Á aðalráðstefnu apríl 2021 var tilkynnt um 20 ný musteri og nýtt forsætisráð Barnafélagsins

Þrjár staðsetningar eru í Evrópu: Brussel, Osló og Vín

Á 191. aðalráðstefnu Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem haldin var laugardaginn 3. apríl og sunnudaginn 4. apríl 2021, í Ráðstefnuhöllinni í Salt Lake City, Utah, Bandaríkjunum, var nýtt forsætisráð Barnafélagsins stutt og tilkynnt var um nýja aðalvaldhafa og byggingu 20 nýrra mustera.

Leiðtogafundur fór fram fimmtudaginn 1. apríl 2021 og um 300 aðalvaldhafar, aðalembættismenn og svæðishafar Sjötíu sóttu hann persónulega og stafrænt. Æðsta forsætisráðið og Tólfpostulasveitin veittu leiðtogum kirkjunnar leiðsögn og handleiðslu. 

Russell M. Nelson, forseti kirkjunnar, sagði að í heimsfaraldrinum „lærðum við að ekki væri nauðsynlegt að fara í flugvélar til að vitnisburður okkar næði að umlykja heiminn.“ Reyndar sagði hann orð leiðtoga kirkjunnar „hafa náð til fordæmalaus fólksfjölda árið 2020.“ Kirkjuforsetinn minntist einnig á vöxt mannúðarstarfs kirkjunnar árið 2020. Hann nefndi einnig þá aðstoð sem kirkjan náði að veita. „Framlög í formi tíma, peninga og persónulegrar þjónustu hafa verið veitt í anda gjafmildi og kærleika í þágu nauðstaddra í 152 löndum,“ sagði hann. Áður en þessar upplýsingar voru veittar, voru nöfn 77 nýrra svæðishafa Sjötíu kynnt til stuðnings.

Á laugardagskvöldhlutanum var tilkynnt um kallanir 11 nýrra leiðtoga. Þessar nýju kallanir samanstanda af átta aðalvaldhöfum Sjötíu og nýju forsætisráði Barnafélagsins. 

Aðalvaldhafar Sjötíu þjóna í forsætisráði hinna Sjötíu, í svæðisforsætisráðum og í öðrum stjórnsýslustöðum höfuðstöðva kirkjunnar. Þeir ferðast oft, undir leiðsögn Tólfpostulasveitarinnar, til að ræða við og fræða kirkjuleiðtoga, trúboða og meðlimi kirkjunnar í heimasöfnuðum. Þeir hafa umboð til að þjóna hvarvetna í heimi, en umboð svæðishafa Sjötíu takmarkast yfirleitt við það svæði sem þeir þjóna á.

Hinir nýju aðalvaldhafar Sjötíu eru öldungur Sean Douglas, öldungur Michael Dunn, öldungur Clark G. Gilbert, öldungur Patricio M. Giuffra, öldungur Alfred Kyungu, öldungur Alvin F. Meredith III, öldungur Carlos G. Revillo yngri og öldungur Vaiangina Sikahema.

Forsætisráð Barnafélagsins hefur yfirumsjón með samtökum kirkjunnar sem kennir börnum á aldrinum 18 mánaða til 11 ára fagnaðarerindi Jesú Krists og hjálpar þeim að lifa eftir reglum þess. Þessir leiðtogar þjóna undir leiðsögn Æðsta forsætisráðsins og ferðast oft til að veita leiðsögn og styðja börnin og staðarleiðtoga þeirra. Í hinu nýja forsætisráði Barnafélagsins eru systir Camille N. Johnson, forseti, systir Susan H. Porter, fyrsti ráðgjafi og systir Amy Wright, annar ráðgjafi.

Öldungur Robert C. Gay og öldungur Terence M. Vinson voru leystir af í forsætisráði hinna Sjötíu (sem tekur gildi 1. ágúst 2021). Nýir meðlimir sem kallaðir eru í forsætisráð hinna Sjötíu eru öldungur Paul V. Johnson, sem áður hefur starfað sem forseti Evrópusvæðisins, og öldungur Mark S. Palmer.

Sunnudagsmorgunhlutinn, sem var páskaráðstefnhlutinn, var augljóslega með alþjóðlegu ívafi og endurspeglaði heimskirkju. Sá hluti var sýndur beint af fordæmalausum fjölda sjónvarps- og útvarpsstöðva frá fjórum heimshornum og náði til milljóna manna. Hver ræðumaður þessa hluta var frá ýmsum löndum – og fyrirfram hljóðsett tónlistin var flutt af ýmsum kórum hvarvetna um heim á eigin móðurmáli.

Mæðgin horfa á aðalráðstefnu

Russell M. Nelson forseti festi hvíldardagssamkomuna og vitnaði fyrir hinum fjölmörgu áheyrendum sínum að hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists veitir klofnum og lúnum heimi von.

„Kæru bræður og systur, boð mitt til ykkar á þessum páskadagsmorgni er að þið byrjið í dag að auka við trú ykkar,“ sagði forseti kirkjunnar. „Með trú ykkar, mun Jesús Kristur auka getu ykkar til að færa fjöll úr stað í lífi ykkar, jafnvel þótt persónulegar áskoranir ykkar gætu verið á við stærð fjallsins Mount Everest.“

Á síðasta hluta ráðstefnunnar, tilkynnti Russell M. Nelson forseti að áætlað væri að byggja 20 ný musteri um allan heim – þar af þrjú í Evrópulöndum. Musterin verða byggð á eftirfarandi stöðum:

  • Ósló, Noregi
  • Brussel, Belgíu
  • Vín, Austurríki
  • Kumasi, Gana
  • Beira, Mósambík
  • Höfðaborg, Suður-Afríku
  • Singapúr, Lýðveldinu Singapúr
  • Belo Horizonte, Brasilíu
  • Cali, Kólumbíu
  • Querétaro, Mexíkó
  • Torreón, Mexíkó
  • Helena, Montana
  • Casper, Wyoming
  • Grand Junction, Koloradó
  • Farmington, Nýju Mexíkó
  • Burley, Idaho
  • Eugene, Oregon
  • Elko, Nevada
  • Yorba Linda, Kaliforníu
  • Smithfield, Utah

Þetta er næstmesti fjöldi mustera sem tilkynnt hefur verið um einu í sögu kirkjunnar. Á aðalráðstefnu í apríl 1998 tilkynnti Gordon B. Hinckley fyrrverandi forseti kirkjunnar (1910–2008) að áætlað væri að byggja allt að 32 ný musteri, þótt hann hafi ekki tilgreint ákveðna staði.

Tilkynning Nelsons forseta í dag um 20 ný musteri og staðsetningu þeirra, er einstök, ekki bara vegna sögulegs fjölda með tilgreindum stöðum.

Kirkja Jesú Krists hefur nú 251 musteri tilkynnt, í byggingu eða starfandi.