Æðsta forsætisráðið hefur áfram laugardagskvöldhluta aðalráðstefnu

„Með því að hafa þennan hluta er mögulegt að kenna meira trúarlegt efni og fleiri aðalleiðtogar fá að flytja ræður á ráðstefnunni.“

Conference Center in Salt Lake City

Æðsta forsætisráð Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu sendi í dag frá sér eftirfarandi bréf, dagsett 30. júlí 2021, til leiðtoga kirkjunnar hvarvetna um heim.

Kæru bræður og systur,

Grundvallarregla fagnaðarerindisins er blessun áframhaldandi opinberunar, er Drottinn gerir hug sinn ljósann, með því að „gefa orð á orð ofan, setning á setning ofan, örlítið hér og örlítið þar“ (Kenning og sáttmálar 128:21).  Sem dæmi um það, þá hafa uppsetning og tímasetning aðalráðstefnu margsinnis breyst í áranna raðir.   Sumithlutar aðalráðstefnu voru ætlaðir sérstökum hópum meðlima eða leiðtoga, til að mynda velferðarhluti, kvennahluti, prestdæmishluti og fleiri hlutar sem ætlaðir voru til að ræða um efni sem tengist ákveðnum samtökum kirkjunnar.

Í júní 2021 tilkynntum við þá breytingu að á næstu aðalráðstefnu yrði laugardagskvöldhluti felldur varanlega niður. Sú ákvörðun byggðist á breytingum á tæknisviði, sem gerði öllum meðlimum og vinum mögulegt að horfa á hvern hluta aðalráðstefnu, þar á meðal kvennahluta og prestdæmishluta.

Okkur er ljósar þær miklu áskoranir sem meðlimir kirkjunnar standa frammi fyrir á okkar tíma. Mikilvæg leið til að takast á við þær áskoranir er að heyra orð Guðs (sjá Alma 31:5). Eftir frekari ígrundun og bænir, hefur okkur fundist að hafa skuli áfram laugardagskvöldhluta aðalráðstefnu, enda þótt uppsetning hans verði öðruvísi en áður hefur verið.

Frá og með aðalráðstefnu októbermánaðar, mun laugardagskvöldhlutinn verða hafður áfram. Öllum meðlimum og vinum kirkjunnar er boðið að horfa á þann hluta. Á þessum hluta verður ekki ákveðið þema og hann ekki ætlaður sérstökum hópum meðlima eða leiðtoga. Með því að hafa þennan hluta er mögulegt að kenna meira trúarlegt efni og fleiri aðalleiðtogar fá að flytja ræður á ráðstefnunni.

Við þökkum Drottni fyrir leiðsögn hans hvað þetta varðar. Við tjáum innilega elsku og þakklæti fyrir hina trúföstu meðlimi kirkjunnar um heim allan og hlökkum til aðalráðstefnu, þar sem orð Drottins mun gefið með þjónum hans.

Ykkar einlægu,

Æðsta forsætisráðið

Russell M. Nelson
Dallin H. Oaks
Henry B. Eyring