Aðalráðstefna apríl 2020 ,verður ólík öllum öðrum fyrri ráðstefnum‘

  Russel M. Nelson forseti á 189. síðari aðalráðstefnu. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.
  Russel M. Nelson forseti á 189. síðari aðalráðstefnu. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

  Öllum meðlimum og vinum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er boðið að taka þátt í 190. árlegu aðalráðstefnu kirkjunnar. Æðsta forsætisráðið, meðlimir Tólfpostulasveitarinnar og aðrir kirkjuleiðtogar munu veita okkur andlegan boðskap og leiðsögn. Kirkjumeðlimir líta með eftirvæntingu til þessarar ráðstefnu, sökum tilkynningar spámanns okkar tíma, Russells M. Nelson forseta, í október síðastliðnum.

  „Árið 2020 verður helgað 200 ára minningarhátíð. Aðalráðstefna næsta aprílmánuð verður ólík öllum öðrum fyrri ráðstefnum. Ég vona að á næstu sex mánuðum muni sérhver meðlimur og fjölskylda búa sig undir einstaka ráðstefnu,“ sagði hann.

  Lundurinn helgi í Palmyra, New York. Joseph Smith er talinn hafa upplifað Fyrstu sýnina hér. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.
  Lundurinn helgi í Palmyra, New York. Joseph Smith er talinn hafa upplifað Fyrstu sýnina hér. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

  Nelson forseti minnir áheyrendur á að vorið 2020 hafa 200 ár liðið frá Fyrstu sýninni – atburði þar sem meðlimir trúa að Joseph Smith hafi upplifað himneska virtun.  

  „Guð faðirinn og hans ástkæri sonur, Jesús Kristur, birtust Joseph, 14 ára ungmenni. Sá atburður markaði upphaf endurreisnar fagnaðarerindis Jesú Krists í fyllingu sinni,“ sagði hann.

  Nelson forseti bauð meðlimum, til undirbúnings fyrir ráðstefnuna, að lesa frá fyrstu hendi frásögnina um Fyrstu sýnina sem gefin er út í Hinni dýrmætu perlu.

  Hann hvatti meðlimi líka til að íhuga spurningar eins og: ‚Hvernig væri líf mitt öðruvísi ef sú þekking sem ég hef öðlast frá Mormónsbók væri skyndilega numin brott?‘ eða ,Hvernig hafa þeir atburðir sem fylgdu Fyrstu sýninni haft áhrif á mig og ástvini mína?‘

  Nelson forseti fullyrti, að ef fólk kæmi undirbúið, yrði ráðstefnan „ekki einungis minnisstæð, heldur ógleymanleg.“

  Silke Stamminger frá Büdingen, Þýskalandi, hefur undirbúið sig með því lesa frásögnina um Fyrstu sýnina og kynna sér líf Josephs Smith. Hún hlakkar til aðalráðstefnu-helgarinnar.

  „Ég nýt þess alltaf að hlýða á það sem spámennirnir hafa að segja okkur. Það veitir mér öryggistilfinningu að vita að við höfum lifandi spámenn, sem Drottinn talar til.“

  Alvin Norin frá Stokkhólmi, Svíþjóð, er því sammála.

  „Það er ekkert annað hér í heimi þessu líkt. Mér finnst augljóst að ráðstefnan er fyrir alla, ekki aðeins meðlimi kirkjunnar,“ sagði hann.  „Í ræðunum eru oft áhugaverðar frásagnir, sem fá mig til að hugsa: ‚Hver er boðskapurinn hér?‘ Síðan kemur í ljós að frásagnirnar geyma djúpa merkingu sem við getum lært af.“

  Musteristorgið í Salt Lake City, Utah, á 189. síðari aðalráðstefnu. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.
  Musteristorgið í Salt Lake City, Utah, á 189. síðari aðalráðstefnu. © 2019 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn.

  Öllum er boðið að taka þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnuhlutarnir verða í beinu streymi á heimasíðunni ChurchofJesusChrist.org, laugardaginn 4. apríl og sunnudaginn 5. apríl, kl. 16:00 og 20:00 að íslenskum tíma. Enn einn ráðstefnuhluti fyrir meðlimi frá og með 11 ára mun hefjast í beinu streymi um miðnætti laugardagskvöldið.  

  Aðalráðstefna verður þýdd yfir á 74 tungumál í beinni útsendingu. Hlutar aðalráðstefnu verða þýddir yfir á samtals 93 tungumál.   

  Texta- og hljóðskrár og myndbönd aðalráðstefnuræðna eru fyrir hendi á fjölda rása, til að læra eftir ráðstefnuna, svo sem í Gospel Library smáforritinu, á YouTubeaðalráðstefnuhluta ChurchofJesusChrist.org og í kirkjutímaritunum.

  Til að taka þátt í samræðum um aðalráðstefnu á Twitter, notið þá #Aðalráðstefna eða ráðlögð myllumerki ræðumanns eða endurtvítið einfaldlega tilvitnunum, myndböndum eða myndum sem eru á @Ch_JesusChrist.

  Aðlaganir hafa verið gerðar við aðalráðstefnuna apríl 2020 vegna COVID-19 faraldsins. Æðsta forsætisráðið mun stjórna sérhverjum ráðstefnuhluta úr litlu fundarherbergi á Musteristorginu. Tónlist ráðstefnunnar hefur verið tekin upp áður.