Ættfræði og fjölskyldusaga: Tenging við fortíðina

Lærðu meira um ástæðu þess að meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu byggja musteri?

Ættarsögustarf gerir mörgum kleift að upplifa samband við áa sína. Hvers vegna gera Síðari daga heilagir ættarsögu og ættfræðiverk?
Ættarsögustarf gerir mörgum kleift að upplifa samband við áa sína. Hvers vegna gera Síðari daga heilagir ættarsögu og ættfræðiverk?

Hvað meðlimi Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu varðar, þá er fjölskyldan mikilvægari en næstum allt annað! Síðari daga heilagir trúa að fjölskyldur gera varað að eilífu. Þetta þýðir að fjölskyldur okkar innihalda ekki einungis þá sem lifa hér á jörðinni með okkur, heldur einnig afa, ömmur, forfeður og aðra fjölskyldumeðlimi og ættingja sem hafa farið á undan okkur.  Öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Áætlun [himnesks] föður okkar hefur að gera með fjölskyldur og er táknuð með miklu tré. Til að tré fái lifað og vaxið, þarf það bæði rætur og greinar. Á sama hátt verðum við að vera tengd við rætur okkar – foreldra okkar, afa, ömmur og aðra forfeður – og við greinar okkar – börn okkar, barnabörn og aðra afkomendur“ (“Our Father’s Plan Is about Families” [ræða flutt á RootsTech Family Discovery Day, 14. feb. 2015], churchofjesuschrist.org). Lestu áfram til að læra meira um það sem Síðari daga heilagir trúa um ættarsögustarf og hvernig ættarsögustarf tengist byggingu mustera.

Af hverju er ættarsögustarf svo mikilvægt Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu?

Þegar fyrsti spámaður Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, Joseph Smith, var ungur maður þá birtist engill að nafni Moróní við rúmgaflinn hjá honum, meðan hann var á bæn. Engillinn Moróní vitnaði í nokkur vers í ritningunum fyrir Joseph, með örlitlum blæbriðgðamun, í Bók Malakís í Biblíunni (sjá Joseph Smith – Saga 1:28–39). Moróní sagði við Joseph:

„Sjá, með hendi spámannsins Elía opinbera ég yður prestdæmið, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.

“. . . Og hann mun gróðursetja í hjörtum barnanna fyrirheitin, sem feðrunum voru gefin, og hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna. Ef svo væri ekki, mundi jörðin öll verða gjöreydd við komu hans“ (Joseph Smith – Saga 1:38–39).

Síðari daga heilagir trúa því að eins og Moróní kenndi Joseph Smith, þá verða „hjörtu barnanna“ að snúa til feðra sinna, eða forfeðranna, til undirbúnings fyrir síðari komu Drottins Jesú Krists til jarðar. Eitt af því sem kirkjumeðlimir gera til að „snúa hjörtum sínum“ til feðra sinna er að taka þátt í ættarsögu og ættfræðistarfi (sjá David A. Bednar, „Hjörtu barnanna munu snúast,“ aðalráðstefna, október 2011). Margir geta borið vitni um þann anda kærleika sem þeir finna gagnvart fjölskyldu sinni er þeir gera ættarsögu og ættfræðiverk. Sem hluti af ættarsöguverkinu þá safna Síðari daga heilagir saman nöfnum látinna skyldmenna sinna, svo hægt sé að gera helgiathafnir fyrir þeirra hönd. Síðari daga heilagir trúa að við getum innsiglast í helgum musterum, eða sameinast fjölskyldumeðlimum okkar, bæði lifandi og látnum, svo fjölskyldan geti haldið áfram handan grafar.

Hvað gerist inni í musterinum?

Síðari daga heilagir trúa því að við verðum að ljúka vissum helgiathöfnum á meðan að við erum hér á jörðinni – þar með talið skírn og að meðtaka gjöf heilags anda – til þess að geta snúið aftur til að búa með himneskum föður eftir að við deyjum (sjá True to the Faith [2004], 109–10). Mörg börn Guðs áttu þó ekki kost á að taka á móti fagnaðarerindi Jesú Krists og hinum endurleysandi helgiathöfnum meðan þau lifðu hér.

Síðari daga heilagir trúa því að við höldum áfram að lifa sem andar eftir að við deyjum og að kennsla á fagnaðarerindi Jesú Krists haldi áfram í andaheimi (sjá K&S 138). Mörg barna Guðs í andaheimi munu meðtaka fagnaðarerindið og þetta fólk þráir að þessar helgiathafnir, eins og skírn, verði framkvæmdar fyrir þau (sjá Introduction to Family History Student Manual  [2012], 83). Síðari daga heilagir trúa því að Guð hafi boðið meðlimum kirkju sinnar að byggja musteri, sem staði þar sem þeir geta framkvæmt sáluhjálpandi helgiathafnir fyrir hönd látinna ættingja sinna. Síðari daga heilagir trúa að enginn verði neyddur til að taka á móti þessum helgiathöfnum (sjá Introduction to Family History Student Manual, 9).

Hvernig get ég lært meira?

Margir Síðari daga heilagir rannsaka ættarsögu sína til að geta framkvæmt helgiathafnir fyrir fjölskyldumeðlimi sína í musterinu. Musteri kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru heilagir staðir þar sem fjölskyldur eru sameinaðar að eilífu og endurleysandi helgiathafnir eru framkvæmdar. Búðu til þitt eigin ættartré á FamilySearch.org eða lærðu meira um musteri Síðari daga heilagra með því að fara á komidtilkrists.org.