Aðalráðstefna veitir evrópskum meðlimum og vinum leiðsögn og von

Tvisvar á ári koma meðlimir og vinir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu saman, til að hlýða á boðskap nútíma spámanna og annarra kirkjuleiðtoga á aðalráðstefnu, sem veitir innblástur og leiðsögn.

Ráðstefnan mun fara fram páskahelgina, 3. og 4. apríl, í Salt Lake City, Utah og verður send út beint um allan heim. Þátttakendum um allan heim er boðið að hlýða á boðskapinn til að finna von og frið á stormasömum tímum, meðtaka svör við persónulegum spurningum og leiðsögn í gegnum erfiðleika lífsins.  

„Allt sem einstaklingur þarf til að vera hamingjusamur, vita hvaða stefnu skal velja, hvernig hann á að haga lífi sínu og hvað hann þarf að gera til að öðlast eilíft líf, er hægt að finna með þátttöku í aðalráðstefnu,“ sagði Susana Lorente Clemente frá Cartagena á Spáni.

Milljónir taka þátt í ráðstefnunni, til að hlýða á orð Guðs fyrir tilstilli þeirra sem hann kallar sem leiðtoga kirkjunnar. Í gegnum boðskap þeirra geta einstaklingar fundið elsku Guðs og heyrt rödd hans fyrir munn þjóna hans. 

Leah Fagg, meðlimur kirkjunnar frá Essex í Englandi, hefur einbeitt sér að aðalráðstefnu á erfiðum tímum, til að nálgast Guð, sinn himneska föður, og son hans, Jesú Krist.

„Aðalráðstefna hefur veitt mér það sem ég þarf á að halda, einkum á liðnu ári, til að finna að himneskur faðir sé meðvitaður um líðan mína, hvort ég sé að standa mig eða ekki, um ótta minn og óöryggi, um þrár mínar og vonir og bara til að finna fyrir nálægð frelsarans,“ sagði Fagg.  

Það er til mikils að vinna að taka þátt í aðalráðstefnu. Sabrina og Jairo Lopez búa í Berlín í Þýskalandi og hafa fundið huggun, frið og leiðsögn í því að hlýða á Drottin fyrir milligöngu spámanns hans, postula og aðalvaldhafa.

Lopez fjölskyldan
Sabrina og Jairo Lopez

„Ég fer aldrei frá samkomu án þess að finna hvatningu til að takast á við komandi áskoranir og verkefni eða venjubundinn dag – sem getur stundum verið yfirþyrmandi. Mér finnst aðalráðstefna alltaf veita styrk, von og frið,“ sagði Sabrina Lopez.

„Eftir hverja aðalráðstefnu, finnst mér ég hafa hlotið skýra leiðsögn um hvernig mér ber að haga lífi mínu og hvað ég þarf að að bæta,“ sagði Jairo Lopez. „Hún getur veitt okkur gleði og svör sem við fengjum ekki hvergi annars staðar.“

Þótt ráðstefnan fari fram á netinu og fólk um allan heim horfi á eða hlusti frá heimilum sínum, þá fylgir því sameiningarkraftur að koma saman til að læra. Þar sem reglugerðir kveða á um fjarlægðir milli einstaklinga, getur þessi ráðstefna vakið tilfinningu samkenndar og sameiningar. 

Paul og Jane Elvidge búa í St Albans í Englandi, ásamt börnum sínum. Þótt þau hlakki til aðalráðstefnu á sex mánuða fresti, eru þau sérlega spennt að koma saman á hinum heimslæga viðburði komandi páskahelgi.   

„Þátttaka í aðalráðstefnu getur vakið þá tilfinningu að þið séuð hluti af dásamlegum alþjóðlegum samtökum, sem leidd eru af frelsaranum,“ sagði Jane Elvidge. „Ef þið undirbúið ykkur og mætið með opinn huga, getið þið tekið á móti bænasvörum og leiðsögn fyrir líf ykkar.“

Aðalráðstefna sameinar ekki bara fólk og veitir svar við persónulegum spurningum, heldur fylgir henni líka endurnýjandi og hreinsandi máttur.

„Á ráðstefnutíma finnst mér ég geta lyft mér ofar heiminum, hreinsast að nýju og styrkst af boðskap ráðstefnunnar. Ég er mun betur undir það búinn að halda ferðalagi mínu áfram,  með aukinni trú, von og kærleika,“ sagði Paul Elvidge.

Á aðalráðstefnuhelginni er öllum boðið að fagna páskunum með Messíasi eftir Händel, í flutningi kórsins Tabernacle Choir og hljómsveitarinnar Orchestra at Temple Square, en streymið hefst  sunnudaginn 4. apríl 2021, kl. 9:00, að íslenskum tíma, á opinberum Facebook síðum og vefsíðum hvers lands. Fyrir þau lönd sem fylgja dagatali rétttrúnaðarkirkjunnar, mun útsendingin verða sunnudaginn 2. maí 2021, kl. 11:00 (sumartími Mið-Evrópu).

Hvernig skal taka þátt 

Öllum er boðið að taka þátt í aðalráðstefnunni í apríl 2021. Ráðstefnan skiptist í fimm hluta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og vini kirkjunnar. Nánari upplýsingar um tímasetningar er hægt að finna á netinu.

Allir hlutar verða í beinni útsendingu á yfir 70 tungumálum á broadcasts.ChurchofJesusChrist.org. Hlutarnir eru einnig aðgengilegir í smáforritinu Gospel Library, á rásinni Latter-day Saints Channel, í útvarpi, sjónvarpi, í gegnum gervihnött og á fleiri stafrænum rásum.

Þátttakendur geta horft á ráðstefnuna síðar eða lesið ræðurnar á kirkjajesukrists.org. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig hægt er að taka þátt í aðalráðstefnu, farið þá á https://newsroom.churchofjesuschrist.org/article/5-ways-to-watch-general-conference-live.