Bologna, Ítalíu

Æðstu kirkjuleiðtogar flytja ávarp á G20 fjöltrúarmálþingi á Ítalíu

Öldungur Ronald A. Rasband fjallaði um trúfrelsi; systir Eubank fjallaði um áhrif hungurs á fátækt í  barnæsku

Skipuleggjendur G20 fjöltrúarmálþingsins (haldinn á Ítalíu 12.–14. september) buðu leiðtogum Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu að ræða um trúfrelsi og áhrif þess á trúarbrögð minnihlutahópa.

Öldungur Jack N. Gerard (miðju), systir Sharon Eubank (vinstri) og öldungur Ronald A. Rasband (hægri) ganga inn á vettvang G20 málþingsins.
Öldungur Jack N. Gerard (miðju), systir Sharon Eubank (vinstri) og öldungur Ronald A. Rasband (hægri) ganga inn á vettvang G20 málþingsins.

Það féll í hlut öldungs Ronalds A. Rasband í Tólfpostulasveitinni að gera það. Í ávarpi sínu á ráðstefnunni þann 13. september, talaði postulinn frammi fyrir alþjóðlegum trúarleiðtogum um trúfrelsi og trú minnihlutahópa og upphafstíma kirkjunnar – sem eitt sinn var minnihlutahópur. Frá sínu hógværa upphafi á 19. öld í New York og ofsafengna tíma í Ohio, Missouri og Illinois, hefur kirkjan nú vaxið um heim allan, með um 17 milljónir meðlima á heimsvísu.

„Þegar trúarbrögðum er gefið frelsi til vaxtar, inna trúaðir hvarvetna af höndum einfalda og stundum hetjulega þjónustu,“ sagði öldungur Rasband. „Við snúum bökum saman og þjónum með mörgum ykkar.“

Postulinn sagði frá þeirri þjónustu sem kirkjan hefur séð öðrum fyrir í Kóvid-19 heimsfaraldrinum. Á árinu 2021 einu saman, sagði hann þá þjónustu hafa falið í sér framlög til COVAX til bólusetningar næstum 1,5 milljarða manna gegn Kóvid-19, 26 milljónir máltíða sem voru gefnar hungruðum og 294 þjónustuverkefni fyrir flóttamenn í 50 löndum.

„Ég vona að alþjóðleg góðvild knúin af trúarhefðum verði heiðruð og dáð,“ sagði öldungur Rasband á málþinginu. „Fólk um allan heim er blessað þegar við lyftum öðrum og hvetjum fólk með björgunaraðgerðum. Megum við vera þakklát fyrir það tækifæri að geta gert gæfumun. Á þennan hátt framfylgjum við og útvíkkum þann sannleika [að] ‚Guð elskar öll börn sín meðal allra þjóða heims‘ – jafnvel hin minnstu meðal okkar.

Síðar þann dag, eftir ávarp hans, hitti öldungur Rasband Hans heilagleika, patríarka Bartólómeusúr grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta er í fyrsta sinn sem postuli frá kirkju Jesú Krists hittir leiðtoga grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Öldungur Ronald A. Rasband (vinstri), hittir hinn Hans heilagleika patríarka Bartólómeo patríarka , frá grísku rétttrúnaðarkirkjunni á G20 málþinginu.
Öldungur Ronald A. Rasband (vinstri), hittir hinn Hans heilagleika patríarka Bartólómeo patríarka , frá grísku rétttrúnaðarkirkjunni á G20 málþinginu.

„Þetta var dásamlegur fundur,“ sagði öldungur Rasband. „Hann tjáði löngun til að gott samband væri á milli trúarbragða okkar beggja og vonaði að mun fleiri tækifæri gæfust í framtíðinni til samskipta og þátttöku.“

Öldungur Rasband og þeir sem voru með honum (öldungur Jack N. Gerard, einn hinna Sjötíu og systir Sharon Eubank, fyrsti ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins) hittu marga aðra trúar- og samfélagsleiðtoga frá öðrum löndum á hinu þriggja daga málþingi. Lesið meira um sumar þessara heimsókna hér að neðan.

