Af hverju erum við enn kölluð Mormon Newsroom?

Salt Lake City musterið

Þegar Russell M. Nelson forseti tilkynnti um nauðsyn þess að fullt nafn kirkjunnar, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sé notað, lauk hann á því að segja: „Frekari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni verða veittar á komandi mánuðum.“ Tæplega tveimur mánuðum síðar breytti Laufskálakór mormóna nafni sínu yfir í Laufskálakór Musteristorgsins.

Aðrar vefsíður og gögn kirkjunnar verða uppfærð á næstu vikum og mánuðum. Nelson forseta og öðrum kirkjuleiðtogum er ljóst að slíkar víðtækar breytingar þarfnast gaumgæfilegrar skoðunar, samræmingar og skipulags. Newsroom, líkt og á við um aðrar kirkjurásir, fylgir leiðsögn kirkjuleiðtoga varðandi ákvarðanir og tímasetningu breytinga á MormonNewsroom.org.