinna. Hvort sem þið skráið mikilvæga atburði eða miðlið persónulegum sögum, þá gerir þetta verkfæri það auðvelt og skemmtilegt. Mikilvægt er að muna að verkfærinu Saga einingar er ekki ætlað að geyma fundargerðir, ársfjórðungsskýrslur eða álíka skýrslur. Tilgangur verkfærisins Saga einingar er að byggja upp og efla trú á Jesú Krist, fyrir núverandi meðlimi og upprennandi kynslóð. Liðinn er sá tími að taka þurfi í flýti saman sögu í lok árs, því nú geta leiðtogar skráð atburði um leið og þeir gerast. Þetta verkfæri kemur formlega í stað annálsvinnslunnar.

Lykilatriði

  1. Allt innifalið: Þið getið skráð allt frá breytingum og athöfnum leiðtoga til trúarhvetjandi upplifana og frásagna af trúarumbreytingu. Þetta er eins og að búa til lifandi úrklippubók um ferðalag einingar ykkar. Frásagnir eru sýnilegar öllum meðlimum einingarinnar.

  1. Auðvelt í notkun: Viðmótið er hannað til að vera einfalt og notendavænt. Þið getið dregið skrár og sleppt þeim (PDF-skjöl, myndir o.s.frv.) í verkfærinu.

  1. Teymisátak: Margir geta lagt sitt af mörkum til sögu einingar sinnar, sem gerir hana að samstarfsverkefni þar sem allir geta bætt við sinni einstöku reynslu og innsýn.

  1. Hraðleit: Þurfið þið að finna ákveðinn atburð, einstakling eða færslu? Leitaraðgerðin gerir það auðvelt að finna nákvæmlega það sem þið eruð að leita að.

  1. Varðveittu minningar: Með því að setja sögu einingar ykkar á stafrænt form og miðla henni með verkfærinu, tryggið þið að þessar dýrmætu minningar séu öruggar og aðgengilegar framtíðarmeðlimum safnaðar ykkar.

Hvernig hafist er handa

Til að búa til eða skoða sögur, farið þá á unithistory.churchofjesuschrist.org og skráið ykkur inn með kirkjuaðgangi ykkar. Leiðtogar geta kynnt sér Byrjendaleiðarvísi og byrjað að skrifa sögur. Í honum eru einfaldar, skref-fyrir-skref leiðbeiningar um hvernig á að fá aðgang að verkfærinu, búa til færslur og halda utan um söguskýrslur einingar ykkar. Sögur sem hafa átt sér stað á síðustu tíu árum er hægt að senda í verkfærið. Meðlimir geta á meðan skoðað frásagnir sem hafa verið sendar inn og samþykktar.

Af hverju ykkur mun finnast það frábært

Söguverkfæri eininga er meira en bara skýrsluhaldskerfi; það er leið til að heiðra sameiginlega ferð einingar ykkar og miðla henni. Hvort sem þið eruð leiðtogar sem skrásetja lykilatburði eða meðlimur sem skoðar frásagnir frá einingu ykkar, þá hjálpar þetta verkfæri ykkur að halda arfleifð og anda einingar ykkar lifandi og blómlegum.

Þarftu hjálp?

Ef þið eigið í erfiðleikum með að nota verkfærið eða þurfið fleiri upplýsingar, getið þið sent netpóst til James Perry, svæðissögustjóra kirkjunnar á Norður-Evrópusvæðinu, á jamesperry@churchofjesuschrist.org