Frankfurt am Main, Þýskaland

Alþjóðlegur kvennadagur 

Þegar heimurinn minnist hins alþjóðlega kvennadags 8. mars, er jafnframt eitt ár í þessum mánuði frá því að það leiðtogahlutverk kvenna sem kallað er ráðgjafi svæðissamtaka var sett á fót í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Í þessum tilgangi íhuga kvenleiðtogar eigin reynslu og skilning sem hlotist hefur í þjónustu þeirra um alla Evrópu.

Dita Ndërkombëtare e Gruas

„Sérhver kona er dóttir Guðs. Þær eru allar dásamlegar. Þær eru nægilega góðar! Þær búa yfir guðlegum möguleikum og hvert minnsta þjónustuverk skiptir máli,“ segir systir Sibylle Fingerle frá Þýskalandi.

Systir Traci De Marco, frá Bretlandi, segir: „Ég held að mikilvægt sé að konur séu meðvitaðar um hversu gífurleg áhrif þær hafa á líf annarra með hæfileikum sínum, færni og andlegum eiginleikum.“

Þegar systir Ghislaine Simonet, frá Frakklandi, er spurð um það hlutverk sitt að styrkja konur sem eru umhverfis þær, segir hún: „Þar sem við erum nálægt þeim, þá getum við oft minnt þær á að þær eru dætur Guðs. Hún heldur áfram: „Þegar þær þekkja þann sannleika í huga sínum og hjarta, munu þær vinna kraftaverk.

Ráðgjafar svæðissamtaka veita leiðtogum kirkjunnar fræðslu og sjá til þess að sjónarhorn kvenna komi fram á öllum stjórnstigum. „Þessi köllun er eins og týndur hlekkur fyrir systurleiðtoga stiku, til að spyrja spurninga, eiga samráð, hljóta upplýsingar, miðla upplýsingum og framar öllu sú ólíka sýn sem þessi köllun getur gefið og veitt,“ segir systir Ann-Mari Lindberg frá Danmörku. Hún heldur áfram: „Með þjónustu okkar við systurleiðtoga stikunnar, finnst þeim þær sjáist, fái hjálp og séu heyrðar, svo miklu meira en áður.“ Stika er eins og kaþólskt biskupsdæmi sem nær yfir marga söfnuði.

Dita Ndërkombëtare e Gruas

Systir Julia Wondra frá Vínarborg sagði frá því sem hún lærði um að þjóna hverri annarri: „Ég lærði að þetta snýst ekki um mig, heldur um frelsarann. Ég reyni því að vera líkari honum, sem þýðir að daglegur andlegur undirbúningur minn er lykillinn.“ Hún heldur áfram: „Ein systir á mínu svæði var útbrunnin. Hún hafði á tilfinningunni að hún skipti ekki máli og vildi næstum hætta. Eftir þjálfun okkar fann hún sig endurnýjaða og þróttmikla og segir mér núna reglubundið að hún hljóti fleiri hugmyndir og hafi meiri elsku til systra sinna.“

Systir Simonet rifjar upp: „Þegar einn meðlimur í forsætisráði stikusamtaka glímdi við erfiðar raunir í einkalífi sínu og íhugaði að biðja um lausn, ljáðu systur hennar í forsætisráðinu henni eyra og buðu fram hjálp og samúð. Í dag eru erfiðleikar þessarar systur ekki úr sögunni, en nú þegar hún finnur fyrir elsku systra sinna, þjónar hún áfram af gleði og von.“

Þegar systir De Marco er spurð að því hvað hún læri af Jesú Kristi um þjónustu við konur, segir hún: „Það hrífur mig að það voru konur sem voru vitni að nokkrum mikilvægustu þáttunum í þjónustu Krists.  Það var konan við brunninn sem fyrst komst að því að hann væri Messías, það var beiðni móður hans sem leiddi til fyrsta kraftaverks frelsarans, það var María Magdalena sem sá fyrst tóma gröfina og hinn upprisna Drottin.  Hann treysti konum þá og hann treystir konum nú.  Þessar konur voru miklir trúboðar, þar sem þær sögðu frá því sem þær höfðu séð, heyrt og fundið og við getum gert það sama í dag.“

Systir Fingerle segir: „Allar konur hafa aðgang að krafti Guðs hér á jörðu. Þær geta og ættu að nota hann!“ Þegar systir Lindberg íhugar hvernig frelsarinn þjónaði konum, segir hún: „Hann sá og meðtók þær eins og þær voru. Hann dæmdi ekki, bar ekki saman – elskaði bara og hvatti til að gera betur.“ Systir De Marco bætir við: Fordómalaus elska er svo mikilvægur þáttur í allri þjónustu okkar, sem og að sýna umhyggju, bjóða og alltaf að virða sjálfræðið, eins og frelsari okkar myndi gera.“

Þar sem alþjóðlegur kvennadagur er til þess að viðurkenna árangur kvenna og leitast við að efla fjölbreytileika og jafnrétti og að allir séu meðteknir, sýnir reynsla ráðgjafa svæðissamtaka að konur hvarvetna geti hjálpað við að ná þessum markmiðum og haft mikil áhrif við að lyfta og veita öðrum innblástur