Þegar Russell M. Nelson forseti tilkynnti um nauðsyn þess að fullt nafn kirkjunnar, Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sé notað, lauk hann á því að segja: „Frekari upplýsingar um þetta mikilvæga málefni verða veittar á komandi mánuðum.“ Tæplega tveimur mánuðum síðar breytti Laufskálakór mormóna nafni sínu yfir í Laufskálakór Musteristorgsins.
Aðrar vefsíður og gögn kirkjunnar verða uppfærð á næstu vikum og mánuðum. Nelson forseta og öðrum kirkjuleiðtogum er ljóst að slíkar víðtækar breytingar þarfnast gaumgæfilegrar skoðunar, samræmingar og skipulags. Newsroom, líkt og á við um aðrar kirkjurásir, fylgir leiðsögn kirkjuleiðtoga varðandi ákvarðanir og tímasetningu breytinga á MormonNewsroom.org.