Trúfrelsi og mikilvægi samskipta

Á þessu málþingi miðlaði öldungur Rasband tveimur kenningum Josephs Smith sem undirstrika lykilhlutverk trúfrelsis í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Hin fyrri er staðfest í Trúaratriðum kirkjunnar og þar segir: „Vér krefjumst þeirra réttinda að fá að tilbiðja almáttugan Guð, eftir því sem eigin samviska býður, og viðurkennum sömu réttindi til handa öllum mönnum. Lofum þeim að tilbiðja, hvernig, hvar eða hvað, sem þeim þóknast.“

Hin síðari er staðhæfing spámannsins frá 1843:

„Hafi það sýnt sig að ég sé fús til að deyja fyrir [Síðari daga heilaga], þá fullyrði ég djarflega frammi fyrir himnum, að ég er jafn fús til að deyja til varnar réttindum öldungakirkjunnar, baptista eða sérhvers góðs manns einhvers trúarsafnaðar. Því ef troðið væri á réttindum Síðari daga heilagra af einhverjum ástæðum, yrði einnig troðið á réttindum rómversk kaþólskra, eða einhvers annars trúarsafnaðar, sem þætti óvinsæll og of veikburða til að verja sig sjálfur. Það er frelsisástin sem innblæs sál mína – hið borgaralega og trúarlega frelsi alls mannkyns.“

„Á trúfrelsið er lögð afar rík áhersla, jafnvel í æðstu ráðum kirkju Drottins,“ sagði öldungur Rasband í viðtali við Newsroom. „Við getum nú verið meira en ein rödd og kaþólska kirkjan meira en ein rödd og gríska rétttrúnaðarkirkjan verið meira en ein rödd. Í stað þess að vera einsöngvarar í mismunandi heimshlutum, getum við verið kór og lagt til hliðar ágreining er varðar grundvallaratriði. Okkur greinir auðvitað á. Það er þó sumt sem við erum alveg sammála um og við ætlum að einbeita okkur saman að því, ásamt fleirum.

Á málþinginu þar sem öldungur Rasband talaði, var fjallað um fleiri atriði sem hafa áhrif á trú minnihlutahópa, þar á meðal nauðsyn þess að verjast hatursorðræðu og umburðarleysi.

Öldungur Gerard sagði við kirkjufjölmiðla að mikilvægt væri að þróa samband við þá sem væru ólíkir, til að skapa frjóan jarðveg fyrir gagnkvæma virðingu.

„Sambönd leiða til raunverulegs skilnings,“ sagði öldungur Gerard. „Við verðum að rísa ofar þeirri pólun sem við sjáum í heiminum í dag. Við þurfum að vera leiðandi í því að brýna fyrir okkar eigin meðlimum hvarvetna um heim að sýna með fordæmi að í trúarhefðum okkar var frelsarinn sjálfur mikill græðari. Hann leiddi okkur saman og hvatti aðra til að dæma ekki aðra, heldur að sýna rósemd og vera yfirveguð þegar við hugsum um hvert annað. Við getum sameinast og risið ofar sumu [sem er] leyft með nútímatækni og fundið okkur betri stað, með því að hafa sannlega læknað hjarta og sál alls mannkyns, burt séð frá trúarhefð manna eða engri trúarhefð.

Öldungur Rasband sagðist bjartsýnn á framtíð mannkynsins, vegna þess að „lækning getur orðið að veruleika, ef fólk auðmýkir sig og nálgast [Guð]. Guð faðirinn er faðir okkar allra og Jesús Kristur, sonur hans, er sá sem við vitum að hann er.

G20 fjöltrúarmálþingið, sem á þessu ári hafði að geyma orðsendingar frá Francis páfa og öðrum víðsvegar að úr heimi, er árlegur viðburður sem haldinn er fyrir fjölmennari G20 leiðtogaráðstefnuna. Í ár verður hin fjölmennari leiðtogaráðstefna haldinn 30.–31. október í Róm. G20 samanstendur af þjóðum sem mynda 20 helstu hagkerfi heims.

