Að eiga trú á Jesú Krist

Jesús Kristur
Mormónar trúa því að trú á Jesú Krist sé nauðsynleg sáluhjálp okkar.

Hefurðu nokkru sinni hugleitt hverju mormónar trúa varðandi Jesú Krist? Í raun þá er opinbert nafn kirkjunnar Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Jesús og fagnaðarerindi hans eru þungmiðja kirkjunnar. Meðlimir kirkjunnar tilbiðja Jesú Krist sem son Guðs og trúa því að trú á hann sé nauðsynleg fyrir sáluhjálp.

Trúa mormónar á Jesú Krist?

Mormónar trúa á Jesú Krist og að hann sé bókstaflega sonur Guðs, sem lifði og kenndi í Landinu helga, eins og skráð er í Biblíunni (sjá JesusChrist.lds.org). Hann þjáðist fyrir syndir okkar og bresti, var reistur upp og mun snúa aftur til að ríkja á jörðunni. Jesús er hinn fyrirheitni Messías sem fornir spámenn spáðu um og nafn hans er það eina sem getur tryggt sáluhjálp (sjá Post 4:12).

Mormónar trúa því einnig að það mikilvægasta sem við getum gert í þessu lífi sé að rækta trú á Jesú Krist. Til þess að trúin geti verið árangursrík, þá verður Jesús Kristur að vera miðpunktur hennar, en ekki einhver önnur persóna eða hlutur. Hvað mormóna varðar, þá er iðrun fyrsta frumregla fagnaðarerindisins (Trúaratriðin 1:4) Mormónar trúa því að trú á Jesú Krist sé gjöf frá Guði og að við getum beðið Guð í bæn um að styrkja trú okkar.

Hver er trú mormóna varðandi trú á Jesú Krist?

Fyrir mormóna þá er trú á Jesú Krist meira en bara óvirk trú. Mormónar trúa á kenningar Biblíunnar um að „trúin er ónýt án verkanna“ (Jakobsbr 2:20). Með öðrum orðum, þá verðum við að iðka trú til þess að hún geti haft einhver áhrif á líf okkar. Trú á Jesú Krist er hvetjandi kraftur sem hvetur fólk til að gera gott og að vera gott og trú mormóna blæs því í brjóst að láta verkin tala. Trú mormóna á Jesú Krist knýr þá til að iðrast synda sinna, skírast og mæta í kirkju á sunnudögum, annast fátæka og þurfandi og leitast við að gera gott í umhverfi sínu og samfélagi.

Margir mormóna fá einnig mikinn persónulegan kraft til að takast á við áskoranir lífsins í gegnum trú þeirra á Jesú Krist. Vegna þess að mormónar trúa á Jesú Krist og sjá hann sem frelsara sinn, þá hafa þeir trú á því að hann hafi sigrast á öllu og geti huggað og styrkt þá í öllu mótlæti lífsins. Þeim er ljóst að þótt lífið á jörðunni geti verið erfitt, þá hafi Jesús þjáðst, dáið og risið upp aftur til þess að við gætum öll, dag einn, átt von um betra líf með Guði.

Hvernig get ég lært meira um Jesú Krist?      

Til að læra meira um Jesú Krist og hvernig trú á hann getur blessað líf ykkar, heimsækið mormon.org.