Aðalráðstefna Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu verður send út í beinni útsendingu til áhorfenda um heim allan laugardag og sunnudag, þann 2. og 3. apríl, 2022.
Aðalráðstefna er heimslægarr samkomur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Tvisvar á ári, fyrstu helgarnar í apríl og október, miðla leiðtogar kirkjunnar hvaðanæva að úr heimi boðskap eða ræðum sem hafa hinn lifandi Krist og fagnaðarerindi hans að þungamiðju. Meðal þessara leiðtoga má finna spámanninn og forseta heimskirkjunnar, Russell M. Nelson forseta, og ráðgjafa hans í Æðsta forsætisráðinu, meðlimi Tólfpostulasveitarinnar, og aðra aðalvaldhafa og aðalembættismenn kirkjunnar.
Áhorfendur læra hvernig finna má frið, von og gleði í Jesú Kristi, hvernig styrkja má fjölskyldur með því að fylgja kenningum Jesús og hvernig á að meðtaka persónulega leiðsögn og innblástur frá Guði. Aðalráðstefnu er streymt og hún send út í beinni útsendingu á rúmlega 70 tungumálum og er síðar þýdd yfir á meira en 100 tungumál. Kirkjan býður öllum, óháð trúarbrögðum, trúarskoðunum og bakgrunni, allstaðar að úr heiminum – að horfa á, hlusta og taka þátt.
Aðalfundir fyrir einstaklinga, fjölskyldur og vini verða haldnir á laugardegi og sunnudegi, þann 2. og 3. apríl, 2022. Öllum konum og stúlkum er boðið að taka þátt í kvennahluta aðalráðstefnu.
Kirkjan sendir aðalráðstefnu út frá Ráðstefnuhöllinni á Musteristorginu í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum, til heimila og söfnuða út um heim. Aðalráðstefnuhlutar verða sýndir á eftirfarandi tímum að íslenskri tímasetningu:
- Laugardagur, 2. apríl, 16:00 Laugardagsmorgunhluti
- Sunnudagur, 3. apríl, 12:00 Laugardagssíðdegishluti
- Sunnudagur, 3. apríl, 09:00 Kvennahluti (Fyrir allar stúlkur og konur yfir 12 ára aldur sem verða 12 ára árið 2022)
- Sunnudagur, 3. apríl 16:00 sunnudagsmorgunhluti
- Sunnudagur, 3. apríl, 20:00 Sunnudagssíðdegishluti
Hægt er að fylgjast með á fjölbreyttan hátt, horfa á, hlusta á og taka þátt, bæði á netinu eða í gegnum staðarsjónvarpsstöðvar. Þessum fimm hlutum ráðstefnunnar er streymt beint á ChurchofJesusChrist.org/broadcasts, á kirkjurásinni General Conference YouTube channel, í gegnum smáforritið Gospel Library eða á https://www.churchofjesuschrist.org/countries/region?lang=eng®ion=europe.
Ráðstefnuhlutar verða sendir út í fyrsta sinn í Rúmeníu á Nasul TV, í undirbúnum eins klukkutíma þáttum þann 9. 16. 23. og 30. apríl, milli 15:00 og 16:00.
Í Danmörku mun Family Channel senda út viðstöðulausa dagskrá af ráðstefnu og Tónlist og hinu talaða orði þann 3. apríl.
Á Grænhöfðaeyjum mun ríkissjónvarpsrásin Radio Televisão Caboverdiana senda dagskránna Tónlist og hið talaða orð út í beinni útsendingu kl 15:30 og síðan sunnudagsmorgunhluta aðalráðstefnu kl. 16:00.
Áhorfendum er velkomið að horfa á eða hlýða á hvern hluta ráðstefnunnar sem er.