Aðdáendur ritsins Saints Saga Kirkju Jesú Krists á síðari dögum verða ánægðir að heyra að 4. bindi útgáfuraðarinnar verður gefið út 29.október á 14 tungumálum, þar á meðal ensku, portúgölsku, rússnesku, spænsku og mandarínsku. Þessi útgáfa markar endalok verkefnis sem hefur verið í gangi í 15 ár og kynnir lesendum sögu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu með nýjum sögum og persónum.
Fjórða bindið fjallar um tímabilið 1955-2020 og fer með lesendur í ferðalag um heiminn, þar sem þeir sjá hvernig kirkjan óx og þróaðist á mismunandi stöðum heimsins. Brautryðjendur kirkjunnar, meðlimir og leiðtogar, koma fram með innblásnar sögur sem til hjálpar við að leiðbeina kirkjunni þegar nýjar áskoranir og tækifæri koma í ljós. Sögur sem gerast á ýmsum stöðum, eins og í Ekvador, Hong Kong og Yorkshire veita upplýsingar, innsýn og hvatningu fyrir lesendur á öllum aldri og við mismunandi kringumstæður. Það er eitthvað að finna fyrir alla.
Þetta bindi er gefið út tveimur árum eftir að bindi 3 var gefið út árið 2022 og er lokabindið í útgáfuröðinni.
Fyrir ofuraðdáendur þá er einnig meðfylgjandi hlaðvarp fyrir hvert bindi ritsins Saints, sem er fáanlegt á flestum þeim miðlum þar sem hlaðvörp er að finna sem og á slóðinni saints.churchofjesuschrist.org og í Gospel Library
Til að deila reynslu þinni af því að lesa ritið Saints eða hlusta á hlaðvarpið, þá er hægt að senda netpóst á saintspodcast@churchofjesuschrist.org