Boðskapur svæðisleiðtoga

Æðra „lögmál“ var gefið 

Við getum gert hvíldardaginn að feginsdegi með því að þjóna öðrum, einkum þeim sem ekki líður vel, eru einmana eða búa við neyð.

Öldungur Thomas Hänni, Spáni
Öldungur Thomas Hänni, Spáni Svæðishafi Sjötíu

Kæru vinir,

Þvílík gleði það er að ganga með ykkur öllum og með Drottni, veg lærisveinsins.

Þegar Jesús heimsótti Nefítana, flutti hann ræðu svipaðri Fjallræðunni, þar sem hann undirstrikaði að það sem tilheyrði fornum tíma, sem var undir lögmálinu, hefði uppfyllst í sér. [1]. Yfirlýsing Drottins, sem gefin var fyrir meira en 2.000 árum, um að hið aldna sé liðið undir lok, og allt sé orðið nýtt [2] er enn í gildi í dag. Æðra „lögmál“ var gefið, helgari lífsmáti var kenndur.

Þegar Jesús var á jörðu kenndi hann með því að létta byrðar og hjálpa þeim sem bjuggu við neyð. Sumir kunna að halda að trú okkar takmarki sjálfræði okkar og möguleika, en við upplifum öll að hinn hreini sannleikur og sú kenning sem Drottinn gefur veitt okkur,  gerir okkur frjáls og veitir guðlega leiðsögn, líkn og öryggi í róstursömum heimi.

Kenningar Jesú voru frábrugðnar kenningum faríseanna, einkum hvað varðaði það að heiðra hvíldardaginn. Farísearnir reyndu að sýnast réttlátir, en ásetningur þeirra var spilltur. Jesús kenndi að mikilvægara væri að gera gott og hjálpa fólki en að fylgja ströngum túlkunum á lögmálinu. Hann notaði græðandi kraftaverk til að kenna um hina raunverulegu merkingu hvíldardagsins og mikilvægi samúðar og kærleika.

Þegar Jesús sagði að „Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins,“ [3] átti hann við að hvíldardagurinn væri dýrmæt gjöf frá Guði, sem veitir okkur hvíld frá áskorunum daglegs lífs, til líkamlegrar og andlegrar endurnýjunar. Hvíldardagurinn er ekki dagur til að ástunda venjubundnar daglegar athafnir, heldur veitir hann aukið tækifæri til hvíldar og huggunar, persónulegrar opinberunar, með því að hlýða á og læra orð hans og til að gera gott og uppörva aðra.

Að leggja áherslu á strangar og blindar reglur sem byggja á hefðum og formgerð, umfram eilífar og sannar guðlegar reglur, missum við af guðlegum tilgangi hans til að hjálpa okkur til framþróunar. Þegar við höfum Drottin að miðpunkti lífs okkar, verður ok hans ljúft og byrði hans létt.[4] Guð gefur okkur boðorð, þar á meðal boðorðið um að heiðra hvíldardaginn, ekki til að íþyngja okkur heldur til að blessa okkur. Vegurinn til himnesks föður er krappur og þröngur, en Drottinn kom til að lýsa því yfir að við þyrftum ekki að ganga hann einsömul. Boð hans til allra sem eru „þunga … hlaðnir,“[5] er að standa við hlið hans, vera gleðilega bundin honum og leyfa honum að bera með okkur byrðarnar.

Á hebresku merkir orðið Sabbath „hvíld.“ Já, loforð hans er: „Þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.“[6]

p2

Erum við enn að búa til lista yfir það sem ber að gera eða ber ekki að gera á hvíldardegi? Eða höfum við breyst í og með Kristi og erum, með hjálp okkar himneska föður, að búa til okkar eigin áætlun fyrir tímann fyrir, á og eftir hvíldardaginn?

Við getum gert hvíldardaginn að feginsdegi með því að þjóna öðrum, einkum þeim sem ekki líður vel, eru einmana eða búa við neyð. Að lyfta anda þeirra, mun líka lyfta anda ykkar.[7]

Við skulum vera tengd himneskum föður allan tímann, en þó einkum á hvíldardegi, bæði innan og utan kirkjubyggingar, á heimilum okkar og á heimilum vina okkar og fjölskyldna.

Ég er þakklátur fyrir að ganga með ykkur öllum og með Drottni veg lærisveinsins. Mér finnst blessun að hafa Drottin og ykkur, sem bræður mína og systur og vini, mér við hlið. Ég er þakklátur fyrir hvíldardaginn í lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hjálpar okkur að tengjast andlega aftur og verja tíma saman sem styrkir elsku okkar og bönd.

Ég vil bjóða ykkur að íhuga einstaklingsbundið hvað þið getið gert til að gera hvíldardaginn að feginsdegi. Við þurfum hjálparhönd ykkar og ljúft viðmót á sunnudagssamkomum í kapellunum okkar. Við getum ekki gengið veginn einsömul. Megum við halda áfram að læra og tileinka okkur kenningar hans í lífi okkar og leitast við að heiðra hvíldardaginn sem heilaga gjöf frá Guði. Megum við miðla öðrum þessari gjöf!


1. 3. Nefí 12:46

2. 3. Nefí 12:47

3. Markús 2:27

4. Matteus 11:30

5. Matteus 11:28

6. Matteus 11:29

7. Russel M. Nelson, „Hvíldardagurinn er feginsdagur,“ aðalráðstefna, apríl 2015