Hvernig Hjálparstofnun Síðari daga heilagra tekst á við hungur og vannæringu

Systir Eubank, sem einnig er forseti Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, ræddi þriðjudaginn 14. september um áhrif hungurs og vannæringar á barnæsku í fátækt.

Hungur í heiminum hefur aukist frá 2014, sagði hún og með Kóvid-19 versnaði vandamálið. Árið 2019 þjáðust 135 milljónir manna af miklu hungri. Í dag sagði hún þessa tölu hafa hækkað upp í 272 milljónir – og 9,3 milljónir barna að auki, munu líklega stríða við minnkandi vöðvamassa fyrir árið 2022.

Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og mörg önnur samtök geta dreift mat til hinna nauðstöddu. Mikilvægara er, sagði systir Eubank, að beina auðlindum að þróun matvæla.

Öldungur Ronald A. Rasband (miðju), systir Sharon Eubank (vinstri) og öldungur Jack N. Gerard (hægri) heimsækja Audrey Kitagawa, forseta og stofnanda International Academy for Multicultural Cooperation, á G20 málþinginu.
Öldungur Ronald A. Rasband (miðju), systir Sharon Eubank (vinstri) og öldungur Jack N. Gerard (hægri) heimsækja Audrey Kitagawa, forseta og stofnanda International Academy for Multicultural Cooperation, á G20 málþinginu.

„Það er miklu flóknara verk að breyta menningu sem tengist mat, mataræði, næringu og búskap,“ sagði hún. „Varanlegum breytingum er aðeins hægt að koma á með persónulegu sambandi byggðu á trausti. … Gamlar aðferðir virka ekki alltaf. Eins og veðurofsinn færist í aukana, þá eru kreppur að verða stærri og lengri og aðeins er hægt að takast á við slíkt í samvinnu.

Hún benti á fjárstreymi kirkjunnar til World Food Programme (WFP) til dreifingar mikilvægra vista meðan á heimsfaraldrinum stendur.

„[WFP hefur] þrjár alþjóðlegar miðstöðvar og fimm svæðisbundnar miðstöðvar. Um þessar miðstöðvar fóru 45.000 tonn af lækningavörum og matvælum á síðustu mánuðum,“ sagði systir Eubank. „Þetta er mikilvægt vegna þess að aðfangakeðjur hafa raskast á heimsvísu vegna heimsfaraldursins, á hraða sem aldrei hefur sést áður. [Þetta] netkerfi er opið mörgum mannúðarstofnunum til afnota. Það eykur skilvirkni, minnkar tvíverknað, flýtir fyrir viðbragðstíma og leggur áherslu á kaup á staðnum sem byggir upp samfélög.“

Systir Eubank sagði að Hjálparstofnun Síðari daga heilagra hafi einnig unnið með International Development Enterprises (iDE) til að hjálpa konum að verða leiðandi í landbúnaði.  Konum er komið í samband við kvenkyns bændur, með fræbirgðir á viðráðanlegu verði og stöðugan markað, svo þær geti ræktað upp garðana sína og aukið við sig tekjur. Þegar heimsfaraldurinn skall á var konum kennt af embættisfólki heilbrigðisráðuneytisins í Sambíu hvernig efla mætti meðvitund meðal bænda varðandi Kóvid-19 og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir útbreiðslu þess.

Að auki hefur Hjálparstofnun Síðari daga heilagra byrjað á því að styðja framkvæmdaráð samfélagsins á sumum svæðum þar sem vannæring er mest. Í Frakklandi og á Filippseyjum hafa þessi ráð t.d. náð árangri með einfaldri, staðbundinni kennslu fyrir foreldra um heilsu og næringu, sagði systir Eubank. Þau hjálpa líka fjölskyldum að rækta garða eða ala upp smádýr til að bæta næringu.

