Allir eru jafnir fyrir Guði

„Láta af fordómafullu viðhorfi og gjörðum gagnvart öllum hópum eða einstaklingum“

Thorvaldsens Kristus
Kristsstytta Thorvaldsens stendur mikilfengleg í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn.

Kristsstytta Thorvaldsens í Frúarkirkjunni í Kaupmannahöfn er tilkomumikil sjón í hinni hljóðlátu andlegu umgjörð.  Hún stendur þar mikilfengleg, fallega upplýst svo hún virðist böðuð gylltri birtu á þessum hátíðlega stað í höfuðborg Danmerkur.

Þessi ímynd hins upprisna Jesú Krists ristir djúpt í hugum kristinna um allan heim, þar á meðal meðlima Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, sem líta á frelsarann og kenningar hans sem miðpunkt trúar sinnar. Eftirmynd frummyndar Kristsstyttunnar stendur í gestamiðstöð Rómarmusterisins og afsteypur má finna á stöðum Síðari dag heilagra víða um heim.

Styttan af hinum upprisna Drottni er með útbreiddan faðminn og býður öllum körlum, konum og börnum að koma til hans. Þetta einlæga kærleiksboð er opið öllu mannkyni, burtséð frá trúarsannfæringu, kynþætti eða bakgrunni.

Mormónsbók lýsir yfir að ástríkur Guð „[neiti] engum að koma til sín, hvorki svörtum né hvítum, ánauðugum né frjálsum, karli né konu,‘ og leggur áherslu á að ‚allir [séu] jafnir fyrir Guði“ (2. Nefí 26:33).

2
Þeir kærleikseiginleikar sem frelsarinn kenndi munu blessa líf okkar á trúarvegi persónulegs vaxtar.

Nýlegar breytingar á almennri handbók kirkjunnar, sem er alþjóðleg útgáfa fyrir leiðtoga og meðlimi, endurspeglar kenningar trúarinnar um að virða reisn hverrar sálar. „Fordómar eru ekki í samræmi við opinberað orð Guðs,“ segir í handbókinni. „Velþóknun eða vanþóknun Guðs byggist á hollustu við hann og boðorð hans, ekki á húðlit eða öðrum eiginleika einstaklings.“

Handbók kirkjunnar „býður öllum að láta af fordómafullu viðhorfi og gjörðum gagnvart öllum hópum eða einstaklingum‘ Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu fordæmir „fordóma sem byggja á kynþætti, uppruna, þjóðerni, ættflokki, kyni, aldri, fötlun, fjárhagsstöðu, trú eða trúleysi og kynhneigð.“

Viðhorf kærleika og umburðarlyndis mun blessa líf okkar á trúarvegi persónulegs vaxtar – þrátt fyrir einstakar áskoranir á ferð okkar – ásamt því að byggja aðra upp.

Böl kynþáttafordóma má sjá nærri heimahögum.  Forseti Evrópuráðsins, Ursula von der Leyen, sagði á þingi Evrópuráðsins: „Við þurfum að ræða kynþáttafordóma. Við þurfum einnig að bregðast við. Það er alltaf hægt að breyta um stefnu, ef það er áhugi á því að gera svo. Ég er þakklát fyrir að búa í samfélagi sem fordæmir kynþáttafordóma.“

Sem kirkja, erum við kunnug því sem felst í að vera kúgaður minnihluti. Síðari daga heilagir urðu t.d. ítrekað fyrir heiftarlegum ofsóknum í Bandaríkjunum á nítjándu öldinni.

Í dag starfar mannúðarhluti kirkjunnar, Hjálparstofnun Síðari daga heilagra, með sjálfboðaliðum í Evrópu og víðar um heim og lætur sig varða virðingu gagnvart öllum, innan- og utanlands.

Systir Sharon Eubank, forseti Hjálparstofnunar Síðari daga heilagra, flutti ræðu við Sameinuðu þjóðirnar í Genf á Annarri heimsráðstefnu um trúmál, frið og öryggi og sagði:  „Minnihlutahópar, flóttafólk og innflytjendur eiga eitt sameiginlegt: þeir eiga á hættu að glata eigin reisn. Fjölbreytileiki þeirra og neyð gerir þau berskjölduð.“ Hún lagði áherslu á að við þyrftum að rétta fram vinarhönd. „Það er einmitt þegar við réttum fram höndina til þessara „annarra,“ sem við sjáum þá vaxa að reisn og erum minnt á raunverulega merkingu lýðræðis og ávexti þróunar.“ 

3
Safnaðarmeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í París.

Lord Jonathan Sacks heitinn, fyrrverandi yfirrabbíni, lagði áherslu á að ef við metum alla menn til jafns, endurspeglar það sannlega vilja hins guðlega, „Guð, skapari alls, hefur sett mynd sína á manneskjuna . . .  á undan og áháð hinum ólíku menningum okkar og siðmenningum, og þannig krýnt mannlífið reisn og heilagleika sem rís ofar fjölbreytileika okkar.“