„Fjölskyldur verða þolbetri með þekkingu,“ sagði systir Eubank. „Þetta eru að mestu ódýr, lágtæknileg úrræði sem skila miklum ávinningi.“

Eignast vini meðal alþjóðlegra trúarleiðtoga

Auk fundarins með Hans heilagleika patríarka Bartólómeo,, áttu öldungur Rasband, öldungur Gerard og systir Eubank fund með mörgum trúarleiðtogum annarra landa á málþinginu.

Á laugardag hittu þau Haji Allahshukur Hummat Pashazade, sjeik ul-íslam og stórmúfta í Kákasus.

„Þetta var frábært tækifæri til að hittast og eignast nýja vini, að beiðni þeirra,“ sagði öldungur Rasband. „Við höfum meðlimi kirkjunnar sem búa í þeirra landi. Fyrsta athugasemd þeirra í dag [á G20 málþinginu] var að bjóða leiðtogum kirkjunnar okkar að koma til höfuðborgar þeirra og heimsækja forseta þeirra og trúarleiðtoga.“

Boðið var til heimsókna af beggja hálfu, bætti öldungur Rasband við. Hann benti á að nokkrir leiðtogar í Aserbaídsjan hefðu þegar heimsótt Salt Lake City og komið þaðan með jákvætt viðhorf.

Á sunnudag komu leiðtogar kirkjunnar á sambandi við Nasr-Eddin Mofarih, trúmálaráðherra Súdans.

Mofarih er ekki ókunnugur kirkjunni. Í maí 2021 heimsótti hann forseta kirkjunnar, Russell M. Nelson, á musteristorginu. Í mars 2020 heimsótti David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni hann til Súdan.

Mofarih sagði að Hjálparstofnun Síðari daga heilagra og stjórnvöld í Súdan ynnu saman að nokkrum mannúðarverkefnum. Meðal þeirra eru nýrnaskiljunarstöðvar, hjólastólaverkefni, umönnun nýbura og sjálfbjargarverkefni sem gera nemendum kleift verða sér úti um menntun hjá Brigham Young háskóla.

„Það er margt sem er líkt með íslam og kirkju Jesú Krists hvað varðar djúpa trú þeirra á Guð og mikilvægi fjölskyldunnar í kirkjunni,“ sagði Mofarih. „Þeir halda sig fjarri siðlausum verknaði og bjóða fólki að vera heiðarlegt og mannlegt. Það er það sem íslam býður okkur að gera. [Þetta] eru hin miklu gildi sem boðberar og spámenn hafa komið fram með. Markmiðin eru þau sömu.”

Leiðtogar kirkjunnar áttu líka árangursrík samskipti við kaþólska varabiskupinn í Bagdad, Robert Jarjis biskup; og Tiguhan Tagay Tadele, aðalritara hins fjöltrúarlega ráðs Eþíópíu; og aðstoðarritara hans, Messaud Adem.

Á fundinum með sendinefndinni frá Eþíópíu var meðal annars rætt um það hvernig kirkjan getur haldið áfram að veita Eþíópíu neyðaraðstoð. Kirkjan hefur sérstaka tengingu við landið: Hinn 27. janúar 1985 föstuðu Síðari daga heilagir um allan heim og söfnuðu fé til að hjálpa fórnarlömbum hungursneyðar í Eþíópíu. Það verkefni markaði upphaf þess sem nú er þekkt sem Hjálparstofnun Síðari daga heilagra.

„Þetta eru sannir vinir,“ sagði öldungur Gerard um sendinefndina frá Eþíópíu. „Þeir þekktu okkur mjög vel, sem og hinir. Þeir tala af mikilli virðingu um kirkjuna. … Þeir bjóða okkur að koma til lands síns, ekki aðeins til að halda áfram að vinna að mannúðarverkefnum, eins og við höfum gert þar, heldur til að halda áfram að byggja upp raunverulegt samband trausts og gagnkvæms skilnings.“